Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 42

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Side 42
Minningarorð Sigurður Guðmundsson pipulagningapmeistari Hinn 26. sept. s.l. andaðist í sjúkrahúsi hér í þorg einn af okkar gömlu og góðu iðnaðarmönnum, Sig- urður Guðmundsson, pípulagningarmeistari, liðlega 86 ára gamall. Hann var fæddur að Miðhúsum á Vatnsleysuströnd 23. júlí 1881. Foreldrar hans voru hjónin Ingigerður Jónsdóttir frá Skáney í Borgarfirði og Guðmundur Jafetsson, sem fyrstur manna var kenndur við Háteig hér í borg, enda byggði hann þá jörð. Börn þeirra voru fjögur og var Sigurður yngstur þeirra, og eru þau nú öll gengin á fund feðra sinna. Á uppvaxtarárum Sigurðar var mjög víða mikil fátækt meðal alþýðufólks hér á landi, og kom hún harðast niður á barnmörgum fjölskyldum. Til þess að létta á heimilunum, voru börn gjarnan send að heim- an, strax og þau höfðu aldur til að geta unnið eitthvað. Þetta varð líka hlutskipti Sigurðar. Þegar hann var 8 ára gamall fór hann að heiman, og lá leið hans þá til Reykjavíkur, fótgangandi með aleiguna á bakinu í pokaskjatta. Nokkru áður hafði hann misst móður sína. Fram undir fermingaraldur var hann svo jafnan í sveit á sumrum, en með föður sínum á veturna. Þeg- ar hann var 15 ára að aldri gerðist hann sjómaður og stundaði þá atvinnu í liðlega 10 ár ,en þá varð hann fyrir slysi, sem orsakaði það að hann varð að hætta sjómennskunni og varð raunar óvinnufær um tveggja ára skeið. Eftir þetta gerist hann ökumaður með hest- vagna og stndaði þá vinnu um skeið. Árið 1908 vcrða merkileg tímamót í lífi Sigurðar. Þá ræðst hann í vinnu til Ólafs Hjaltested pípulagninga- meistara, og var þá meðal annars falið að annast vatns- leiðslur fyrir ýmsa bændur, bæði í Árnes- og Rangár- vallasýslum. Fórst honum þetta starf prýðilega úr hendi, því maðurinn var ágætlega hagur og útsjónar- samur. Hóf hann síðan nám í iðn þessari og lagði jafnframt stund á járnsmíði hjá mági sínum, Jóni Sigurðssyni, á Laugavegi 54. Fékk hann sér síðan full réttindi í báðum þessum iðngreinum. Hinsvegar urðu pípulagnir hans aðalstarf upp frá því, sem hann stund- aði með sínu hægláta kappi meðan heilsan leyfði. Sig- urður mun því hafa verið einn af allra fyrstu pípu- lagningameisturum hér á landi. Hann var einn af stofnendum Félags pípulagningameistara og tók lengi vel mikinn þátt í félagsstörfum þar. Var Sigurður síðar gerður að heiðursfélaga þess félags. Sigurður var prýðilega greindur maður að eðlisfari og furðu fróður um marga hluti, þótt engrar skóla- menntunar hafi hann notið umfram almennrar barna- fræðslu, eins og hún var á hans uppvaxtarárum. Hann var óvenju íhugull maður og gerði sér ávallt far um að kryfja hvert málefni til mergjar og taka síðan sína af- stöðu. Hann dró sína lærdóma að þeim hörðu tímum, sem hann ólst upp við, og fann alltaf mjög til með þeim sem bágt áttu. Hann átti enga ósk heitari en þá, að hægt væri að bæta hin hörðu kjör alþýðunnar, þannig að hún mætti búa við mannsæmandi kjör. Það var því engin furða þótt Sigurður heitinn fylkti sér snemma undir merki jafnaðarstefnunnar. Hygg ég, að hann hafi unnið málstað hennar meira fylgi en margur annar, sem meira barst á, en það var einmitt sérlega áberandi hve rólegur og hógvær hann var bæði til orðs og æðis. Hann talaði ávallt mjög hægt og rólega en um leið sannfærandi. En þótt Sigurður væri mikill alvörumaður í daglegri umgengni, þá bjó hann yfir mjög næmri kýmnigáfu og var oft spaugilegt að heyra hann segja frá, og hlusta á markvissar athuga- semdir hans við menn og málefni. Ég hef oft verið að hugsa um það, hversvegna Sig- urður hafi dregið sig svo snemma í hlé í félagsmálum, eins og hann var mikill áhugamaður um þau, þó hann hafi þá raunar verið búinn að leggja mikinn og góðan skerf til þeirra á mörgum sviðum. En þótt hann þannig hætti beinum afskiptum af þessum málum, þá fylgdist hann ávallt vel með því sem var að gerast. Ég ræddi einu sinni um þetta við Sigurð heitinn, og af svörum hans mátti glögglega ráða að hann var ekki allskostar ánægður með það ástand og þann hugsunarhátt, sem skapaðist hér á landi með hinu mikla atvinnu- og peningaflóði, sem steyptist yfir þjóðina er hvirfilvindar ófriðarins æddu yfir álfur á árunum i939-’44. Honum 146 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.