Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 36

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 36
Lœkjargata lob eftir brunann h. io. marz s.l. ingabækur og nánari ákvæði um frumbækur. Ráðherra er heimilað að fyrir- skipa staðlað bókhaldsskipulag (eða stöðluð reikningsskil) fyrir ákveðn- ar atvinnugreinar, en það gæti orð- ið til verulega aukins hagræðis við allar hagrannsóknir á afkomu ein- stakra atvinnugreina o. s. frv. Nefndin, sem unnið hefur að samningu lagafrumvarpsins, hefur ekki enn gengið frá endanlegu áliti, en þess er þó að vænta bráðlega. Iðnþróunarróð. Hinn 6. desember 1966 flutti iðn- aðarmálaráðherra Jóhann Hafstein ræðu á Alþingi, er hann lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lög- unum um Iðnlánasjóð. Gat ráðherr- ann þess þar, að iðnaðarmálaráðu- neytið hefði verið í nokkurri endur- skoðun og endurskipulagningu. Ráðuneytið hefði haft litlu starfs- liði á að skipa, en úr því hefði nokk- uð rætzt á s.l. hausti. Þá hefði það og orðið að samkomulagi innan rik- isstjórnarinnar, að iðnaðarmálaráð- herra skipaði svokallað iðnþróunar- ráð, sem yrði til styrktar ráðuneytinu um meðferð meiriháttar mála, sem snerta iðnþróun landsins. Landssambandi iðnaðarmanna barst bréf h. 7. nóv., þar sem beðið er um tilnefningu fulltrúa í ráðið. 1 bréfinu ':’t þess getið, að Iðnþróun- arráð eigi að vera iðnaðarmálaráðu- neytinu til styrktar um meðferð meiriháttar mála, er snerta iðnþró- un landsins. Er iðnþróunarráði ætl- að að starfa að verkefnum, sem að nokkru séu framhald verkefna Stór- iðjunefndar, en þó verði verkefni Iðnþróunarráðs víðtækari, þar sem því er ætlað að fjalla um iðnþróun landsins almennt. Iðnþróunarráð er þannig skipað, að eftirtaldir aðilar tilnefna hver sinn fulltrúa í ráðið og er iðnaðar- málaráðherra formaður þess: Seðla- banki íslands, Framkvæmdasjóður Islands, Iðnlánasjóður, Efnahags- stofnunin, Iðnaðarmálastofnun Is- lands, Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Tðn- aðardeild SlS og Iðja, félag verk- smiðjufólks í Reykjavík. Fulltrúi Landssambands iðnaðar- manna í Iðnþróunarráði er Bragi Hannesson, bankastjóri. Bruni IðnaSarbankahússins. Að morgni föstudagsins 10. marz s.l. kom upp eldur í húsinu Lækjar- götu i2a, sem var næsta hús sunnan við Iðnaðarbankahúsið. Eldurinn læsti sig þegar í Iðnaðarbankahúsið og komst inn á allar hæðir þess nema götuhæð. Skrifstofur Landssambands iðnaðarmanna voru á 4. hæð húss- ins, en þá hæð höfðu Landssamband- ið og Félag íslenzkra iðnrekenda keypt af Iðnaðarbankanum árið 1962 og haft skrifstofur sínar þar síðan. Allar innréttingar á hæðinni ger- eyðilögðust og einnig mest allt inn- bú. Landssambandið varð fyrir miklu tjóni, þar sem mikill hluti skjala- safns þess eyðilagðist, svo og flestar fundargerðarbækur stjórnarinnar og allar fundargerðabækur iðnþinganna frá upphafi. Skrifstofuáhöld og húsgögn Lands- sambandsins voru tryggð fyrir kr. 200.000,00, en endurkaupsverð þess- arrra muna verður sennilega nokkru hærra og verður Landssambandið því óhjákvæmilega fyrir talsverðu fjárhagslegu tjóni við brunann. Eftir brunann flutti Landssam- bandið skrifstofu sína til Meistara- sambands byggingamanna í Skip- holti 70 og hefur verið þar síð- an. Endurbyggingu húsnæðisins í Lækjargötu hefur miðað nokkuð seint áfram, en vonir standa til, að unnt verði að flytja þangað aftur innan fárra vikna. Nokkrar breyting- ar verða gerðar á innréttingu hús- næðis Landssambandsins miðaðar við breyttar þarfir, m. a. vegna til- komu nýs starfsmanns. Tímarit iðnaSarmanna. Frá því að síðasta iðnþing var haldið hafa komið út þrjú hefti af Tímariti iðnaðarmanna og hið fjórða mun væntanlegt næstu daga. Otgáfa tímaritsins er stöðugt háð sömu ann- mörkum og áður, efnisöflun er ýms- um vandkvæðum bundin og tefur út- komu tímaritsins. Ekki hefur verið hægt að koma til móts við óskir iðnþinga um birtingu kauptaxta og verðlags á ýmsum varningi vegna þess hve tímaritið kemur óreglulega út. Á þessu iðnþingi verður útgáfu- starfsemi Landssambandsins tekin til umræðu og lagðar fram tillögur um breytta skipan þessara mála í fram- tíðinni. 140 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.