Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Page 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Page 16
Uðnaðarmaíiticifélagið í tQeykjavtU 1867 - 1967 Þótt öruggustu frumheimildir um stofnun Iðn- aðarmannafélagsins og fyrstn starfsár þess séu glataðar — þ. e. fyrstu gerðabækur félagsins — er þó til traust heimild um upphaf þess. Það er grein, sem birtist í Tímanum 18. nóvember 1874 — talin eftir Jón Borgfirðing — en hún mun vera hið elzta, sem til er á prenti um fyrstu starfsár þess- ara merku samtaka iðnaðarmanna. í ofannefndri grein í Tímanum er meðal ann- ars komist svo að orði: „Handiðnamannafélagið í Reykjavík var stofn- að 3. febr. 1867 af 31 handiðnaðarmönnum í þeirn tilgangi að koma upp duglegum handiðnaðar- mönnum, el'la og styrkja samheldni meðal hand- iðnaðarmanna á íslandi, og innlent iðnaðarlíf taki framförum, og ennfremur að styðja að gagnleg- um og þjóðlegum fyrirtækjum. Voru þegar kosnir embættismenn félagsins — Einar Þórðarson yfirprentari, fyrir forseta, Einar jónsson snikkari, fyrir féhirðir, Egill Jónsson bókbindari fyrir ritara. Innstæða og eignir félagsins eru við endalok reikningsársins 10. nóv. 1874, bæði í skuldabréf- um, útistandandi skuldum og ýmsum munum — um 1100 ríkisdalir. Á fundum félagsins hafa umræðuefni verið ær- ið margbreytileg. Þar hafa ekki aðeins verið rædd Jrau mál, sem einkum áttu erindi til iðnaðar- manna, heldur einnig ýms þjóðmál, er vörðuðu allt landið eða höfuðstaðinn. Stundum hafa verið fluttir þar fræðandi fyrirlestrar til skemmtnnar og fróðleiks. Gerðabækur félgsins geta því vafa- laust gefið merkilegar upplýsingar um skoðanir og áhugamál borgaranna í Rvík, ekki sízt frá þeim árum sem minna var um útgáfu fréttablaða en nú hin síðari ár.“ í sömu grein er þess getið, að félagið hafi stofn- að sunnudagaskóla 1873, svo og styrkt, endrum og eins, ekkjnr og börn handiðnaðarmanna, og árið 1870 gaf lélagið úr sjóði sínum tíu ríkisdali fátækum manni úr Borgarfirði, er misst hafði skip sitt í kaupstaðarferð á því ári. Eins og þegar segir, eru fyrstu gerðabækur fé- lagsins glataðar, og sú elzta, sem enn er til, hefst 24. nóvember 1874, svo að ekki vantar mikið á, að ])ær fylli öldina eins og félagið sjálft. Er í þeim gerðabóknm, sem til eru, að finna mikinn fróðleik um félagsstarfið og aldarandann, og er þetta allt rakið í sögu Iðnaðarmannafélagsins, sem Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri hefur samið. Félagið hélt fundi sína í fyrstu í gömlu prent- smiðjunni, þar sem nú er Aðalstræti 9, en nokkru fyrir aldamót var svo komið, að félagið taldi ekki annað viðhlítandi, en að það kæmi npp eigin samkomuhúsi. Það var bygging sú, sem nær þeg- ar í stað hlaut nafnið Iðnó og ber J:>að enn í dag. Hús þetta var svo langt komið í árslok 1896, að hægt var að halda þar lund í félaginu í fyrsta sinn 29. desember. Vinnu við húsið var svo lokið á næsta ári, og Jrað var tekið almennt í notkun til samkomuhalds Jrað ár. Iðnaðarmannafélagið seldi Iðnó árið 1918, en 12 árum áður hafði félagið komið upp Iðnskól- anum, og á efstu hæð þess lét Jrað útbúa liið glæsi- legasta fundarherbergi fyrir sig árið 1926 — bað- stofu iðnaðarmanna — og hefur haldið fundi þar síðan. Ekki er þó hægt að skilja svo við frásögnina af Iðnó, að ekki sé getið Jress, er varð einn l'yrsti á- vöxturinn af byggingu hússins. Það var stofnun Leikfélags Reykjavíkur, er nýlega liélt Jrar hátíð- legt 70 ára afrnæli sitt, svo sem knnnugt er. Félag- ið var stofnað 11. janúar, og hefur síðan haft bækistöð í Iðnó. Stofnendur voru 19 og af þeim voru livorki meira né minna en átta menn úr hópi félagsmanna Iðnaðarmannafélagsins, og í fyrstu stjórn Leikfélagsins vorn kjörnir tveir þessara átta manna, Þorvarður Þorvarðarson og Friðfinnur Guðjónsson. Iðnaðarmannafélagið hóf strax á lyrsta áratug sínum skólahald og 1904 hratt Jrað af stað föstum iðnskóla, sem starfað hefur síðan, stétt iðnaðar- manna og Jrjóðinni allri til ómetanlegs gagns. Starfrækti félagið skólann í hálfa öld með styrk frá ríki og bæ, unz hann varð ríkisskóli í ársbyrj- un 1955. En Jrví má heldur ekki gleyma, að félag- ið, sem reisti hús yfir iðnskóla sinn 1906, barðist einnig fyrir Jrví, að nýr iðnskóli væri reistur, og fór þá fram látlaus athöfn í húsakynnum hans. Snar þáttur í starfi félagsins hefur verið að vinna að og undirbúa iðnsýningar, ýmist eitt eða í 16 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.