Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 8
Iðnaðarmannafélagið f Ruykjavfk 100 ára
Aldarafmælis Iðnaðarmannafélagsins í Reykja-
vík h. 3. febrúar s.l. var minnst á margvíslegan
liátt, glæsilega og eftirminnilega. Sérstök hátíða-
nefnd starfaði að undirbúningi hátíðarhaldanna
allt frá síðasta vori, en í henni áttu sæti þeir
Kristján Skagfjörð, múrarameistari, form., Gísli
Olafsson, bakarameistari, Sigurbjörn Guðjóns-
son, húsasmíðam., Sæmundur Sigurðsson, málara-
meistari og Þór Sandholt, skólastjóri. Ennfremur
hafði stjórn félagsins bæði veg og vanda af undir-
búningi hátíðahaldanna eins og fram kemur m. a.
í því, að haldnir voru 40 stjórnarfundir á síðasta
starfsári.
Fyrir þrem árum ákvað stjórn félagsins að láta
rita sögu félagsins í tilefni aldarafmælisins og var
til þess fenginn Gísli Jónsson, menntaskólakenn-
ari á Akureyri. Sagan kom út á hundrað ára af-
mælinu, allmikil bók, skreytt fjölda mynda, og
þykir hafa tekizt mjög vel í alla staði og er höf-
undi sínum og útgefendum til sóma í hvívetna.
Hátíðahiildin hófus tmeð því, að laugardaginn
28. janúar 1967 kl. 3.30 e. h. var opnuð sýning í
máli og myndum úr sögu félagsins í samkomusal
Iðnskólans í Reykjavík. Formaður félagsins, Ing-
ólfur Finnbogason, opnaði sýninguna með ræðu,
þar sem hann rakti í stórum dráttum Iielztu at-
riðin í sögu félagsins. Meðal viðstaddra voru for-
seti Islands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, iðnaðarmála-
ráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík auk um
30 annarra boðsgesta. Sjónvarpað var frá athöfn-
inni. Við þetta tækifæri afhenti formaður félags-
ins forseta íslands sögu félagsins í skinnbandi, á-
letraða, ásamt minnispeningi, sem gerður var
vegna afmælisins.
Undirbúning sýningarinnar annaðist sérstök
nefnd, sem sett var á laggirnar í því skyni, en í
henni voru þeir Sigurbjörn Guðjónsson, formað-
ur, Guðbjörn Guðmundsson, prentari, og Helgi
Hallgrímsson, kennari. Nefndinni til aðstoðar við
uppsetningu sýningarinnar var Kjartan Guðjóns-
son, listnrálari. Sýningin var opnuð lyrir almenn-
ing kl. 6 þennan sama dag og síðan opin næstu
daga kl. 5—10 dagiega til 7. febrúar. Á sýningunni
var saga félagsins seld og ennfremur minnispen-
ingur sá, sem félagið lét gera í tilefni afmælisins.
Að kvöldi fimmtudagsins 2. febrúar var flutt
dagskrá í Ríkisútvarpinu úr sögu Iðnaðarmanna-
félagsins. Undirbúning dagskrárinnar og flutning
önnuðust þrír valinkunnir iðnaðarmenn, þeir
Gísli Ólafsson, Guðmundur H. Guðmundsson og
Ingólfur Finnbogason, Jökull Pétursson, málarameistari. Helgi Hermann Eiriksson.
formaður Iðnaðarmannafélagsins.
8 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA