Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Qupperneq 40
OTTÓ SCHOPKA, framkv.stjóri:
Kynnisfiir til Korðnrlanda
Skömmu fyrir síðasta iðnþing ákvað stjórn
Landssambands iðnaðarmanna að senda mig í
kynnisferð tii heildarsamtaka iðnaðarmanna í
Noregi, Svíþjóð og Danmörku í þeim tilgangi að
kynna mér starfsliætti og skipnlag þessara sam-
taka. Eins og kunnugt er hafa skipulagsmál
Landssambandsins og framtíðarstarfsemi þess
nokkuð borið á góma á undanförnum iðnþing-
um og var þetta ferðalag að nokkru afleiðing
þeirra umræðna, sem þar höfðu farið fram.
Landssamband iðnaðarmanna hefur verið aðili
að norrænu samstarfi iðnsambandanna allt frá
árinu 1935, þegar það gerðist aðili að Norræna
iðnráðinu, sem er eins konar samnefnari heildar-
samtakanna á öllum Norðurlöndum. Allan þann
tíma, að undanskyldum styrjaldarárunum, hefur
Landssambandið verið í stöðugu sambandi við
„bræðra“-samböndin, bæði með bréfaskriftum
og heimsóknum. Þriðja hvert ár er haldið nor-
rænt iðnþing og þar liafa íslendingar oft átt full-
trúa og á öllum þingunum eftir stríðslok. Nor-
ræna iðnþingið var haldið hér á landi árið 1952
og ef allt gengur að óskum verður næsta iðnþing-
ið haldið hér á landi sumarið 1968.
Enda þótt skoðanir manna á norrænu samstarfi
yfirleitt kunni að vera nokkuð skiptar er ekk-
ert vafamál, að Landssamband iðnaðarmanna
hefur oft haft verulegt gagn af því að eiga greiðan
aðgang að „bræðra“-samböndunum á Norður-
löndum, t. d. þegar um hefur verið að ræða öflun
upplýsinga um margvísleg málefni varðandi iðn-
aðinn og þá aðstöðu og kjör, sem iðngreinunum
eru búin þar, en slíkar upplýsingar koma oft að
góðu gagni, sem rökstuðningur fyrir hagsmuna-
málum iðnaðarins hér á landi. Á sama hátt gætu
íslenzkir iðnaðarmenn leitað sér fyrirmynda um
margt í félagslegri uppbyggingu og starfi til ná-
granna okkar, en þar hefur jalnan verið stærstur
Þrándur í Götu þekkingarleysi alls þorra ís-
lenzkra iðnaðarmanna á aðstæðum annars staðar
og skortur á aðstöðu fyrir þá til þess að kynna sér
þessi mál. Tilgangurinn með ferðalagi mínu, var
m. a. sá, að ég miðlaði meðlimum Landssam-
bandsins því, sem ég kynntist í ferð minni. í næsta
hefti Tímaritsins mun birtast skýrsla mín til
stjórnar Landssambandsins, um skipulag og starf-
semi iðnsambandanna á Norðurlöndum. Það er
von mín, að lesendur Tímaritsins gefi sér tíma
40
til þess að líta yfir skýrsluna og hugleiða hvað
læra megi af frændum okkar á Norðurlöndunum,
en starfsemi samtaka iðnaðarmanna þar er með
miklum blóma.
Laugardaginn 1. október flaug ég til Oslóar og
næsta mánudagsmorgun lagði ég leið mína til
Norska iðnsambandsins, Noregs Hándværks- og
Industribedrifters Forbund, en það hefur aðsetur
í húsi Iðnaðarmannafélags Oslóborgar. Þar var
mér afar vel tekið og m. a. fengið sérstakt her-
bergi til afnota á meðan ég dvaldist í Osló. Næstu
daga notaði ég til þess að ræða við einstaka starfs-
menn sambandsins og fylgjast með daglegum
störfum þeirra og kynnti mér um leið skipulags-
lega uppbyggingu samtakanna. Næsta föstudag
flaug ég til Bergen og heimsótti iðnfélagið þar,
en næsti dagur var „dagur handiðnaðarins“, og
fór jaá m. a. fram afhending sveinsbréfa við mikla
viðhöfn. Viðstaddir þá athöfn voru m. a. mennta-
málaráðherrann og ýmsir framámenn í borginni
en lögreglustjórinn afhenti sveinsbréfin. Sjón-
\arpað var frá athöfninni og blöðin í Bergen
vörðu miklu rúmi til þess að kynna iðnaðinn
þennan dag.
Mánudaginn 10. október fór ég ásamt erind-
reka sambandsins til bæjarins Drammen fyrir
sunnan Osló, en |>ar starfar iðnfélag með miklum
blóma og Jaykir til fyrirmyndar fyrir margra hluta
sakir. Þar tók á móti okkur formaður félagsins og
sýndi okkur hið markverðasta í bænum, en síðan
skoðuðum við hús félagsins og vorum þar í góðu
yfirlæti lram eftir kvöldi.
í Osló heimsótti ég skrifstofur iðnaðarmanna-
félagsins þar og fékk greinagóðar upplýsingar um
starfsemi þess hjá framkvæmdastjóra félagsins.
Ennfremur notaði ég tækifærið til þess að hlýða
á umræður í Stórþinginu, sem þá var nýkomið
saman. Auk J:>ess heimsótti ég Statens Teknolog-
iske Institut og skoðaði jrar fjölmargar deildir
undir leiðsögn kunnugs manns. I |);i kynnisför
fór nær heill dagur og var þó víða fljótt farið yfir
sögu, enda er j)etta mikil stofnun, sem rekur um-
fangsmikla starfsemi.
Miðvikudaginn 12. okt. flaug ég Irá Osló til
Stokkhólms. Sænski kollegi minn hafði látið gera
nákvæma dagskrá um hvernig heimsókn minni
til Stokkhólms skyldi háttað og var víða komið
við næstu daga. Strax sama dag lagði ég leið mína
TÍMARIT IflNAÐARMANNA