Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 13
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Iðnrekendur á Akureyri sýndu mikinn áhuga á því, að stofna til félagsskapar, er væri deild í allsherjarsamtökum verksmiðjueigenda, Félagi ísl. iðnrekenda. Eftir nokkurn undirbúning var stofnfundur félagsins ákveðinn að Hótel KEA hinn 2. apríl. Mættir voru fulltrúar frá flestum verksmiðjum Akureyrar, að undanskildum verk smiðjum KEA og SÍS, en von er til að þær komi allar í félagið. Samþykkti fundurinn einróma stofnun Iðn- rekendafélags Akureyrar er vera skyldi deild í Félagi ísl. iðnrekenda. Eftirfarandi fyrirtæki eru stofnendur félagsins: Efnagerð Akureyrar, form. félagsstjórnar, Valgarður Stefánsson; Sindri h.f. kolsýruvinnsla, forstjóri Egill Sigurðs- son; Amaró, nærfatagerð, forstj. Skarphéðinn Ásgeirsson; J. K. Havsteen & Co. dúkaverksm. forstj. Vigfús Þ. Jónsson; Iðja, amboðagerð, for- stjóri Lárus Björnsson; Leikföng, forstj. Leifur Ásgeirsson; Verksmiðjan Drífa, forstj. Otto Páls- son; Bernhard Laxdal, klæðaverksmiðja; Ofna- smiðja, Steindórs H. Steindórssonar; Netagerð Aureyrar, forstj. Óli Konráðsson; J. S. Kvaran, skóverksmiðja, forstjóri Jakob S. Kvaran; öl- og gosdrykkir h.f. forstj. Marinó Stefánsson, I stjórn félagsins voru kosnir: Vigfús Þ. Jónsson, formaður; Egill Sigurðsson, ritari og Skarphéðinn Ásgeirsson, gjaldkeri. Til vai’a: Valgarður Stefánsson, Jakob S. Kvaran. Leifur Ásgeirsson. Með stofnun Iðnrekendafélags Akureyrar hef- ur Félagi ísl. iðnrekenda veizt öflugur styrkur og er nú svo komið að næstum allar verksmiðj- ur á landinu, sem ekki eru í opinberri eign, eru innan vébanda F. I. I. Með slíkum samtökum er loks skapaður grundvöllur til þess að þing og stjórn veiti innlendri iðnaðarframleiðslu verð- uga athygli og viðux’kenni þýðingu verksmiðju- iðnaðarins fyrir íslenzkan þjóðai’búskap. Enda mun ekki langt að bíða að þjóð og þing skynji betur en áður, hvers virði það er að geta full- unnið nauðsynjavörur í landinu, sem ella væru ófáanlegar eða kostuðu offjár í erlendum gjald- Tekjur hins opinbera af sælgætis- oi og gos- drykkjagerð, nema árlega um 5 milj. króna Sumir hafa við orð, að óþarft sé að framleiða sælgæti og gosdrykki í landinu og að betur væri gjaldeyrinum varið til einhvers annars, en til hi’áefnis handa slíkum iðnaði. Þeir hinir sömu hljóta að vera óánægðir við þá ráðamenn í gjaldeyris- og innflutningsmálum, sem leyfðu innflutning á allskonar tilbúnu sælgæti fram til yfirstandandi árs. Skrifstofa F. I. I. hefur nýlega i samráði við nokkra sælgætis- og gosdrykkjaframleiðendur gert athuganir á því hvaða tekjur hið opinbera fær árlega af sælgætis- öl- og gosdrykkjafram- leiðslunni innanlands, miðað við fi’amleiðslu ár- anna 1945 og 1946 og núgildandi tollalög. Athugun þessi leiddi í ljós að fi’amleiðslutoll- ar, aðflutningstollar, skattar og útsvör verk- smiðja þessara nemur árlega um 5 milljónum króna. Mun það smáræði í gjaldeyri, sem árlega er látið af hendi rakna fyrir hráefnum til þessa iðnaðar, betur skila arði til hins opinbera en margt annað, sem meiri gjaldeyi’i er varið til. Sælgæti og gosdrykkir eru viðurkenndir nauð- synlegir hlutir í skemmtiferðalögum og munu engar nefndir eða ráð fá breytt smekk manna í þessu efni, þó að gjaldeyrii’inn þverri. Eða hvort horfir til meiri hollustu fyrir æsku- lýðinn í landinu að hætt sé að framleiða hér sælgæti og gosdrykki til hressingar, en áfengis- framleiðslan aukin með hverjum degi sem líður? Þingtíðindi níunda iönþingsins koma í næsta hefti, sem er í prentun. eyri. Samtök iðnrekenda munu fylgjast af alhug með þeim málum, er iðnaðinn varða og eru á baugi hjá þingi og stjórn á hverjum tíma. Munu þau leggja fram krafta sína til þess að hver iðn- rekandi á landinu, sem ekki vinnur atvinnuveg- inum og samtökunum tjón, með því að standa utan þeirra, geti starfað á heilbrigðum grund- velli, íslenzkum iðnaði og íslenzkri þjóð til heið- urs og farsældar. P. S. P. 79

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.