Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Side 17
samvinnu við aðra aðila, og var fyrsta sýningin
haldin 1883, en hugmyndin um hana hafði kom-
ið fram árið áður á fundi í félaginu.
Félagið gerði sér líka snemma grein fyrir nauð-
syn styrktarstarfsemi, og var styrktarsjóður stofn-
aður 1895 og skipulagsskrá hans staðfest af kon-
ungi árið eftir. Aldarf jórðungi síðar var sjóðurinn
gerður að sjálfstæðri stofnun, og hefur hann ver-
ið það síðan. Þetta mun vera nteð elztu styrktar-
sjóðum, sem starfandi eru hér á landi, ef ekki sá
elzti.
Nokkru eftir aldamótin kom sú hugmynd frarn
hjá iðnaðarmannafélaginu, að það ætti að gangast
fyrir því, að þjóðin eignaðist líkneski Einars Jóns-
sonar af Ingólfi Arnarsyni. Var happdrætti hrund-
ið af stað árið 1907, en málið var torsótt af ýmsum
sökum, sem hér verða ekki raktar, og það var
ekki fyrr en 1924, að það var komið í höfn með
þeim liætti, að h'kneskið var afhjúpað 24. febrúar
það ár.
Að sjálfsögðu var Iðnaðarmannafélaginu fljót-
lega ljóst, hversu nauðsynlegt var, að sett væri full-
komin iðnaðarlöggjöf í landinu og var lengi unn-
ið að því. Alþingi samþykkti svo árið 1927 frum-
varp til laga um iðju og iðnað, og hafði félagið
forgöngu um þessa löggjöf. Það kom einnig auga
á nauðsyn þess, að til væri í landinu ráðgjafar-
stofnun, er væri til aðstoðar við framkvæmd lag-
anna, m. a. allt, er varðaði iðnréttindi. Iðnaðar-
mannafélagið beitti sér þess vegna fyrir stofnun
Iðnráðs, er komið var á laggir undir árslok 1928
með aðild 40 iðngreina. Var Helgi Hermann Ei-
ríksson, skólastjóri Iðnskólans, fyrsti formaður
þess.
Um aldamótin ræddi Iðnaðarmannafélagið
fyrst um að gefa út tímarit handa iðnaðarmönn-
um, og árið 1908 var samþykkt að ráðast í slíka
útgáfu, en af henni varð þó ekki, að líkindum
vegna veikinda og fráfalls Rögnvalds Ólafssonar,
byggingameistara ,sem hafði heitið að taka að sér
ritstjórn tímaritsins. Á fundi 1926 var svo sam-
jrykkt að gefa út afmælisrit á 60 ára afmæli félags-
ins 1927, og Jrá jafnhliða ársfjórðungsrit, sem
yrði tímarit félagsins. Gaf félagið síðan út Tíma-
rit iðnaðarmanna til 1936, er Landssamband iðn-
aðarmanna tók við útgáfunni.
Landssambandið hafði verið stofnað 1932 með
aðild Iðnaðarmannafélagsins, og sama ár gekkst
félagið fyrir stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur og
nágrennis.
Þegar lelagið var 75 ára, 1942, kom út á vegum
þess og kostnað „Iðnsaga Islands“, sem var hið
merkasta rit í tveim bindum. Margir lögðu til
efni í Jjetta rit, en ritstjóri var dr. Guðmundur
Finnbogason landsbókavörður. Er í ritinu að
finna mikinn fróðleik um sögu og þróun iðnaðar
á íslandi fyrr og síðar. Þetta merka rit var árum
saman notað til verðlaunagjafa við Iðnskólann, og
var vel til fundið.
Fjórum árum síðar, 1946, gerðist félagið stofn-
andi Húsfélags iðnaðarmanna í sambandi við
Trésmiðafélag Reykjavíkur og Sveinasambands
Stjórn
Iðnaðarmannafélagsins
i Reykjavík:
Frá vinstri: ]ón E. Agústsson,
ViJberg Guðmundsso?i,
Ingólfur Finnbogason, Leifur
Flalldórsson og Guðmundur
St. Gislason.
TÍMARIT IIONAttARMANNA
17