Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 32

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 32
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 minnzt á í sambandi við fundarhöldin, er eitt hið merki- legasta sjóminjasafn í heimi. Þar er mjög fullkomið fiskasafn, og margir stórir nytjafiskar aldir i glerker- um. Fundahöldum var nú lokið, og næsti dagur, 4. júní, notaður til að skoða skipasmíðastöðvar í námd við Gauta- borg: J. W. Bergs og Petter Pettersons, Hállso, Sigvald Carlsson, Knipla og Ringens Bátvarv Marstrand, sem all- ar hafa smíðað mikið a£ skipum fyrir Islendinga. I Marstrand er einnig járnskipasmiðastöð og þar smíð- aðir björgunarbátar úr stáli og alúmíni. — Alúmín- bátarnir voru hnoðaðir en stálbátarnir rafsoðnir. Geta þeir reist sig sjálfir og höfðu vatnsþétt skýli að framan og aftan, en í botni bátanna er drykkjarvatn og vistir. Bátarnir eru 7 metra langir, vega 2500 kg. tómir, 3625 kg. með vistum og 5725 með 28 mönnum. Verðið er 17500,00 sv. kr. Opinn bátur af sömu gerð kostar 13500 sv. kr. og vegur 1900.00 kg. 1 Marstrand var haldið skilnaðarsamsæti og þar flutt- ar nokkrar kveðjuræður með árnaðaróskum um velferð Norðurlanda og samvinnu þeirra. Var svo haldið til Gautaborgar í bílum. Skildu þar leiðir, og skipasmiðaráðstefnu Norðurlanda var lokið. Daginn eftir vorum við Islendingarnir boðnir til Einars og Gunnars Johanssonar í Djúpvík. Þeir bræður og faðir þeirra, sem nú er látinn, smíðuðu ísfirzku bátana „Gunn- björn“ og „Auðbjörn“ 1929. Hafa þeir reynzt happaskip. Siðan hafa þeir bræður smíðað ótal skip fyrir Islendinga. Þar var bátur Jóns Bjarnasonar frá Ánanaustum í smið- um, næstum því tilbúinn. Næsti dagur var notaður til að kveðja þá, sem höfðu boðið okkur á skipasmíðafundinn og á ýmsan hátt greitt götu okkar, og 7. júní var lagt af stað til Kaupmanna- hafnar. Á mánudagsmorgun mættum við allir í anddyrinu á Helsingör Skibsværft. Er þetta næst elsta stálskipasmiða- stöðin í Danmörku, sem hefir ávallt haft dugandi fram- kvæmdastjóra, og staðist aliar ,,kreppur.“ Nokkrir stór- brunar hafa stöðvað reksturinn, en í staðinn komið ný hús og vélar af beztu gerð. Helsingör Tekniske Skole er stofnaður af fyrirtækinu og úrval nemenda hefur oft lent hjá því. Af 20 þúsund íbúum Helsingjaeyrar vinna 2400 á skipasmíðastöðinni, svo að þessi atvinnurekst ur er mikils virði fyrir bæjarfélagið. Helsingör Skibs- værft má telja með allra sjálfstæðustu og óháðustu skipasmíðastöðvum. Þar er svo að segja allt smíðað til skipa, vélar og annar útbúnaður. Efnið er notað til hins ítrasta. Nýjar plötur eru t. d. gerðar úr öllum afklipp- um. Þar vinna 2 íslendingar og var annar þeirra leiðsögu- maður okkar. Fyrst var skoðað hið nýsmíðaða Græn- landsfar, sem er næst stærsta tréskip, sem Danir hafa byggt. Verið var að setja i það vélarnar, stálhús á þil- farið og innrétta íbúðir. Var þar maður í hverjum krók og kima, því að skipið á að sigla til Grænlands síðari hluta sumars. Allt er rammlega gert, til þess að bjóða grænlenska ísnum birginn. Hér var margt að skoða: 2 þurrkvíar, skipabraut og mörg skip i smíðum, á ýmsu stigi. Bandaloftið er stórt trégólf, þar sem böndin og annað er teiknað í fullri stærð, tekið mál af plötum og vinklum, og merkt fyrir götum svo nákvæmlega að allt passi. Virðist kraftaverk að þetta skuli vera hægt á plötum, sem bognar eru á tvo vegu. Vélaverkstæðið er ekkert smásmíði. Þar var verið að reyna 3200 hesta diesel vél, sem fara átti í nýtt skip eftir nokkra daga. Næsta vél var í smíðum, bráðlega tilbúin að feta í fótspor þeirrar fyrri. Svona mætti lengi telja. Þá var steypusmiðjan, nýsteyptir stálklumpar á öðrum stað, akkeri og fleira. Járnsmiðjur, trésmíða- verkstæði og ótal fleiri greinar. Talið er að 20 mismun- andi starfsgreinar þurfi til að smíða nýtísku skip. Að lok- inni skoðun var okkur boðið til hádegisverðar og vor- um við þakklátir fyrir velvild og gestrisni. Var svo Kronborg skoðuð og sjóminjasafnið. íslendingurinn, sem með okkur var, bauð okkur heim. Var á eftir farið heim til landans, sem sýndi okkur skipa- smíðastöðina, og þar séð kvikmynd af íslenzku atvinnu- lífi. Myndin er sýnd sem aukamynd í Danmörku og var tekin hér síðastliðið sumar. Vinnubrögð um borð í tog- ara vekja mesta athygli í Danmörku, enda er sá þáttur- inn tilkomumestur. Snemma næsta dag var farið til Frederiksund. Þar er útibú frá Helsingör Skibsværft í Gautaborg. Var beðið um leyfi til að skoða skipasmíðastöðina. Tók ingeniör Pedersen, forstjóri, vel á móti okkur og sýndi okkur mörg skip í smíðum, og „bólið" sem Grænlandsfarið reis úr. Er hér myndarskapur á mörgu umfram það, sem við höfum áður séð. Mörg skip hafa verið smíðuð hér handa íslendingum. Lokadaginn, miðvikudaginn 11. júní mættum við hjá Dagmarhúsi í Khöfn kl. 8,30, og flugum frá Kastrup flugvelli kl. 9,40. Veður var bjart, en nokkur mótvindur. Við kveðjum hina Þöglu og dulu Kaupmannahafnarbúa. Þeir fyrrum glöðu og bjartsýnu finnst mér vera horfnir. Útsýni var ágætt yfir eyjar og sund. Danmörk er enn- þá hið „broshýra land“. Við höfðum viðdvöl í Prestwick. Kvöddumst kl. 8 síð- degis á Reykjavíkurflugvellinum, allir ánægðir með förina. Sérstaklega er ég ferðafélögum mínum þakklát- ur fyrir góða samvinnu um tilhögun ferðarinnar. Reykjavík á Jónsmessu 19Jt7 BárÖur G. Tómasson. Ritstjórar: Sveinbjörn Jónsson, pósth. 491, sími 2986, og Páll S. Pálsson, Laugaveg 10 (skrifstofa), sími 5730. Prentstaður: Herbertsprent, Bankastræti 3, sími 3635. Afgreiðslu ritsins annast skrifstofa Lands- sambands iðnaSarmanna, Kirkjuhvoli, sími 5363. AfgreiSsla auglýsinga er lijá Félagi ísl. iSnrekenda, Laugaveg 10, sími 5730. 96

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.