Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Síða 35
bíla, því að reynslan af þeim iiafði verið misjöfn,
svo ekki sé meira sagt, eins og þegar hefur verið
getið.
Sú aukna eftirspurn á innlenclum yfirbygging-
um, sem þessi bætta samkeppnisaðstaða Bíla-
smiðjunnar hafði í för með sér, leiddi fljótlega
til þess, að fyrirtækið varð enn að fara að hugsa
fyrir nýju og hentugra athafnasvæði. Þótt fyrir-
tækið befði fengið miklu stærra húsnæði að
Laugavegi 176, en það hafði haft að Skúlatúni 4,
og þar af leiðandi stórurn bætta aðstöðu til starf-
rækslu sinnar, kom fljótlega í ljós ,að húsakynnin
voru á ýmsan hátt óhentug og veittu ekki þá
stækkunarmöguleika, sem fyrirtækinu voru nauð-
synlegir. Kom þar tvennt til greina, að allri tækni
fór mjög ört fram í iðninni, og kröfurnar voru
auk þess mjög vaxandi, að því er snerti stærð bíla
og annað af svipuðu tagi.
Var þess vegna enn sótt um nýja lóð fyrir starf-
semi fyrirtækisins, og í þetta sinn veitti Reykja-
víkurborg því hektara lands að Tunguhálsi 2. Er
sú Jóð norðan við liina nýju Árbæjarbyggð. Þarna
var hafizt handa um byggingarframkvæmdir í
september 1965, og réttu ári síðar var svo komið,
að hægt var að flytja inn í nýju húsakynnin.
Á þeim 25 árum sem fyrirtækið hel’ur verið
starfandi, hefur það srníðað 348 stórar yfirbygg-
ingar, en fengizt jafnframt að sjálfsögðu við ó-
teljandi smærri verkefni á þessum tíma.
Um sama leyti og flutt var inn í nýju bygging-
una, var gerð sú breyting á rekstri Bílasmiðjunn-
ar, að stofnað var nýtt fyrirtæki, Sameinaða Bíla-
smiðjan hf., sem tekur við verkefnum hennar og
er um leið að vissu leyti almenningshlutafélag.
Var starfsmönnum fyrirtækisins gefinn kostur á
að gerast hluthafar með réttindum og skyldum
slíkra aðila í venjulegum hlutafélögum, og not-
uðu 35 starfsmenn fyrirtækisins þetta tækifæri, til
að eignast hluti í fyrirtækinu. Stjórn þessa nýja
fyrirtækis skipa eftirtaldir menn: Lúðvík Á. Jó-
hannesson, formaður, Gunnar Björnsson, Þorkell
Pálsson, Ólafur Guðmundsson og Theodór Mar-
ínósson. Menn sjá af samanburði á þessum nöfn-
um og upptalningu á stofnendum fyrirtækisins,
að hinir nýju hluthafar liafa þrjá af fimm mönn-
um í stjórn fyrirtækisins.
í hinu nýja verksmiðjuhúsi, er „hátt til lofts og
vítt til veggja“. Gólfflötur er þar 2100 fermetrar,
en að rúmmetratölu er byggingin 11,000 rúm-
metrar. Hefur þó aðeins verið ráðizt í að reisa
fyrsta áfanga byggingarinnar, og næst verður
smíðuð tvílyft bygging sunnan við þá, sem risin
er. Verður sú bygging 1000 fermetrar að gólf-
flatarmáli eða 3—4000 rúmmetrar.
Hinn nýi vinnustaður gerbreytir aðstöðu fyrir-
tækisins, því að þarna er unnt að koma við full-
kominni skipulagningu, deildaskiptingu og
vinnuhagræðingu, svo að bæði vinnustaður, tæki
og vinnuafl nýtist sem bezt. Tveir starfsmenn
fyrirtækisins fóru til Noregs á síðasta ári til að
kynna sér nýjungar í iðninni hjá fullkominni
norskri bifreiðasmiðju. Verður ferð þeirra fyrir-
tækinu til mikils gagns. Þá er einnig í undirbún-
ingi nánara samstarf við þetta norska fyrirtæki, og
verður það meðal annars fólgið í mannaskiptum,
svo að hvor aðili geti lært sem mest af reynslu
hins. Munu þá til dæmis íslenzkir verkstjórar fara
til starfa hjá hinu norska fyrirtæki og öfugt. Slíkt
getur orðið báðum aðilum til mikils hagræðis.
I nýja húsinu er hægt að korna fyrir 20 bíl-
grindum til yfirbyggingar og innréttingar í senn
í framleiðsluröð og hægt að vinna við jafnmargar
yfirbyggingar á hliðarsvæðum. Jafnframt styttist
vinnutími við hverja ylirbyggingu um allt að
fjórðung, þegar full hagræðing verður komin til
framkvæmda og unnið er samtímis við marga
vagna af sömu gerð.
Hin nýju húsakynni bæta því enn aðstöðu fyr-
irtækisins til að leysa yfirbyggingasmíðar vel af
hendi, samkvæmt ýtrustu kröfum í þeinr efnum
og á hóflegu verði. En að sjálfsögðu ræður fyrir-
tækið ekki eitt örlögum sínum eða framtíðarstarf-
semi, því að aðstaða þess í samkeppni við erlend-
ar yfirbyggingasmiðjur veltur ekki sízt á því,
hvernig ríkisvaldið býr að því. Er þar fyrst og
fremst átt við annars vegar þá tolla og önnur
opinber gjöld, sem Sameinaða Bílasmiðjan verð-
ur að greiða af öllu efni til yfirbyggingar, og hins
vegar þau gjöld, sem kralizt er fyrir innfluttar
yfirbyggingar.
í þessu efni hefur sú regla verið látin ráða um
langt skeið, að meðaltal tolla af efni til yfirbygg-
inga er talsvert hæri'a en tollar af innfluttum yfir-
byggingum. Nema tollar af efni að meðaltali
næstum 44% en af innfluttum yfirbyggingum um
40% af hundraði.
Hér er ekki verið að vekja athygli á þessum að-
stöðum af því að Sameinaða Bílasmiðjan óski
eftir innflutningshöftum til þess að geta staðizt
samkeppni við erlenda aðila. Hún fer einungis
fram á, að hún fái að njóta sama réttar og þeir.
Hér má gjarnan skjóta jn í inn í jafnframt, að
fyrir þann gjaldeyri, sem varið er til kaupa á
einni strætisvagnayfirbyggingu erlendis, eða kr.
500.000, má kaupa efni í fjórar ytirbyggingar,
sem smíðaðar væru hér á landi, því að gjaldeyris-
verð slíkrar yfirbyggingar nemur aðeins krónurn
125.000.
Þetta dæmi sýnir, að það er þjóðhagsleg nauð-
syn að búa svo um lmútana, að hægt sé að halda
TÍMARIT IÖNAÐARMANNA
35