Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 9
Gisli Jónsson, Haraldur Agústsson, kennari, Vigfús Sigurðsson, menntaskólakennari, Akureyri. Reyltjavik. forseti Landssambands iðnaðarmanna. Jökull Pétursson. Lesnir voru kaflar úr sögu fé- lagsins en á milli þátta var flutt tónlist, sem ým- ist var samin eða sungin af iðnaðarmönnum. Afmælisdagurinn, 3. febrúar, rann upp bjartur og fagur, veður var svo stillt og lilýtt ,að minnti á vorveður. Þess er jafnvel getið í fundargerð hátíð- arnefndar, að mælirinn á húsi Almennra trygg- inga hf. í Pósthússtræti hafi sýnt 6 stiga hita. Þennan morgun kl. 10 gengu iðnaðarfélagsmenn á fund borgarstjórans í Reykjavík í húsakynnum borgarráðs. Formaður félagsins hafði orð lyrir hópnum, en hann kvað Jrá vera komna til Jress að afhenda Reykjavíkurborg dálitla gjöf frá Iðnað- armannafélaginu í tilefni 100 ára afmælis Jress. Gjöf þessi var keðja ein mikil úr dýrum málmi, svokölluð borgarstjórakeðja, sem hinn kunni lista- maður Leifur Kaldal hafði gert af miklum hag- leik. Afhenti formaðurinn síðan keðjuna með því að leggja hana á herðar borgarstjóra. Borgar- stjóri Jrakkaði Jressa glæsilegu gjöf og það vinar- Jrel, sem hún bar með sér, með stuttri ræðu. Hann minnti m. a. á, að oft hefði verið náið samstarf milli Iðnaðarmannafélagsins og borgarinnar, t. d. Iiefði sami maður um eitt skeið verið samtímis formaður félagsins og borgarstjóri í Reykjavík, en það var Knud Zimsen. Ennfremur hefði fyrsti skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, Jón Þorláks- son, síðar orðið borgarstjóri. Þá tilkynnti borgar- stjóri í ávarpi sínu, að í tilefni afmælisins hefði borgarráð sett upp ljronsmynd af Jóni Þorláks- syni í húsakynnum sínum. Viðstaddir þessa athöfn voru auk stjórnar og hátíðarnefndar félagsins nokkrir heiðursfélagar, ennfremur Leifur Kaldal, gullsmiður, og Rík- harður Jónsson, myndhöggvari, sem gerði brjóst- myndina af Jóni Þorlákssyni, og borgarráðsmenn og nokkrir æðstu embættismenn borgarinnar. Sjónvarpað var og útvarpað síðar um daginn frá Jnessari athöfn. Að lokinni athöfninni í húsakynnum borgar- ráðs fór stjórn félagsins ásamt skólastjóra Iðnskól- ans í Reykjavík á skrifstofu Landssambands iðn- aðarmanna, þar sem formaður félagsins afhenti skólastjóranum sparisjóðsbók með kr. 50.000.00 sem viðbótarframlag í Verðlaunasjóð Iðnaðar- mannafélagsins við Iðnskólann í Reykjavík, sem stofnaður hafði verið á 90 ára afmæli félagsins. Síðdegis Jrennan dag, kl. 5, hófst móttaka stjórn- ar félagsins á Hótel Sögu, í svokölluðum Bláum sal. Gestir hófu að streyma að eltir kl. 5, prúðbún- ir og sumir skrýddir heiðursmerkjum. Um kl. hálf sex bauð formaður félagsins gesti velkomna og skýrði síðan frá nokkrum ráðstöfunum, sem félagið hafði gert í tilefni dagsins. Auk Jress, sem fram kemur hér að franran, tilkynnti hann, að samjrykkt hefði verið að gera þá Einar Erlendsson, Gísla Olafsson, Guðmund H. Guðmundsson og Ragnar Þórarinsson að heiðursfélögum, og voru tveir þeirra viðstaddir, þeir Gísli og Guðmundur, og afhenti formaðurinn þeim vegleg lieiðursskjöl frá félaginu. Ennfremur skýrði hann frá því, að félagið hefði látið útbúa sérstakt heiðursmerki í tilefni afmælisins og hefði verið skipuð þriggja manna nefnd, sem bæði ákvað stærð og gerð TÍMARIT IÐNAÐARMANNA &

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.