Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1947, Blaðsíða 22
Iðnaðarritið 7. - 8. XA'. 1947 Raftækjaverksmiðjan h.f. 10 ára Hinn 29. október s.l. voru 10 ár liðin síðan Raftækja- verksmiðjan h.f. í Hafnarfirði hóf sölij á framleiðslu- vörum verksmiðjunnar. Stjórn verksmiðjunnar bauð við það tækifæri, Fjár- hagsráði, Viðskiptanefnd, bankastj. Landsbankans og Ot- vegsbankans, rafmagnsstj., raforkumálastj. fréttam. blaða og útvarps, formanni Landssambands iðnaðarmanna, for- manni og framkvæmdastjóra Félags ísl. iðnrekenda 0. fl. að skoða verksmiðjuna og framleiðslu hennar. Gestir voru alls um 50, og veitti formaður félagsstjórn- ar, Emil Jónsson ráðherra, þeim móttöku með stuttri ræðu. Að þvi loknu var gengið um hin reisulegu salar- kynni verksmiðjunnar. Þar gat að líta smíði og sam- setningu eldavéla, stórra og smárra, hitunartækja alls- konar, þvottapotta o. fl. Verksmiðjan hefur miklum og margvíslegum vélum á að skipa og 46 starfsmönnum. Að lokinni skoðun verksmiðjunnar voru gestum boðnar hressingar í kaffisal og á skrifstofunni á efri hæð verk- smiðjunnar. Skorti þar ekki góðar veitingar né ræður. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, Axel Kristjánsson Úr skýrslum formanna iðnsambandanna mætti benda á nokkur atriði. DANMÖRK. Þar höfðu erfiðleikar handiðnaðarins og smá- iðju ekki verið eins miklir og vænta mátti á stríðsárunum og danskur iðnaður stæði nú bet- ur að vígi en í stríðsbyrjun. Aftur á móti væru nú framundan erfiðleikar vegna efnis- og vinnu- fólkseklu, hækkandi kaupgjalds og óvissu í pen- ingamálum. FINNLAND: Fulltrúinn þaðan lýsti erfiðleikum þeirra í tveimur styrjöldum og áhrifum þeirra á allt f jár- hags og atvinnulíf landsins, skýrði ennfremur frá því sem gjört hafði verið til þess að bæta aðstöðu handiðnarins og smáiðju og gjörði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hefðu á skipu- /agi sambandsins. Miklum erfiðleikum veldur að stóriðjan dreg- ur til sín unga fólkið. NOREGUR Fulltrúinn þaðan taldi að þegar undanskilið er tímabilið sem nazistastjórnin var í landinu, hefði norska sambandið tekið örum vexti síðan 1938 og væri nú fjölmennara en nokkru sinni áður. 88 SVÍÞJÓÐ: Sænskur handiðnaður og smáiðja hafði ekki átt við sambærilega örðugleika að stríða og voru í nágrannalöndunum. Helzt væri nú skort- ur á verkafólki og efni. Sænska sambandið er f jölmennt og nýtur vax- andi álits og skilnings stjórnarvaldanna. ISLAND: Fulltrúi okkar lýsti þeirri þróun, sem orðið hefur hér á landi í handiðnaðinum og iðju á stríðsárunum. Gat um ýms eftirtektarverð atriði í iðnlöggjöf okkar. Minntist á bygginu iðnskóla- húss og iðnaðarmannahúss o. fl. Þetta er í fáum dráttum það, sem þingið hafði til meðferðar. 1 sambandi við þingið voru veizlu- höld nokkur og fulltrúar skoðuðu listiðnaðar- sýningu er þá stóð yfir, einnig var skoðuð ráð- húsbyggingin og iðnskólahúsið. Nú nýlega er komið út allmyndarlegt rit um þingið á sænsku, 134 bls. og geta menn fengið það hjá skrifstofu Landssambandsins. — Þar er ítarlega sagt frá öllu, erindum og umræð- um, samþykktum og nefndarskipunum. I lok þingsins tók formaður finska iðnsam- bandsins: Ing. Kari Reerpaa við formennsku nor- ræna iðnaðarsambandsins og sér um næsta þing sem halda á í Finnlandi 1951 eða fyrr, ef ástæða þykir til. Gestrisni Svíanna fannst öllum framúrskar- andi. Sig. Guömundsson.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.