Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 25
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Frá Iðnemasambandi íslands 1 öllum dagblöðum Reykjavikur og útvarpinu aug- lýsti sambandið eftiríarandi: „Iðnnemar og meistarar í iðnaði. Að gefnu tilefni vill stjórn Iðnnemasambands Islands tilkynna hér með, að samkv. 108. gr. laga um almanna- tryggingar þá ber iðnmeistara að greiða tryggingargjöld fyrir nemendur sína. Þessu til staðfestingar birtum við 108. gr. umræddra laga. 108. gr. „Meistarar í iðnaði og stofnanir, er veita verklega kennslu, skulu greiða iðgjöld fyrir nema sína, og er ó- heimilt að draga iðgjöldin frá kaupi þeirra.“ Þetta eru iðnnemar og meistarar í iðnaði beðnir að athuga. Stjórn Iðnnemasambandsins." Mér fannst þetta harla einkennileg auglýsing og mun fleirum hafa þótt svo. Hún verður naumast öðruvísi skilin en að talsverð brögð séu að því að meistarar neiti að greiða lögboðin tryggingargjöld. En þvi ekki bara að minna menn, meistara, nemendur og aðstandendur þeirra á að lesa útdrátt úr iðnaðarnámslögunum sem heft eru inn i hvert eintak námssamninga? Þar standa skýrt skráðar skyldur meistara og nemenda hvors til annars. Nú hefur borist eftirfarandi bréf til birtingar frá stjórn sambandsins: Reykjavílc, 3. október 19J/7 Iðnaðarritið, Reykjavík. Þar sem fram hefur komið misskilningur út af aug- lýsingu stjórnar Iðnnemasambands íslands, sem birtist í dagblöðum Rvík. þann 20. f. m., þá vill stjórn Iðnnema- sambandsins hér með skýra tilefni þessara auglýsingar, sem var það að fjöldi iðnnema og einnig nokkurir meist- arar og aðrir hafa óskað upplýsinga hjá Iðnnemasam- bandinu varðandi það hvort meistarinn eða nemandinn sjálfur eigi að greiða iðgjöld varðandi lög um almanna- tryggingar. Þá vill stjórn Iðnnemasambandsins einnig taka það skýrt fram að tilefni þessarar auglýsingar var á engan veg það að sambandinu hafi á nokkurn hátt verið sendar kvartanir um að meistarar neituðu að greiða nefnd iðgjöld. Stjórn Iðnnemasambandsins væntir þess að meistarar og aðrir skilji af þessu hver tilgangur sambandstjórn- arinnar hefur verið með umgetinni auglýsingu. Mað þakklæti fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, /. h. IÐNNEMASAMBAND ISLANDS Siguröur GuÖgeirsson. Ámundi Sveinsson. Ennfremur hefur borist eftirfarandi frá þingi sam- bandsins: Fimmta þing Iðnnemasambands Islands var haldið í Reykjavík, dagana 20. til 22. sept. s.l. Þingið sátu 65 full- trúar frá 20 sambandsfélögum. I þinglok var kjörin sambandsstjórn fyrir næsta starfs- ár og er hún þannig skipuð: Formaður: endurkjörinn Sigurður Guðgeirsson, prentnemi, varaformaður: Á- mundi Sveinsson, járniðnaðarnemi, ritari: Alfreð Sæ- mundsson, húsasmíðanemi, gjaldkeri: Sigurður Á. Björns- son, málaranemi, meðstjórnandi: Egill Egilsson, húsa- smíðanemi I Hafnarfirði. Þingið tók til meðferðar hagsmuna-, fræðslu-, og menningarmál iðnnema. Auk þess gerði þingið ýmsar ályktanir um sérmál sambandsins. Fara hér á eftir helztu samþykktir þingsins: „5. þing I. N. S. 1. lýsir þvi yfir sem skoðun sinni að aðgerðir sambandsstjórnar varðandi meðferð Alþingis á frumvarpi því til laga um iðnfræðslu og frumvarpi til laga um iðnskóla í sveitum og Alþingi hafði til meðferðar á síðasta þingi, sé algerlega í samræmi við vilja samtak- anna og felur væntanlegri sambandsstjórn að vinna á sama grundvelli að þessum málum". ,,5. þing I. N. S. 1. skorar á iðnfulltrúa að þeir veiti engar undanþágur í sambandi við undirritun námssamn- inga hvað aldurstakmark snertir. Einnig skorar þingið á prófnefndir í iðnaði og iðnaðarmálaráðuneytið að ekki verði gefnar undanþágur hvað sveinspróf snertir". Þar sem sannfréttzt hefur að Fjárhagsráð hefur neitað að veita fjárfestingarleyfi fyrir hinni nýju Iðnskóla- byggingu,*) vill 5. þing I. N. S. í. beina þeirri áskorun sinni til ráðsins að það endurskoði þessa ákvörðun sína og veiti umbeðið fjárfestingarleyfi nú þegar. Vill þing- ið í þessu sambandi benda ráðinu á, að þótt skólamál iðnnema í Reykjavík hafi átt við mikla erfiðleika að striða á undanförnum árum, þá hefur ástandið í þeim málum aldrei verið verra en nú, þar sem fyrirsjáanlegt er að ekki verður liægt að koma öllum þeim fjölda fyrir sem sótt hefur um skólavist. 5. þing I. N. S. I. vill með tilliti til eftirfarandi sam- þykktar frá fjórða þingi sambandsins, beina þeirri á- skorun til háttv. iðnaðarmálaráðherra, að hann skipi nefnd manna til að endurskoða reglugerð um iðnaðar- nám samkv. lögum nr. 100. 11. júni 1938. Ennfremur bein- ir þingið þeim tilmælum til ráðherrans að hann gefi Iðnnemasambandinu kost á að tilnefna mann í nefndina. *) Þetta er misskilningur, segir formaður skólabygg- ingarinnar mér. Fjárhagsráð hefur ekki synjað um fjár- festingarleyfið, það hefir hinsvegar ekki séð fært, enn sem komið er, að veita leyfið. 91

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.