Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 41
Aldarminning
íðnaðarmanna
3. febrúar 1967
Nú stöndum vér á merkum tímamótum
og mætumst því til fagnaðar í kvöld.
Og manna þeirra minnast fyrst vér bljótum,
sem merkið reistu fyrir heilli öld;
og hófu sókn með sigurvon í hjarta,
sannfærðir um landsins framtíð bjarta.
Um þær mtindir var hér vakning hafin,
að vekja frelsisneista í þjóðarsál,
sem hafði um aldir legið gleymzku grafinn,
en glœða mátti í óslökkvandi bál.
Nú skyldi ísland endurheimta frelsið,
og endanlega rofið þrœldómshelsið.
En hvað var frelsi, ef athöfn fylgdi eigi,
svo öðlast gæti þjóðin daglegt brauð?
Hún myndi aftur illa stödd á vegi,
og innan tíðar þróttlítil og snauð.
Hér þurfti samstillt átak þúsund handa,
ef þjóðin vildi á eigin fótum standa.
Hér varð að skapa verkmenningu nýja
og vinna fyrir kynslóðanna börn,
sem annars hefðu orðið land að flýja,
hvað öllum þótti smán og neyðarvörn.
Hér varð að þróast iðnaður og iðja,
og að því vildu þegnar landsins styðja.
Afbragðsmenn þar fóru í fararbroddi
og fjöldinn síðar gekk í þeirra slóð,
sem börðust fyrir því með egg og oddi,
að ísland byggði frjáls og starfsöm þjóð,
sem vildi attri veröldinni sanna,
hér væri athvarf frjálsborinna manna.
En mörg og erfið voru vandamálin,
sem varð að leysa, bœði stór og smá.
Og fram var sótt þótt syrta tæki í álinn,
og sigri skyldum vér að lokum ná
með einum vilja, hertum í þeim eldi,
sem ísland geymir hulinn klakafeldi.
En bráðum tók að birta af degi nýjum,
setn bliki sló á vonalöndin heið;
og frelsisvindar feyktu burt þeim skýjum,
sem fram til þessa huldu þráða leið.
Hver áfanginn varð auðsóttari núna,
er öðlast hafði fólkið sigurtrúna.
Nú byggir landið þjóð á þroskavegi,
sem þræðir örugg sinnar gœfuspor.
Og frjálshuga hún fagnar hverjum degi,
sem fœrir henni aukinn mátt og þor.
Við hetjur þær í þakkarskuld vér stöndum,
sem þjóð og landi burgu úr tröttahöndum.
En bezt vér heiðrum minning þeirra manna,
sem merkið reistu fyrir heilli öld,
að hefja hér til valda verkmennt sanna
og vígorð þeirra letra á vorn skjöld.
Vér hefjum sókn með sigurvon í hjarta,
sannfærðir um landsins framtíð bjarta.
Jökull Pétursson, málaram.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
145