Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 61
land allt, þegar launþegar meðal iðnaðarmanna hafa
skipulagt landssamtök. Hlýtur þá þörfin fyrir lands-
samtök þeirra, sem reka iðnað og iðnfyrirtæki, að verða
afar brýn. Að því hlýtur að koma fyrr en seinna, að
meistarar í framangreindum iðngreinum skipuleggi
landssambönd iðngreinanna. Þegar eru uppi ráðagerð-
ir um stofnun landssambands fyrirtækja í járniðnaði.
Þar sem ljóst er, að stofnun landssambanda þeirra,
sem hér um ræðir, mun taka nokkurn tíma, eru sett á-
kvæði í 5. gr. tillagnanna þess efnis, að á meðan ekki
hafa verið stofnuð landsfélög eða landssambönd í ein-
stökum iðngreinum, skal staðbundnum sérfélögum í
viðkomandi iðngrein heimil aðild að Landssamband-
inu, en jafnskjótt og stofnað hefur verið landsfélag eða
landssamband í iðngreininni nýtur það forgangsréttar
að aðild að Landssambandinu og fellur þá niður rétt-
ur hins staðbundna félags. Með þessu undantekningar-
ákvæði er sérfélögum þeim í Reykjavik og Akureyri,
sem nú eiga aðild að Landssambandinu, tryggð óbreytt
aðstaða þangað til stofnun landssambanda eða lands-
félaga hefur komizt í framkvæmd.
Þá eru í lok 5. gr. ákvæði um, að leitast skuli við að
allir iðnaðarmenn eigi tvöfalda aðild að Landssam-
bandi iðnaðarmanna, þ. e. annars vegar sem meðlimir
í blönduðu iðnaðarmannafélagi en hins vegar sem með-
limir í landsfélagi eða landssambandi iðngreinar sinn-
ar. Ljóst er þó, að erfitt mun að koma þessu ákvæði í
framkvæmd í Reykjavík og e. t. v. víðar.
6. gr. Samhljóða 5. gr. núgildandi laga.
7. gr. Samhljóða 6. gr. núgildandi laga.
8. gr. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á á-
kvæðum 7. gr. núgildandi laga, sem fjalla um iðnþings-
fulltrúa og kosningu þeirra.
Fyrsti töluliður tiltekur hverjir skulu vera sjálfkjörn-
ir á iðnþing. Þar eru þau nýmæli, að formenn landsfé-
laga og formenn landssambanda iðngreina skulu vera
sjálfkjörnir á iðnþing á sama hátt og formenn iðnaðar-
mannafélaga.
Annar töluliður er efnislega samhljóða hinu almenna
ákvæði 7. gr. núgildandi laga um fjölda iðnþingsfull-
trúa miðað við félagafjölda í sambandsfélögunum.
Þriðji töluliður er efnislega samhljóða núgildandi á-
kvæðum um iðnþingsfulltrúa iðnfyrirtækja og fyrir-
tækjasambanda.
Fjórði töluliður: Ath.: Fallið hefur niður í tillögun-
um „stjórnarformaður Almenns lífeyrissjóðs iðnaðar-
manna“, að öðru leyti eru ákvæði þessa liðs samhljóða
núgildandi ákvæðum um sama efni, nema að því er
varðar formann Sambands iðnskóla á íslandi, en það
eru nýmæli.
Felld eru niður ákvæði um rétt hinna einstöku iðn-
skóla og Sambands iðnskóla á Islandi til að senda full-
trúa á iðnþing.
9. gr. Samhljóða 8. gr. núgildandi laga.
10. gr. Samhljóða 9. gr. núgildandi laga.
11. gr. Samhljóða 10. gr. núgildandi laga. Ath.: Fall-
ið hefur niður síðari helmingur núgildandi 10. gr., svo-
hljóðandi: „Á sama hátt skal tilkynna stjórn Lands-
sambandsins allar breytingar á stjórn og meðlimatölu
sambandsfélaganna innan mánaðar frá árlegum aðal-
fundi hvers félags.“
12. gr. Samhljóða 11. gr. núgildandi laga.
jy gr. Samhljóða 12. gr. núgildandi laga, nema orða-
laginu „tilnefnir“ hefur verið breytt í „gerir tillögur
um“ til samræmis við nútíma málvenju.
14. gr. Samhljóða 13. gr. núgildandi laga.
15. gr. Að mestu efnislega samhljóða 14. gr. núgild-
andi laga, en orðalagi og setningaskipan nokkuð breytt.
Nýmæli er, að 3. málsgr. núgildandi gr., sem nú eru
svohljóðandi: „Hún skal vera ráðunautur stjórnar-
valda ríkisins um málefni, sem varða iðnað, þegar til
hennar er leitað“ er breytt þannig, að nú eru þau:
„Hún skal vera ráðunautur stjórnarvalda ríkisins og
annarra um málefni, sem snerta iðnað, samtök og
frœðslumál iðnaðarmanna og lœtur sér engin slík mál
óviðkomandi".
16. gr. Samhljóða 15. gr. núgildandi laga.
17. gr. Samhljóða 16. gr. núgildandi laga.
18. gr. Samhljóða 17. gr. núgildandi laga, nema d-
liður, sem er nýr.
19. gr. Hér er fellt niður ákvæði um að „hlutaðeig-
andi sambandsfélag greiði ferðakostnað að nokkru eða
öllu leyti, sé þess krafizt“. Eðlilegast er, að sérhvert
félag taki sjálft ákvörðun um þetta mál. Að öðru leyti
er greinin samhljóða 18. gr. núgildandi laga.
20. gr. Samhljóða 19. gr. núgildandi laga.
21. gr. Samhljóða 20. gr. núgildandi laga. Ath.: hér
hefur fallið niður svohljóðandi ákvæði: „Á hverju
iðnþingi skulu kosnir 12 menn í útbreiðslunefnd, bú-
settir utan félagssvæðis Reykjavíkur. Stjórn Landssam-
bandsins kveður útbreiðslunefndina saman til fundar
eigi sjaldnar en einu sinni á ári og þá áður en iðnþing
hefst.
Útbreiðslunefnd fjallar um skipulags- og útbreiðslu-
mál Landssambandsins“.
22. gr. Að mestu samhljóða 21. gr. núgildandi laga.
Fellt er niður ákvæði um skyldu sambandsfélaganna
til þess að gefa skýrslu um atvinnuafkomu félagsmanna
sinna á næstliðnu almanaksári.
23. gr. Samhljóða 22. gr. núgildandi laga.
24. gr. Ákvæði þessarar greinar eru nýmæli, en þau
eru raunar aðeins staðfesting á raunveruleika undan-
farinna áratuga. Niður er felld algerlega ákvæði 23. gr.
núgildandi laga, sem er svohljóðandi:
„Hverjum félagsmanni í félagi, sem er í Landssam-
bandinu, er óheimilt að ganga í bága við samninga eða
kauptaxta, sem gilda fyrir sambandsfélag samiðnað-
armanna hans á þeim stað, sem kauptaxtinn nær yfir.
Verði ágreiningur um framkvæmd iðnaðarvinnu, efnis-
verð eða kauptaxta, skal hlutaðeigandi sambandsfé-
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
165