Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 34
Arið 1955 hófst svo gegndarlaus innflutningur á yfirbyggðum vögnum, enda var þá samkeppnis- aðstaða bifreiðaiðnaðarins íslenzka orðin erfiðari vegna stórhækkaðs kaupgjalds og verðlags innan- lands. Gat Bílasmiðjan þá tæpast keppt við er- lenda aðila, að því er verðlagið snerti, þótt að- staða fyrirtækisins á sviði vörugæða og vöndunar hefði alltaf verið örugg og væri enn. Þessi breyt- ing varð til þess, að næstu fjögur ár urðu hin erf- iðustu á aldarfjórðungs starlsferli Bxlasmiðjunn- ar, svo að jafnvel kom til orða um eitt skeið, að fyrirtækið hætti starfsemi sinni á sviði bifreiða- smíða. En þótt horfur væru um tíma óvænlegar, svo ekki væri meira sagt, var samt ákveðið að þrauka. En jafnframt því, sem ákveðið var að láta ekki bugast, þótt erfiðleikarnir virtust óviðráðanlegir, var hafizt handa um að búa betur í haginn fyrir fyrirtækið í trausti þess, að lxjartari og betri tímar færu í hönd. Var þá byijað á mikilli byggingu að Laugavegi 176. Fyrirtækið hafði sótt um lóð — einn hektara — alllöngu áður, en fékk loks 4300 fermetra, og í janúar 1955 var hafizt handa um framkvæmdir á hinum nýja stað. Það var reist margfalt stæria hús en fyrirtækið hafði haft til afnota að Skúlatúni 4. Fyrirtækið var búið að koma sér fyrir í hinum nýju húsakynnum fyrir nokkru, þegar horfur fóru að vænkast, því að í október 1959 gerði Reykjavíkurbær pöntun á yfirbyggingum í fimm strætisvagna. Var þessi pöntun sérstaklega mikil- væg fyrir þær sakir, að þar senr svo nrargra sanrs konar yfirbygginga var óskað í semr, gerði það Bílasmiðjunni kleift að endurskipuleggja starf- senri sína í öllunr meginatriðum. Til dæmis var þá lrægt að hverfa frá tréyfirbyggingum, sem þá liöfðu tíðkast, og taka upp stályfirbyggingar, en jafnframt voru gerðar ýnrsar aðrar breytingar á rekstrinum til hagsbóta fyrir viðskiptaviniira. Þetta hafði í för með sér, eins og gert var ráð fyrir, að hægt var að lækka verð á yfirbyggiirgum, svo að hinar innlendu urðu þá 18—40% ódýrari eir erleirdar, og má segja, að sjá megi nrinna grand í mat sínum. Við þetta breyttust viðlrorfin gersanrlega á ný, því að nú varð aftur miklu lragkvæmara fyrir eigendur almemringsvagna að láta smíða ylir þá hér á lairdi í stað þess að flytja inn yfirbyggða 34 TIMARIT lOXAHARMANXA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.