Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 28
að byrja sín iðnaðarstörf. Þeir hafa ekki kynnzt
öðru en gnægð atvinnu, jafnvel um of, og um leið
mjög góðum launakjörum. Eg sagði jafnvel um
of, og á ég þar við það, að framboð á vinnu þeirra
heiur verið svo mikið, og oft mjög aðkallandi að
menn hafa ýmist orðið, eða freistast til, að vinna
nær takmarkalausan vinnutíma.
Þetta hefur að sjálfsögðu gefið þeim mikið í
aðra hönd. En það er einnig önnur hlið á þessu
máli, sem ekki má ganga framhjá. Mikill fjöldi,
já, allt of mikill fjöldi þessara manna, liefur ekki
kunnað fótum sínum forráð, ef svo mætti orða
það. Eg þekki þá marga, og eins veit ég að þú, les-
andi góður, þekkir eflaust einn eða fleiri, sem nú,
á miðjum starfsaldri eru þegar orðnir útslitnir
menn, og naumast lengur Idutgengir á vinnu-
markaðinum. Þeir hafa beinlínis ofboðið sínu
vinn uþreki.
Vafalaust hafa margir þeirra, með þessu móti,
getað búið vel að sér og sínum. Þeir liafa eignast
þak yfir höfuðið, þeir hafa getað veitt börnum
sínum gott uppeldi, og séð þeim fyrir góðri
menntun o. s. frv.
En er þetta ekki of dýru verði keypt, ef menn,
um aldur fram hafa gengið sig til húðar. Þá er
einnig á það að líta, að samfara háu kaupgjaldi
hefur allt vei'ðlag til lífsviðurværis jafnan hækk-
að, og það oft meira en launakjörin. Það er því
naumast hægt að gera ráð fyrir því, að þessir menn
eigi svo gilda sjóði, að jjeir endist þeim sem líf-
eyrir, jafnvel um langt árabil.
Ef menn fallast á það, sem ég nú hef sagt, mætti
]rÁ ekki ætla, að á sínum tíma verði þessir dugn-
aðarmenn komnir í svipaða aðstöðu og aldamóta-
mennirnir, sem ég talaði um hér að framan? Nú,
auk þess mun hin beina fjölgun iðnaðarmanna,
gera stórfellda eflingu sjóðsins mjög aðkallandi.
Ég veit að þið eruð mér sammála um þetta, góðir
iðnaðarmenn.
En með hverjum hætti eigum við Joá að efla
sjóðinn, til þess að hann geti mætt Jressum fyrir-
sjáanlega auknu verkefnum? Fyrsta og eðlilegasta
leiðin er að stórfjölga styrktarmeðlimum lians, og
til þess verða allir velunnarar sjóðsins að leggjast
á eitt.
Styrktarsjóður iðnaðarmanna verður 75 ára
eftir þrjú ár. Væri jiað ekki tilvalið, að við settum
okkur eitthvert ákveðið takmark til eflingar
sjóðnum, af því tilefni? Mér liefur dottið í hug,
til dæmis, að við yrðum búnir að tvöfalda tölu
styrktarmeðlima þá. Ég Jield að Jaetta sé ekki of
mikil bjartsýni, ef maður athugar að iðnaðar-
menn hér í Reykjavík skipta þúsundum.
Svo eru auðvitað til margar aðrar leiðir, sem
benda mætti á til eflingar sjóðnum, og sem mikið
28
eru notaðar hér á landi í sambandi við ýmis kon-
ar hjálpar- og góðgerðarstarfsemi. Eitt af því al-
gengasta í jiessum efnum eru minningarspjöldin,
sem munu hafa orðið mjög notadrjúg til tekju-
öflunar. Mig minnir nú reyndar, þegar ég nefni
Jietta, að einhvern tíma hafi verið gerð samþykkt
um Joað, að sjóðurinn léti gera slík spjöld, en það
mun hafa farist fyrir.
Ef Jaetta er rétt hjá mér, Jjá Jiarf að koma {Dessu
af stað hið bráðasta. Er ég viss um að iðnaðar-
mönnum, ættingjum þeirra og vinum yrði Jjað
ljúft að nota J:>au í sambandi við dauðsföll.
Menn gætu einnig heitið á sjóðinn, einhverri
upphæð, ef þeim gengur Jjetta eða hitt í vil. Þá
skeður það oft að menn verða fyrir óvæntum fjár-
hagslegum höppum, og eins að menn fái greiddar
skuldir, sem þeir annars voru búnir að telja von-
lausar. í slíkum tilfellum láta menn gjarnan eitt-
hvað af hendi rakna, og þá einkum til einhvers
konar mannúðarmála. Væri nú ekki tilvalið fyrir
iðnaðarmenn að muna eftir sínum eigin sjóði, ef
svona tilefni gefast.
Aður en ég lýk Joessu máli mínu, vildi ég beina
þeim einlægu tilmælum til allra iðnaðarmanna
hér í Reykjvík, sem línur þessar lesa, og ekki eru
Jiegar styrktarmeðlimir, að gerast það nú þegar,
ekki að draga það til morguns, því þá vill það
dragast lengur.
Innlend biíreiðasmíSi
Framhald af bls. 13.
slikt fyrirtæki getur ekki til lengdar staðið undir
vöxtum og afskriftum, nema með mikilli nýtingu
afkastagetunnar. Það vœri þvi afar illa farið, ef
svo tœkist til, að einliverju liinna erlendu tilhoða
yrði tekið. ísland er að visu fjármagnssnautt land
og öllu erlendu lánsfé tekið tveim höndum, en
slik sjónarmið mega aldrei verða til þess að ís-
lenzkur iðnaður sé látinn hrynja í rústir.
O. S.
Óskar Smith 70 ára
Framhald af hls. 15.
Oskar hefur allt frá upphafi verið í Félagi pípu-
lagningameistara og oft í stjórn félagsins. Hann
hefur sótt fundi manna bezt og ávallt verið virk-
ur félagi. Ég vil færa honum Jiakkir félagsins og
heillaóskir. Persónulega vil ég færa honum og
fjölskyldu hans óskir um bjarta framtíð og [>akk-
ir fyrir góð kynni við mig og móður mína.
Grímur Bjarnason.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA