Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 14
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Þingskjal um iðnaðarmálefni Frumvarp Gísla Jónssonar alþm. um iðnaðarmálastjóra og framleiðsluráð Þess hefur áður verið getið hér í ritinu, er Landssamband iðnaðarmanna og Félag ísl. iðn- rekenda bauð Alþingismönnum á s.l. vetri að skoða nokkrar verksmiðjur og iðnfyrirtæki i Reykjavík og Hafnarfirði. Enginn vafi er á því, að þingmenn undu heim- sóknunum vel og margir þeirra höfðu við orð að boði loknu, að þeir mundu gefa iðnaðinum meiri gaum eftir en áður. Lítið hefur reynt á skilning þingheims á mál- efnum iðnaðarins frá því er þetta skeði og þang- að til nú á haustþinginu, er fram kom lagafrum- varp um málefni iðnaðarins. Nefnist það frum- varp til laga um iðnaðarmálastjóra og fram- leiðsluráð, flutt af Gísla Jónssyni, þingmanni Barðstrendinga, en Gísli hefur, sem kunnugt er, rekið niðursuðuverksmiðju á Bíldudal, og er því af eigin reynslu vel kunnur íslenzkri iðnaðar- framleiðslu. Á nú eftir að sannast hvern hug alþingismenn bera í garð íslenzks iðnaðar, eftir þeirri meðferð, sem frumvarpið kann að hljóta á þinginu. Víst má svo vera, að frumvarpið þurfi ýmissa endurbóta við, en meginhugsun þess er að skapa iðnaðinum sess við hlið landbúnaðar og sjávarútvegs sem þýðingarmiklum atvinnu- vegi þjóðarinnar, og verður að segja að iðnrek- endur og iðnaðarmenn hafi hingað til lengi og árangurslaust vænzt siíkrar viðurkenningar af löggjafarþinginu. Félag ísl. iðnrekenda hefur þegar á almennum félagsfundi, lofað þá viðurkenningu, sem felst í frumvarpinu og greinargerð þess á þýðingu og þörfum íslenzks iðnaðar, en fyrir þá lesendur Iðnaðarritsins, sem ekki hafa haft tækifæri til þess að kynnast þessu máli af eigin raun, viljum vér birta hér á eftir óbreytta greinargerð frum- varpsins. Greinargerð: Allt frá því að Island byggðist og fram í lok síðustu aldar er landbúnaðurinn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Það var því engin tilviljun, að þegar hafizt var handa 80 um viðreisn um miðja öldina sem leið, eftir margra alda vesaldóm, er jafnframt hafizt handa um að efla þennan atvinnuveg á skipulagðan hátt. Ekkert annað var eðlilegra og sjálfsagðara. Menning landsins er svo samgróin þessum aldagamla atvinnuvegi, að yrði hann ekki treystur svo sem föng voru á, hlaut menning lands- ins sjálf að bíða óbætandi hnekki. Þessi staðreynd hefur jafnan siðan verið löggjafanum fujlljós, og því er það, að enginn ágreiningur er um það, að ríkissjóður skuli eftir megni standa undir árleguum kostnaði af búnaðarfélög- um, búnaðarþingum, búnaðarmálastjóra, landnámsstjóra og margvíslegri tilraunastarfsemi í þágu búnaðarmála, auk fjölda styrkja til búnaðarframkvæmda. Fyrir breyttar aðstæður og meiri þekkingu á atvinnu- málum urðu svo stórstígar framkvæmdir á þessari öld í sjávarútvegi landsmanna, að hér hefur skapazt annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, enn umfangsmeiri og enn stórbrotnari en landbúnaðurinn. Er nú svo komið, að á honum veltur allt um það, hvort landið hefur nægan erlendan gjaldeyri til þess að geta lifað menningarlífi á borð við aðrar þjóðir. Þessi staðreynd hefur einnig verið viðurkennd af löggjafanum, og því er enginn á- greiningur um það, að ríkissjóði beri að standa undir árlegum kostnaði af fiskifélögum, fiskiþingum, fiski- málastjóra og margvíslegri tilraunastarfsemi í þágu fisk- veiðanna, auk fjölda styrkja til sjávarútvegsmála. I kjölíar þeirra margvíslegu möguleika, sem þessi at- vinnuvegur ýmist skapaði eða bjó yfir, kom þróun iðn- aðarins. M. a. hin stórkostlegu fiskiðjuver, svo sem síld- arverksmiðjur, frystihús, lýsisvinnslustöðvar, niðursuðu- verksmiðjur o. fl. Og nú er svo komið að hér hefur risið upp þriðji aðalatvinnuvegur þjóðarinnar: iðnaðurinn. Það er alveg ljóst, að þessi atvinnuvegur er engu þýð- ingarminni fyrir afkomu og menningu þjóðarinnar en bæði landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn, enda alveg víst að því öflugri sem hann er gerður því traustari reyn- ast hinir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar, vegna þess að hráefni þeirra og afurðir verða fyrir atbeina iðnaðarins gerð jafnan margfallt verðmeiri og auðseldari. Þessi at- vinnuvegur hefur þó ekki enn mætt sama skilningi af hálfu löggjafans eða notið sama fjárhagslega styrks eins og hinir aðalatvinnuvegirnir, sem m. a. kann nokkuð að stafa af því hve ungur hann er enn. Málum hans hefur ekki enn verið komið fyrir á sama hátt og málum hinna. En úr því er þessu frv. sem hér er borið fram ætlað að bæta. Fyrsti kafli frv. er um stjórn iðnaðarmálanna. Er þar lagt til að skipaður sé sérstakur iðnaðarmálastjóri, og er það i samræmi við fyrirkomulag um stjórn búnaðar-

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.