Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 39
hlutaf j árlof orðasöf nuninni voru kann-
aðir möguleikar á því að ganga til
samstarfs við starfandi tryggingar-
félag. Tókust samningar við Verzl-
anatryggingar hf. um að það félag
yki hlutafé sitt úr kr. 750.000,00 í
kr. 5 millj. og nytu félagsmenn í sam-
bandsfélögum Landssambandsins og
Félagi íslenzkra iðnrekenda for-
kaupsréttar að kr. 4 millj. af hluta-
fjáraukanum. Jafnframt skyldi nafni
félagsins verða breytt í Iðnaðar- og
verzlanatryggingar hf. Þá varð og
samkomulag um, að samtökin mundu
hvort um sig kjósa tvo menn í stjórn
tryggingarfélagsins en eldri hluthaf-
ar halda einum fulltrúa í stjórninni.
Samningur þessi var síðan staðfestur
á fundi h. 4. marz s.l., þar sem mætt-
ir voru þeir, sem skrifað höfðu sig
fyrir hlutafjárloforðum.
Ætlunin var að samningurinn tæki
endanlega gildi á næsta aðalfundi
Verzlanatrygginga hf. og yrði þar
gengið frá nauðsynlegum breytingum
á lögum hlutafélagsins, en almennur
hluthafafundur hafði áður samþykkt
samninginn við iðnaðarsamtökin.
Er reikningar Verzlanatrygginga
h.f. fyrir síðastliðið ár voru endan-
lega frágengnir í byrjun júnímánaðar
s.L, kom í ljós, að rekstrarafkoma
félagsins hafði orðið talsvert verri á
árinu en reiknað hafði verið með og
hagur þess slíkur, að undirbúnings-
nefndin ákvað að fresta frekari að-
gerðum um sinn. Nefndin mun gera
nánari grein fyrir störfum sínum á
iðnþinginu.
Fjöldi félagsmanna.
Um mörg undanfarin ár hefur
fjöldi félagsmanna í sambandsfélög-
um Landssambandsins farið sívax-
andi á hverju ári. Eftirfarandi tafla
sýnir fjölda félagsmanna í árslok
hvers árs á tímabilinu 1959-1966:
1959 .... .... 2291
1960 .... .... 2441
1961 .... .... 2483
1962 . ... .... 2643
1963 . . .. .... 2844
1964 .... .... 2941
1965 . ... .... 3080
1966 . ... .... 3159
Á þessu tímabili hefur verið um
nokkra fjölgun sambandsfélaga að
ræða, og hafa um 20 ný félög gengið
í Landssambandið en þá verður að
taka tillit til þess að af þessum fé-
lögum eru 13 deildir í iðnaðar-
mannafélögum. Um leið hafa fáein
félög sagt sig úr Landssambandinu,
ýmist vegna þess að þau hafa lagzt
niður eða tengzt öðrum heildarsam-
tökum.
Á þessu ári hefur það svo gerzt, að
tvö stór félög með samtals um 280
félagsmönnum, hafa sagt sig úr
Landssambandinu. Þessi félög eru
Trésmíðafélag Akureyrar og Iðnað-
armannafélag Akraness.
Trésmiðafélag Akureyrar var
lengst framan af blandað félag
sveina og meistara, en hefur á undan-
förnum árum verið að færast í átt-
ina að hreinu launþegafélagi. Á síð-
asta aðalfundi þess var samþykkt,
að félagið yrði eingöngu fyrir sveina.
Tafnframt var sótt um inngöngu í
Samband byggingamanna, sem eru
heildarsamtök launþega í byggingar-
iðnaði, og ætlað að ná yfir allt Iand-
ið. Um leið var samþykkt að félagið
segði sig úr Landssambandi iðnaðar-
manna.
Á síðasta aðalfundi Iðnaðar-
mannafélags Akraness var samþykkt
að leggja félagið niður, þar sem fé-
lagsmenn voru þeirrar skoðunar, að
ekki væri þörf fyrir það og starfs-
grundvöllur þess ekki lengur fyrir
hendi. Sennilega verða einhver sér-
greinafélög stofnuð á Akranesi, sem
munu leita eftir samstarfi við heild-
arsamtök viðeigandi iðngreina, en
þó hefur ekki frétzt um neinar slíkar
félagsstofnanir ennþá.
Ýmislegt.
Iðnaðarmannafélögin í Hafnar-
firði og á Suðurnesjum hafa ákveðið
að setja á stofn sameiginlega gæða-
matsnefnd, er hafi það hlutverk að
meta verk, sem ágreiningur hefur
orðið um og að dómi verkkaupa
hefur ekki verið af hendi Ieyst eins
og álitið væri að það ætti að vera.
Félögin hafa leitað eftir samstarfi
við Neytendasamtökin um þetta
mál og munu þau samtök skipa tvo
fulltrúa í nefndina og félögin tvö
hvort um sig einn fulltrúa. Ef þörf
er á mun nefndin geta óskað eftir
því, að Hæstiréttur tilnefni odda-
mann.
Landssamband iðnaðarmanna hef-
ur tekið nokkurn þátt í undirbún-
ingi málsins og kynnti framkvæmda-
stjóri þess sér fyrirkomulag þessara
mála í Danmörku, þegar hann var
þar á s.l. vetri.
Hinn 3. febrúar s.l. varð Iðnaðar-
mannafélagið í Reykjavík 100 ára.
Mikil hátíðahöld fóru fram í tilefni
aldarafmælisins og var frá þeim
skýrt í síðasta hefti Tímarits iðnað-
armanna. Landssamband iðnaðar-
manna færði félaginu að gjöf áletr-
aðan silfurdisk. Öllum stjórnar-
mönnum og framkvæmdastjóra
Landssambandsins ásamt eiginkon-
um þeirra var boðið að sitja afmæl-
ishóf félagsins.
Eins og kunnugt er hefur starfað
um alllangt skeið sérstök nefnd til
þess að semja reglur um útboð og
tilboð. Nefndin skilaði áliti til Iðn-
aðarmálaráðuneytisins á s.l. vetri og
fól ráðuneytið Iðnðarmálastofnun Is-
lands að gefa reglurnar út sem stað-
al, eftir að leitað hefur verið eftir
athugasemdum og ábendingum hjá
þeim, sem málið varðar. Sérstök
nefnd hefur unnið að málinu á veg-
um IMSÍ og á Landssamband iðnað-
armanna fulltrúa í þeirri nefnd.
Síðastliðið haust yfirtók Lands-
sambandið af Meistarasambandi
byggingamanna opinberan styrk til
þjálfunar manns á sviði hagræðing-
armála o. fl. I september-mánuði s.I.
var Sigurður Auðunsson, rafvirki,
ráðinn til starfsins, og hóf hann nám
á vegum IMSÍ í október-mánuði. Fór
námið fram hjá Statens Teknolog-
iske Institut í Osló og stóð yfir fram
að páskum, en eftir það hefur nám-
inu verið haldið áfram hjá Iðnaðar-
málastofnuninni í Reykjavík. Sigurð-
ur mun hefja störf hjá Landssam-
bandinu nú í haust.
Um það leyti sem síðasta iðnþing
var háð hér í Reykjavík, var haldin
almenn iðnsýning í Sýningar- og
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
143