Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 30
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 í granítklett. Mér finnst að myndin tákni völd og vísindi og segi við hina miklu Gautelfu: „1 þúsundir ára hefur þú verið oss Þrándur, héðan í frá skalt þú vera vor þræll“. Bílstjórinn sagði okkur að þetta væri táknmynd af hugvitsmanninum og verkfræðingnum Kristoffer Polhem. Götaelvunni er veitt eftir þar til gerðum skurði alla leið að orkuverinu. Þar eru höggvin keilumynduð göt niður í gegnum bergið og vatninu veitt um þau niður að vatnshjólunum. Hæðarmunur á yfirfleti Gautelfu norðan og sunnan við Trollhátten er 32 metrar. Farartálma þennan yfirstigu Sviar í fyrsta sinn með skipastiga, er þeir gerðu 1755, en 1800 er gerður skipastigi fyrir stærri skip. Árið 1844 er einnþá gerður nýr og stærri stigi og loks 1916 er sá skipa- stigi gerður, sem nú er notaður. Fyrir ráðstefnuna vannst okkur tími til að skoða „Sverre Varvet", sem er nálægt Gautaborg. Þar eru smíðuð skipalíkön í stórum stíl, allt frá líkönum af smábátum og upp í líkön af risaskipum. Lag fiskiskipa er nú mjög að breytast, vegna kröfu um mikinn ganghraða. Hjá „Sverre Varvet“ er ca. 50 tonna fiskibátur í smíðum, með þessu nýja lagi, sem á að seljast til Dakar í Afríku. Báturinn er nokkuð breið- ur og talsvert bumbumikill, en þar á móti eru báðir endar afar þunnir, svokölluð „viðtök" eru eiginlega engin. En hinsvegar er ætlast til, að jafnvægi endanna sé svo nákvæmt, að ekki komi til átaka. Þetta lag er mjög umdeilt, en áreiðanlega þarf minna vélaafl, til að ná sama hraða. Reynslan ein verður að skera úr um sjóhæfni. Mótið og sýninguna opnaði landshöfðinginn í Gautaborg og Botius Lán, Malte Jacobsson, á sjóminjasafninu i Gautaborg. Á þriðja hundrað fundarmenn voru mættir frá 5 Norðurlöndunum. Þessir voru frá Islandi: Arnór Guðmundsson, skrifstofustj. Fiskifélagsins, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar; Bárður G. Tómasson, skipasmiða ráðunautur, fyrir Fiskifélag Islands; Egill Þorfinnsson, skipasmiðameistari á Fáskrúðsfirði; Einar Sigurðsson, skipasmiðameistari á Fáskrúðsfirði; Gunnar Jónsson, skipasmiðameistari á Akureyri; Haraldur Guðmundsson, skipasmiður í Reykjavík; Jón Örn Jónsson, skipasmiður í Rvik; Ólafur Sigurðsson, verkfræðingur, forstj. Lands- smiðjunnar í Reykjavik; Runólfur Jóhannsson, skipa- smiðameistari í Vestmannaeyjum. Á fyrsta fundinum flutti undirritáður erindi um þróun skipasmíðis á Islandi, frá landnámstíð til vorra daga. Á eftir flutti Dr. Techn Fredrik Ljungström erindi um auðveldari vinnuaðferðir í skipasmíði. Línulag á skipum Ljungströms er allt táknað með sirkillögun. Böndin, sem hann vill líma saman, eru öll teiknuð með sömu álmu og stillt upp hornrétt á súðina. en mætti harðorðri gagn- rýni fyrit' það að slæm sjóhæfni væri fyrirsjáanleg. Kvik- mynd var sýnd af venjulegum fiskibát og Ljungströmsbát, sem sigldu samhliða í strekkings vindi. Leit út fyrir að Ljungströmsbáturinn stæði sig jafnvel og hinn. En Módel af M.b. Böðvari á Akranesi reynt í tilr. stööinni. að sjálfsögðu er ekki um fullkomna reynslu að ræða. Næsta daga flutti Lars T. Selsvik skipasmiðaráðunaut- ur við Fiskeridirektoratet í Bergen, erindi um þróun fiskibátasmíði og nútíma byggingu þeirra, og á eftir hon- um flutti Ragnar Rödström, íramkvæmdaverkfræðingur skipatilraunastöðvarinnar í Gautaborg, erindi um tækni- leg grundvallaratriði nkipslíkana. Var sumt torskilið, en ætlað sem undirbúningur undir sýningu á tilrauna- stöðinni, sem fór fram á eftir. Tilraunastöðin er starfrækt af 40 mönnum, forstjóri er prófessor H. F. Morkström. Forsalur byggingarinnar er hár og víður til veggja, og þar gerð líkön úr vaxi. Við hlið þessa sals eru teiknistofur og skrifstofur. Áföst við líkanaverkstæðið er 260 metra löng bygging. Eftir henni endilangri er tjörn eða skurður, 10 metra breiður og 5 metra djúpur. Meðfram skurðinum rennur skipavagn- inn á járnteinum. En við hann eru módelin tengd, þeg- ar þau eru dregin eftir endilöngum skurðinum i tilrauna- skyni. Mælitækin eru á vagninum. Svo nákvæm er þessi smíði, að bugða teinanna er jafnmikil og bugðan á yfir- borði jarðar. Húsakynni eru það stór að 270 fundar- menn, sýndust hverfa, er inn var komið, þótt þétt skipað væri í fundastofu háskólans. Var þarna gerð tilraun með líkan af „Böðvari“ frá Akranesi. Skipsþungi var 115 tonn. Þegar hraði bátsins var 9 sjómilur þurfti 170 hestöfl. Þegar hraði bátsins var 10 sjómílur þurfti 280 hestöfl. Þegar hraði bátsins var 11 sjómílur þurfti 500 hestöfl. Til samanburðar var gerð tilraun með líkan af bát dr. Ljungströms. Skipsþungi var sá sami, 115 tonn. En þegar hraðinn var 94

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.