Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Side 29
INGÓLFUR F 1 N N B O G A S O N, húsasmiðam.:
flutt á árshátíð meistarafélaga í byggingariðnaði
3. marz 1967
Félagsþörf mannsins kemur greinilega fram
með elztu menjum, sem fundizt liafa, og er alltaf
jafn mikil um alla sögu hans, enda þótt félags-
form taki breytingum með aukinni menningu og
þroska. Hjá hinum fornu menningarþjóðum er
skráð, að þar hafi verið til iðnaðarmannafélög
fyrir þúsundum ára, er höfðu það hlutverk að
auka verkmenningu þeirra tíma, enda sjást þess
víða merki hjá þessum þjóðum, að t. d. bygging-
arlist hefur verið komin á hátt stig. Má minna á
kirkjubyggingar o. fl., sem enn eru uppistand-
andi, og vakið hefur furðu nútímamanna hvern-
ig unnin hafa verið, bæði lrá listrænu og tækni-
legu sjónarmiði séð.
Það er ekki fyrr en á síðari öldum, sem skipu-
lögð verkfræðsla er upp tekin í Norðurálfu, og til
íslands hefur þessi hreyfing borizt um miðja 19.
öld. Þá eru það fagmennirnir sjálfir, sem hefja
upp merkið með samstöðu og félagsstofnunum
með það aðalmarkmið að koma á fót menningar-
og fræðslustofnunum á hinu bóklega og verklega
sviði iðnaðarins — og um langan aldur við lítinn
skilning eða stuðning stjórnarvalda landsins.
Síðari tímar, tímar stéttagreiningar og stétta-
skiptingar, færa félögum iðnaðarmanna nýtt hlut-
verk í samkeppni við aðrar atvinnustéttir þjóðar-
innar og í kröfugerð á þjóðfélagið sjálft um rétt-
mæta skiptingu teknanna á milli þegnanna. Stofn-
uð eru sveinafélög og meistarafélög í hinum ýmsu
greinum iðnaðarins. Það er satnið um kjör og
starfssvið þessara aðila þeirra í milli og út á við.
En samningar eru ekki haldnir, sérstaklega hvað
starfssviðinu viðvíkur, og þá var Meistarasamband
byggingamanna stofnað hér í Reykjavík lyrir tæp-
um 9 árum. Að sambandinu standa 6 meistarafé-
lög byggingariðnaðárins og eru það þrjú þeirra,
sem ltalda árshátíð hér í kvöld.
Meistarafélögin hér í borginni höfðu sum
starfað unr nokkurt árabil ein sér en voru lítils
megnug, ef til deilna eða átaka kom. Kjarni sam-
starfsins var og er, að ef eitt af sambandsfélögun-
um eða einn af meðlimum þeirra varð fyrir árás
eða ójöfnuði, var öllum sambandsfélögunum að
mæta. Stjórn sambandsins hefur því alltaf haft
TÍMARIT 1ÖNAÐARMANNA
mikið vald og sterka stöðu gagnvart Jieim, sem
deilt hefur verið við, og ég vil segja, gat liaft
hættulegt vald, ef ekki hefðu valizt í forystuhlut-
verk sambandsins gætnir menn.sem ævinlega liafa
þrautreynt samningaleiðina áður en valdbeiting
hefur verið notuð. Þá hefur Jrað verið regla frá
upphafi að rannsaka deilumál, sem upp hafa
komið, með því að kynna sér nrálavexti frá báð-
um hliðum. Þannig hafa viðsemjendur sam-
bandsins engu síður en meðlimir þess, getað vænt
sér skjóls af starfsemi Jress.
íslenzkir byggingariðnaðarmenn hafa sýnt svo
að ekki verður á rnóti mælt, að þeir standa ekki
að baki stéttarbræðrum sínum á Norðurlöndum
um verkvöndun og afköst í verkframkvæmdum.
Islendingar gera almennt meiri kröfur til vand-
aðrar húsagerðar og fallegri íbúða en þar tíðkast
og þar af leiðir, að húsin hér verða dýrari en um
leið verðmætari. Það hefur verið allmikið um
Jrað, nú um alllangt skeið, að byggingariðnaðar-
menn liafi orðið fyrir nokkru aðkasti vegna á-
kvæðisvinnutaxta þeirra í hinum ýmsu iðngrein-
um. Sjálfsagt má að þeim linna á ýmsum sviðum
og getur verið erfitt að rata meðalhófið í því sem
öðru, vegna mismunandi aðstæðna við vinnu-
framkvæmdir og margbreytileik fjöldans á hverja
einingu, sem framleidd er. En reynslan hefur
sýnt, að tímavinnufyrirkomulag er sízt hagkvæm-
ara, enda sjást þess víða meiki, að þróunin í hin-
um ýmsu atvinnugreinum landsmanna, beinist
meira og meira í Jrá átt að taka upp eða auka bón-
usa- og akkorðsfyrirkomulag.
Einnig hefur verið deilt allnrikið á meistara í
byggingariðnaði, og þeim kennt um hið taurn-
lausa verð, senr verið hefur á fasteignum. Ég spyr:
Er það þeirra sök, að framleiðsla þeirra gengur
kaupum og sölum manna á milli vegna ofurkapps
borgaranna við að koma fjármunum sínum í last-
29