Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 30
eignir, og ennrremur vegna stórlegrar vöntunar á
íbúðarhúsnæði fyrir fólkið, sem skapar ofurkapp
þess á milli, ef það hefur einhver fjárráð?
Ég hef þá trú, að ef byggingamennirnir fengju
betri fyrirgreiðslu frá því opinbera, þ. e. í lóðar-
úthlutunum, fjármagni til byggingaframkvæmda,
sem gengi til neytendanna sem föst lán með þeim
forsendum, að húsin yrðu ekki seld nema eftir á-
kveðnum reglum, þá myndu hinir einstöku meist-
arar leysa þessi mál bezt í hæfilegri samkeppni.
íslenzka þjóðin liefur komið upp öflugu
fræðslukerfi, þar sem æskan getur numið bókleg
fræði, og er nú svo komið, að mikill hluti æsku-
fólks aflar sér gagnfræðamenntunar, og má segja,
að það sé allgóð undirstaða lyrir lífsstörfin. Enn-
fremur sækir fjöldi fólks framhaldsnám við hina
svokölluðu æðri skóla, og er það vel. En hefur
ekki gleymzt að leggja meiri rækt við hinar verk-
legu og tæknilegu menntir? Lifir nokkur þjóð á
útreikningum og skrifstofumennsku einni sanr-
an? Þarf ekki meiri aðgæzlu við að hlutföllin milli
sjáffrar framleiðslunnar og skriffinnskunnar séu
hófleg?
Liggur ekki nokkur hætta einmitt í því, að það
mun vera orðið eins konar tízkufyrirbrigði, að
foreldrar jnessi börn sín til fangskólanáms, enda
þótt iöngun barnanna til starfa sé í aðrar áttir.
Breyting á þessum tíðaranda verður frvorki með
lagaþvingunum eða með tilskipunum eins og
kvenfatatízkufrömuðirnir myndu gera, með til-
skipun um, að í ár skulu kjólarnir styttast um 30
cm og það skeður svo að segja samstundis um all-
an heim. Svo auðvelt er jrað ekki.
Hver þjóðfélagsstétt á að hafa vakandi auga
fyrir framgangi sínum með því að brjóta málin til
mergjar og koma ótrauðir með tillögur til úrbóta,
Jrótt hagur einstaklingsins líði ef til vill við það
um stund.
íslenzka Jrjóðin er ört vaxandi þjóð. Fólksfjölg-
unin getur tæplega farið að nokkru ráði til gömlu
atvinnuveganna, sjávarútvegs og iðnaðar. Það
verður því að auka möguleikana fyrir unga fólk-
ið til að hafa lifibrauð af iðju og iðnaði. Við þurf-
um að fylgjast vel með nýjungunr og tileinka okk-
ur tækniþróun stærri Jrjóða. Við þurfum að senda
hópa af ungmennum til annarra landa til að læra
verklega mennt, og íslenzka ríkinu ber engu að
síður að styrkja Jrað til náms en þó Jrað færi til
langskólanáms.
Við þurfunr að sameina kraftana til þróttmeiri
átaka með samsteypu smáfyrirtækja í stærri, á
svijraðan hátt og Norðnrenn vinna að með til-
styrk norska ríkisins, til Jress að geta staðið betur
að vígi í lrinni hörðu samkeppni heimsviðskipt-
anna. Við þurfunr að konra upp sterkum bygging-
arfélögum í eigu byggingamanna sjálfra, til þess
að geta skipulagt framkvæmdir franr í tínrann.
Við verðunr að gera kröf'u til þess opinbera, bæði
til bæjar og ríkis, um fastara fornr á úthlutun lóða
or föst lán, sem verður úthlutað á húsin, en ekki
til Péturs og Páls eins og nú tíðkazt. En fyrst og
fremst eigum við að gera stærstu kröfurnar á
hendur okkur sjálfum og koma fram senr sannir
heiðursnrenn gagnvart þjóðarheildinni og lagfæra
umyrðalaust það, sem nriður kann að lrafa farið
í starfsemi okkar.
Góðir áheyrendur, nrál nritt er orðið lengra en
ég ætlaði, og kannske lrefði ég átt að velja eitt-
hvert léttara efni, þar senr við erum öll að
skemmta okkur hér í kvöld. En hafi nrér tekizt að
koma einhverju róti á hugi ykkar, Jrá var betur af
stað farið en lreinra setið.
Að morgni h. 10. marz s.l. hom upp eldur
i timburhúsi við hlið Iðnaðarbankahúss-
ins við Lcckjargötu. Eldurinn lœsti sig
pegar i hús Iðnaðarbankans og brunnu
allar innréttingar d öllum hœðum nema
götuhccð. Skrijstoja Landssambands Iðn
aðarmanna var á 4. iiccð og gereyðilagðist
i eldinum. Nú er unnið að innréttingum
og má búast við, að hccgt verði að taka
húsnceðið ajtur i notkun nœsta haust. Eft-
ir brunann hefur Landssambandið hajt
skrifstofu sína i Skipholti 70 hjá Meistara-
sambandi byggingamanna. — Myndin er
jrá brunanum.
30
TÍMARIT IÐNAfiARMANNA