Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Side 11
merkjanna og gerði tillögur um hverjir skyldu
liljóta þau. Afhending merkjanna hafði þegar
farið fram.
Að lokinni ræðu formanns tók formaður hátíð-
arnefndar, Kristján Skagfjörð, við stjórn atliafn-
arinnar. Tóku nú ýmsir gesta til máls og ávörp-
uðu afmælisbarnið og færðu því gjafir.
Fyrstur tók til máis Vigfús Sigurðsson, forseti
Landssambands iðnaðarmanna. Hann flutti
kveðjur og árnaðaróskir frá þeirn samtökum og
afhenti félaginu að gjöf áletraðan silfurdisk með
merki Landssambandsins. Ennfremur ávarpaði
hann félagið í nafni Iðnaðarbanka íslands og af-
henti frá bankanum sérkennilega og mjög vel
gerða bréfpressu.
Formaður Iðnráðs Reykjavíkur, Gísli Ólafsson,
flutti árnaðaróskir frá Iðnráðinu og ennfremur
frá Landssambandi bakarameistara og Bakara-
meistarafélagi Reykjavíkur.
Þór Sandholt ,skólastjóri Iðnskólans í Reykja-
vík, afhenti gjöf frá skólanum, en það voru teikn-
ingar eftir Halldór Pétursson af gamla Iðnskól-
anum við Lækjargötu, innbundnar í fallega
möppu.
Grímur Bjarnason, formaður Meistarasam-
bands byggingamanna, í Reykjavík, flutti kveðj-
ur og góðar óskir frá sambandsfélögum Meistara-
sambandsins og afhenti útskorinn veggskjöld úr
lmotu með mynd af gamla Iðnskólahúsinu.
Skjöldinn gerði Ríkharður Jónsson.
Gunnar Friðriksson, forstjóri, formaður Félags
íslenzkra iðnrekenda, flutti kveðjur irá félagi sínu
og færði Iðnaðarmannafélaginu að gjöf afsteypu
af listaverki Ásmundar Sveinssonar, „Veðurspá-
manninum".
Sigurður Kristinsson, formaður Iðnaðarmanna-
félagsins í Hafnarfirði, færði félaginu að gjöf
skinnmöppu nreð skrautrituðum ávörpum frá
liverri einstakri deild innan félagsins.
Haraldur Ágústsson, kennari við Iðnskólann í
Reykjavík ,færði félaginu ljósmynd af heiðurs-
félagsskjali Jóns Guðmundssonar, sem kjörinn
var heiðursfélagi árið 1877 og var einn at' fyrstu
heiðursfélögum félagsins.
Sveinbjörn Jónsson forstjóri Ofnasmiðjunnar
hf. afhenti litaða ljósmynd af Akureyri og um-
hverli frá Iðnaðarmannafélagi Akureyrar.
Texti með mynd á síðu á móti:
Efsta röð frá v.: Jón E. Ágústsson, 'málaram.; Sigurður Krist-
insson, málarameistari; Sveinbjörn Jónsson, forstjóri; Gisli
Ólafsson, bakarameistari; Þór Sandholt, skólastjóri; Guðmund-
ur H. GuÖmundsson, húsgagnasm.m.; Kristján Skagfjörð, múr-
arameistari; Gunnar I. Friðriksson, forstjóri; GuÖmundur Þór
Pálsson, arkitekt. — Ljósm.: Þórir H. Óskarsson.
Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, flytur ávarp. A myndinni ber
hann keðjuna, sem stjórn Iðnaðarmannafélagsins frerði lionum.
Jón E. Ágústsson, málarameistari, varaformað-
ur félagsins, flutti félaginu árnaðaróskir frá
stjórnarmönnum og afhenti sem gjöf frá þeim
veggskjöld úr leir, en í hann voru brennd nöfn
allra formanna félagsins frá upphafi.
Guðmundur Þór Pálsson, arkitekt, flutti kveðj-
ur frá Félagi arkitekta á íslandi.
Valtýr Snæbjörnsson frá Iðnaðarmannafélagi
Vestmannaeyja afhenti málverk af Vestmanna-
eyjum sem gjöf frá félaginu.
Loks talaði Gísli Jónsson, menntaskólakennari
frá Akureyri, höfundur „Sögu Iðnaðarmannafé-
lagsins 1867—1967“, og þakkaði félaginu marg-
víslegan sóma, sem honum lrafði verið sýndur.
Að síðustu sagði Guðmundur H. Guðmunds-
son nokkur orð.
Að loknum þessum Jrætti hátíðahaldanna færðu
gestir sig að veizluborðum í Súlnasal. Borð voru
öll blómum skreytt, ennfremur voru litlir borð-
fánar úr silki með merki félagsins á öllum borðum
og einnig öskubakkar úr leir með merki félagsins
og ártölunum 1867—1967. Öskubakkar þessir
voru ætlaðir kvengestum sem gjöf frá félaginu til
TÍMARIT IöNAfiARMANNA
1 1