Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 29
Iðnaðarritið 7. - 8. XX. 1947 Ráðstefna skipasmiða í Gantaborg 1.-4. júni 1947 Síðastliðinn vetur var þessi ráðstefna undir- búin. Fiskifélag Islands skrifaði öllum skipr - smíðastöðvum hér á landi, bauðst til að leggja til fararstjóra og spurðist fyrir um þátttöku. Seint í maí fóru þátttakendur flugleiðis í tvennu lagi um Kaupmannahöfn. Bárður G. Tómasson var fararstjóri. Gekk ferðalagið greið- lega í yndislegu veðri og var margt skoðað og séð, áður en sameinast var til hinnar eiginlegu ráðstefnu í Gautaborg. Bárður hefur sent Fiski- félaginu ýtarlega skýrslu um förina. Ráðstefnan var í alla staði hin merkasta og ætti að verða öflugur þáttur í framtíðar samstarfi Norður- landa. Hér fara á eftir nokkur atriði úr ferða- sögu Bárðar, og skýrsla hans um ráðstefnuna, nokkuð stytt. Það var fyrirfram ákveðið, að við skyldum skoða skipslíkanasafn herskipasmíðastöðvarinnar dönsku. 1 stríðsbyrjun var það flutt til Hilleröd, á miðju Sjálandi, og komið fyrir í hinni dásamlegu Frecjeriksborgarhöll. Skipslíkanasafnið vakti að sjálfsögðu mesta athygli okk- ar skipasmiðanna en auk þess er höllin og kirkjan eitt hið allra mesta skrauthýsi, sem ég hefi séð. Kona hallar- kirkjuprófastsins er íslenzk. Þegar við vorum búnir að skoða höllina, buðu þau hjónin okkur heim á prófasts- setrið, sem er stórmannlegur bústaður, byggður um 1630, en þá var hallarkirkjunni lokið. I Kronborg, sem stendur á Helsingjaeyrarodda, er sjó- minjasafn Dana, og tekur það mestan hluta þessarar stóru og söguríku virkishallar. Má telja að safninu hæfi vel þessi stóru húsakynni. Þótt ekki sé eins mikið skraut innan veggja og í mörgum öðrum höllum, ber hið ytra útlit vott um forna byggingaríist og stórveldi Dana. Safnið er hvorttveggja í senn, sýning á þróun skipa- smíðarinnar frá því er skip voru riðuð úr tágum og klædd með húðum, til vorra daga stálskipa með nýtísku diesel vélum. Hlutar eru sýndir, svo að séð verði hvernig skip- in voru gerð, og jafnframt eru smíðatólin sýnd, sem notuð voru. Maður sér næstum hendur skipasmiðanna læsa sig um axarsköftin. Þau eru núin undan föstum handtökum og hrjúfum lófum. Hinsvegar er safnið sýn- m l | ’ 1 f.J m J |; |_f _ r: | Islenzku þátttakendurnir í skiyasmíöamótinu 1. júní 1.9.',7 Frá vinstri: Jón örn Jónsson, Rúnólfur Jóhannsson, Har- aldur Guönmndsson, Arnór Quómundsson, Einar Sigurös- son, BárÖur G. Tómasson, Egill Þorfinnsson, Kjartan Einarsson, Gunnar Jónsson. Olaf Sigurðsson vantar á myndina. ing á sjóveldi Dana, og hve víða þeir áttu hagsmuna að gæta, í Asíu, Afríku og Ameríku. Til Trollháttan frá Gautaborg er klukkustundar ferð með járnbraut. Bærinn var að mestu byggður á árunum 1910, þegar rafmagnsstöðin var reist. Þar eru nú 21 þúsund íbúar, og stærsta rafstöð Svíþjóðar, 300.000 hest- öfl, fullgerð 1911. Viðbótarvirkjun var byggð á stríðs- árunum, 130.000 hestöfl. Mestur hluti sænskra járn- brauta, iðjuvera, eldavéla og saumavéla er knúið með hinni miklu orku frá Trollháttan. — Umhverfið allt minnir á tröllaheima. Gamli árfarvegurinn er þurr. Þar eru núnar klappir eftir þúsund ára starf Gautelf- unnar alla tíð frá þvi er hún bar fram jökulruðning skriðjöklanna fyrir 9 þúsund árum. Sænskir hugvits- menn og verkfræðingar hafa stíflað þessa miklu elfu og veitt henni í nýjan farveg. Stíflan er þó ekki nema lítill hluti af virkjuninni. 1 henni miðri, vatnsmegin, rís „Strömkarlen“, risavaxin karlmannsmynd höggvin út 93

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.