Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Page 7
Iðnþróunarróð
Seint ;i s.l. ári skipaði iðnaðarmálaráð-
herra Iðnþróunarráð, sem skal vera iðn-
aðarmálaráðuneytinu til styrktar um með-
efrð meiri háttar mála, er snerta iðnþró-
un landsins. í ráðinu eru 13 fulltrúar.
Iðnaðarmálaráðherra er formaður þess, 9
samtök og stofnanir iðnaðarins tilnefna
fulltrúa og frá iðnaðarmálaráðuneytinu
eru 3 fulltrúar.
Ráðið hefur haldið nokkra fundi á
undanförnum mánuðum og hefur þar
m. a. verið rætt um stálskipasmiðar, sam-
runa og samstarf iðnfyrirtækja, sútun o. fl.
Fulltrúi Landssambands iðnaðarmanna
í ráðinu er Bragi Hannesson, bankastjóri.
E F N I
Endurnvjun litlu fiskiskipanna ...... 7
Iðnaðarmannafélagið i Reykjavík
100 ára ........................... 8
Ra ða iðnaðarmálaráðherra............ 15
Iðnaðarmannafélagið 1867—1967 ........ 16
Starfsemi Lánastofnana iðnaðarins 1966 19
Visnaþátturinn ....................... 23
Óskar Smith 70 ára .................. 25
Styrktarsjóður iðnaðarmanna .......... 27
Ingólfur Finnbogason (Ræða).......... 29
Bílasmiðjan 25 ára................... 33
Kynnisför til Norðurlanda ........... 40
Samband hárgreiðslu- og hárskera-
meistara stofnað................... 43
ForsiÖumyndin er af keðju þeirri, sem
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík færði
borgarstjóra Reykjavíkur í tilefni af 100
ára afmæli félagsins.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Útgejandi:
1ANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA
Iðnaðarbankahúsinu, Reykjavík
Pósthólf 102 . Sími 15363
Ritstjóri:
OTTOSCHOPKA
l’RENTSMIÐJAN HÓLAR H-F
TÍMARIT 1ÖNAÐARMANNA
Endurnýjun litlu fískískípanna
Nýlega fór Félag islenzkra dráttarbrautareigenda þess á leit við
sjávarútvegsmálaráðuneytið og iðnaðarmálaráðuneytið, að gerð
yrði athugun á því hvaða skipastœrð, gerð og tœkniútbúnaður
mundi bezt henta framtíðarverkefnum við öflun hráefnis fyrir
fiskiðnaðinn.
Eins og kunnugt er hefur megináherzlan á undanförnum árum
verið lögð á byggingu stórra fiskiskiþa, sem einkum liafa verið
œtluð til sildveiða. Endurnýjun lítilla fiskiskipa hefur hins vegar
að rniklu leyti setið á hakanum en stór skörð verið höggvin í þann
flota, m. a. af völdum bráðafúa. Þessir bátar gegna þó afar þýðing-
armiklu hlutverki og eru máttarstólpar atvinnulífs í fjölmörgum
útgerðarbœjurn um allt land.
Nú virðist vera að vakna á ný áhugi hjá útgerðarmönnum á
endurnýjun þessa hluta bátaflotans og hefur smiði nokkurra báta,
30—50 lesta, verið boðin út nýlega. Þegar er Ijóst, að íslenzku
skipasmiðastöðvarnar eru ekki sarnkepþnisfœrar við t. d. norskar
stöðvar um verð, og liggja til þess ýmsar orsakir. Verðlag lrér á
landi hefur hœkkað nokkru örar en i nágrannalöndunum á undan-
förnum árum og margir innlendir kostnaðarliðir eru þvi hcerri
hér en erlendis. Þá má cetla, að nokkru fleiri vinnustundir pr.
rúmlest þurfi hér á landi en erlendis, þvi að islenzku stöðvarnar
hafa yfirleilt ekki enn byggt. upp þá aðstöðu, sem erlendir keppi-
nautor liafa að j)ví er varðar húsakost og tœkniútbúnað. Þessi
munur verður þó sennilega fljótiega úr sögunni, þegar islenzku
stöðvarnar hafa lokið þeirri uppbyggmgu, sem nú fer fram, og
hafa tekið upp hina fullkomjutstu tœkni á öllum sviðum. Enn-
fremur liggur það Ijóst fyrir, að íslenzku stöðvarnar verða að
greiða talsvert hcerra verð fyrir vélar og ýmis tceki í skiþin en er-
lendar stöðvar bjóða, og það jafnvel þótt. tekið sé tillit til lollend-
urgreiðslunnar, sem islenzku stöðvarnar fá. Vafalaust gœtu is-
lenzku stöðvarnar scett betri kjörum ef sameinazt vœri um inn-
kaup, en til þess að það sé hagkvcemt þarf að smiða skiþin eftir
fyrirframgerðri ácetlun og staðla útbúnað þeirra að einhverju
leyli.
Ýmis önnur atriði hafa áhrif á samkeppnishœfni íslenzku stöðv-
anna og ber brýna nauðsyn til þess að finna leiðir til þess að gera
þccr samkeþpnisfcerar við stöðvar í nágrannalöndunum.
Allir cettu að geta verið sammála um, að takmarkið er, að end-
urnýjun fiskiskipaflotans fari fram hér á landi, verði unnin af ís-
lenzkum skipasmiðum í íslenzkum skipasmíðastöðvum.
Stálskipasmíði
Mikil uppbygging liefur átt sér stað á undanförnum árum i
stálskipasmiði hér á landi og nú er hér fyrir hendi aðstaða til þess
að smiða allt að 2000 lesta skip. En þessar stöðvar geta þvi aðeins
smiðað skipin á samkeppnisfceru verði við erlenda keppinauta, að
afkastageta þeirra sé fullnýtt og þau hafi alltaf nœg verkefni fyrir
hendi. Þœr aðstceður eru þvi miður eklú fyrir liendi núna. Engin
af islenzku stálskipasmiðastöðvunum hefur samning um verkefni,
þegar lokið er smíði þeirra skipa, sem nú er unnið við. Framtið
Framh. á bls. 13.
7