Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Page 23
JÖKULL PÉTURSSON, mdlarameistari:
OísttaþáffurÍHH
Að þessu sinni verða birtar nokkrar vísur, sem
oft eru nefndar samkveðlingar, og mun nafngift-
in stafa af því, að ýrnist voru tveir höfundar, sem
vísuna kváðu, eða að vísurnar voru tvær, og orti
þá hvor sína.
Oft gerði fólk þetta sér til gamans og d;egra-
styttingar, en stundum líka í fullri alvöru, og gat
þá verið mjög óvægið, ef svo bar undir.
Eitt sinn áttu stúlka og piltur í orðasennu, og
sagði þá stúlkan að karlmenn væru svín. Þá kvað
pifturinn:
Ástartryllta auðalín,
orðin stilltu betur þín.
Ef við piltar erum svín,
ertu gylta, Veiga míu.
En þar kom hann ekki að tómum kofunum, því
stúlkan svaraði:
Þína ef viltu meina mig,
mér er skylt að segja:
Engin gylta elskar þig,
þó ástartryllt sé meyja.
Prestur nokkur ljóðaði þannig á stúlku:
Ég á hund, rnitt unga sprund,
eins og þig í framan.
Um aftanstund á grænni grund
gæfi ég ykkur saman.
Stúlkan svaraði þessu miður prestlega ávarpi
þannig:
Ég á tík, sem yður er lík
í augna- og háralagi,
væri hún rík, mér virtist slík
vera af sama tagi.
Það er sagt að aðeins einu sinni hafi fundum
þeirra snillinganna Sigurðar Breiðfjörð og Bólu-
Hjálmars borið saman. Var það á Stað í Hrúta-
firði, og réði því tilvifjun ein. Var þarna mikill
vina-fagnaður, og sátu þeir að sumbli næturlangt
og skröfuðu margt um skáldskap, að vonurn.
Næsta dag hélt Hjálmar áfram ferð sinni og fylg-
ir Sigurður honum úr hlaði. Er þeir höfðu skipst
á kveðjum segir Sigurður við Hjálmar:
Sú er bónin eftir ein,
ei skal henni leyna,
ofan yfir Breiðfjörðs bein
breiddu stöku eina.
Og ekki stóð á svarinu:
Ef ég stend á eyri vaðs
ofar fjörs á línu,
skal ég kögglum kaplataðs
kasta að leiði þínu.
Var þetta sagt í góðu gamni, enda kvað Hjálm-
ar erfiljóð um Sigurð látinn.
Prestur nokkur, vel efnaður og mikill fésýslu-
maður, varpaði þessari spurningu að kotbónda
einum:
Hvað er það sem höldar hugsa,
háski þegar steðjar að?
Karlinn svaraði:
Ríkir hugsa um arð og uxa,
en aumingjar um sælustað.
Sagt er að einu sinni er landpóstur kom inn f
þorp nokkurt, hafi mannþyrping verið þar á göt-
unni, og eitthvað tafið för hans. Hafi þá póstur-
inn átt að segja:
Það er vandi að verja sig
að verða ei strand á götu . . .
Lengra komst hann ekki, því einhver úr hópn-
um bætti við:
Nú kom andinn yfir þig
eins og hland úr fötu.
Loks er hér svo hin kunna vísa, sem þeir Bjarni
Thorarensen amtmaður og Bólu-Hjálmar gerðu
á sínum tíma:
Bjarni byrjaði:
Hjálmar vís með véla þras
að vinum drottins gerir brigzl.
Hjálmar svaraði:
Kristur stóð fyrir Kaifas,
klögumálin gengu á víxl.
TÍMARIT IBNAÐARMANNA
25