Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 37
áfram að byggja yfir bifreiðir í landinu. Stjórnar-
völdin liafa á síðustu tímum gefið innlendum
iðnaði meiri gaum en oft áður og virðast sja
jDjóðarhag í að styrkja hann, eða a. m. k. það af
honum, sem sýnir viðleitni, vilja og getu til að
standa af sér það hret, sem nú dynur yfir vegna
verðbólgu og mikils innflutnings erlendra vara,
er áður voru háðar innflutningsleyfum eða urðu
að keppa við háa verndartolla.
Iðnaðurinn gerir sér fullkomna grein fyrir
þeim vanda, sem að honum steðjar, og hann veit,
að ekkert nema lækkaður framleiðslukostnaður
— aukin vinnuhagræðing, betra skipulag vinnu-
staða, stöðlun framleiðslunnar — getur fleytt hon-
um yfir erfiðleikana.
En þær breytingar, sem nauðsynlegar eru, hafa
mikinn kostnað í för með sér — í mörgum til-
fellum meiri en svo, að iðnaðurinn fái undir
risið, en einkum er það lánsfjárskortur til rekstr-
ar- og vinnuhagræðingar, sem er tilfinnanlegur.
Verður sá vandi trauðla leystur, án þess að til
komi afskipti Iiins opinbera.
Hér má benda á, að íslenzkar bátasmíðar eru
styrktar með því, að þeir, sem láta smíða fiski-
báta í innlendum skipasmíðastöðvum, fá 75% af
andvirðinu að láni. Hinir, sem láta smíða erlend-
is, fá að láni 60% af kostnaðarverðinu. Ennfrem-
ur má benda á, að yfirvöldin hafa viijað styrkja
netagerð í landinu með því að leyfa ekki gegndar-
lausan innflutning á netum, þar sem í landinu
er til vélakostur og vinnuafl, sem geta framleitt
það veiðarfæramagn, sem útvegurinn þarfn-
ast.
Þegar á þetta er litið, gerir Sameinaða Bíla-
smiðjan sér vonir um að hún fái nokkra áheyrn
viðkomandi yfirvalda, og efast raunar ekki um
það.
Nú stendur einmitt fyrir dyrum, að Islendingar
geri stórkostlegar breytingar á samgöngumálum
sínum, þar sem Alþingi hefur ákveðið, að tekin
skuli upp hægri umferð í stað vinstri a næsta ari.
Meðal ijölmargra og kostnaðarsamra fram-
kvæmda, sem þetta hefur í för með sér, er sú, að
breyta verður dyraumbúnaði o. fl. á almennings-
bifreiðum, strætisvögnum og öðrum, og til dæm-
is verður vagnakostur Strætisvagna Reykjavíkur
endurnýjaður að verulegu leytí. Verður í fyrsta
áfanga ráðizt í að fá 38 strætisvagna handa SVR
til hægri aksturs. Hér er því um að ræða stærstu
bifreiðakaup, sem um getur í sögu landsins.
Sótt hefur verið um lán til sjö ára vegna þess-
ara bílakaupa, og segir sig sjálft, að það eru að-
eins stærstu bifreiðaverksmiðjurnar, sem geta
veitt slík lán, en þær njóta aftur styrks ríkis-
stjórna landa sinna eða banka, til að geta tekið
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
þátt í samkeppni um slík viðskipti. Til þess að
Sameinaða Bílasmiðjan geti átt nokkurn þátt í
viðskiptum af þessu tagi, er nauðsynlegt að við-
komandi yfirvöld skapi henni aðstöðu til að
bjóða sams konar kjör og erlendir aðilar gera.
íslenzk yfirvöld hafa það þannig í hendi sér,
hversu mikill gjaldeyri verður látinn streyma úr
landinu í sambandi við þessa fjárfestingu SVR
og annarra aðila, sem þurfa að láta breyta al-
menningsbílum sínum.
Á það hefur verið bent hér að framan, að fyrir
þann gjaldeyri, sem fer til kaupa á einni erlendri
yfirbyggingu, er hægt að kaupa efni í hvorki
meira né minna en fjórar yfirbyggingar til smíða
hér. Nú er ætlunin að þessi eini aðili, Strætis-
vagnar Reykjavíkur, kaupi 38 bíla í einu. Ef þeir
kæmu allir til landsins með yfirbyggingu, væri
til slíks varið gjaldeyri, sem mundi nægja til
kaupa á efni í hvorki meira né minna en 152 —•
eitt hundrað fimmtíu og tvær — yfirbyggingar til
smíða í landinu sjálfu. Hér er því mikið í húl’i,
og þetta er ekkert einkamál þeirra manna, sem
byggja yfir bifreiðir.
Varla leikur á tveim tungum, að erlend fyrir-
tæki, sem smíða yfirbyggingar, munu leggja kapp
á að verða aðili að svo miklum kaupum, sem hér
verður unnt að gera af þessu tilefni. Hefur raunar
verið frá því greint í blöðum, að útboðslýsing
verði gerð á ensku auk íslenzku svo að betur verði
náð til slíkra aðila. Það er ekki nema eðlilegt að
erlendir aðilar sækist eftir slíkum viðskiptum, en
jafn sjálfsagt ætti að vera, að íslenzk stjórriarvöld
athugi, hvort ekki ætti að fara varlega í svo mikla
gja 1 deyriseyðslu. Stjórnarvöldin ættu að hafa í
huga í þessu sambandi, að Jaað er sannað fyrir
löngu, að íslenzkar yfirbyggingar eru Jiær einu,
sem henta íslenzkum aðstæðum, bæði vegum oa'
veðurfari.
Það væri dýrt spaug, ef sagan ætti að endurtaka
sig með yfirbyggingarnar, sem nauðsynlegt var
37