Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 57

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 57
félagsmenn þeirra séu jafnframt í viðkomandi iðnaðar- mannafélagi. Loks er gert ráð fyrri, að iðnfyrirtæki og sambönd þeirra geti eins og áður verið aðilar að Landssam- bandi iðnaðarmanna. Þá er gert ráð fyrir, að iðnráðin verði áfram aðilar að iðnþingum eins og verið hefur frá upphafi, en reynt verði að gera þátttöku formanna þeirra á iðnþingum meiri en verið hefur, iðnráðunum sjálfum til uppbygg- ingar og eflingar. Iðnþingin verði jafnframt lands- fundur iðnráðanna, og er því mikilvægt, að formenn- irnir fjölmenni til Iðnþings. Landssambandið þarf að hlutast til um, að þeir haldi á þingtíma sérstakan fund, þeir sem ræði um störf iðnráðanna og samræmi starfs- hætti sína, enda er mikilvægt, að fullt samræmi sé í störfum þeirra. Vel gæti komið til greina að einn af stjórnarmönnum Landssambandsins, t. d. varaforseti, hefði forystu á slíkurn fundi. Ætti það að auðvelda samstarf Landssambandsins og iðnráðanna. Lands- sambandið hafi áfram milligöngu milli iðnráðanna og opinberra aðila að því er varðar umsagnir um réttinda- umsóknir, eins og verið hefur frá upphafi, en athug- andi væri, hvort ekki væri rétt að leita eftir samstarfi um þau mál við heildarsamtök iðnsveina eftir því sem henta þykir. Iðnskólarnir hafa hver um sig haft rétt til þess að senda fulltrúa á iðnþing. Er það frá þeim tíma, er þeir voru reknir af iðnaðarmannafélögunum og því hluti af samtökunum. En eftir að ríki og sveitafélög hafa tekið við skólunum virðist ekki sama ástæða til að þeir hafi sömu áhrif á gang mála á iðnþingum og áður. Gerir því nefndin ráð fyrir, að beinni aðild að hálfu iðn- skólanna verði hætt, en formaður sambands iðnskól- anna verði sjálfkjörinn á iðnþing með sama rétti og formaður iðnfræðsluráðs o. fl. hafa haft. Á Norðurlöndum eru iðnsamböndin að mestu skip- uð meisturum og iðnfyrirtækjum en ekki sveinum. Nefndin telur ekki tímabært að skilja þar á milli hér á landi, enda þótt mörg sveitafélög hafi sagt skilið við Landssambandið og séu nú tengd öðrum heildarsam- tökum. Með hliðsjón af framansögðu hefur nefndin endur- skoðað lög Landssambandsins í heild og leyfir sér hér með að leggja fyrir iðnþingið meðfylgjandi tillögur að nýjum lögum fyrir Landssamband iðnaðarmanna. Reykjavík, 15. september 1967. Vigfús Sigurðsson, form. Gissur Sigurðsson (sign.) (sign.) Haraldur Þórðarson Sigursveinn Hersveinsson (sign.) (sign.) Tillaga um LÖG FYRIR LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA 1. gr. Sambandið heitir „Landssamband iðnaðarmanna". 2. gr. Hcimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 3- gr- Tilgangur Landssambandsins er: að efla íslenzkan iðnað, vera sameiginlegur málsvari fyrir stéttarhags- muni iðnaðarins ,að gæta faglegra, efnahagslegra og félagslegra hagsmuna iðngreinanna og sambandsfélag- anna, vinna að framgangi hagsmunamála þeirra í at- vinnulífi og þjóðfélaginu, vinna að samheldni og skiln- ingi milli sambandsfélaga, vinna að persónulegum dugnaði, samheldni, áreiðanleik, félagslegu samstarfi og góðum viðskiptavenjum til verndar háum faglegum kröfum. 4- gr- Þessum tilgangi vill Landssambandið ná m. a. með því að: a) Efla samvinnu meðal iðnaðarmanna. b) Greiða fyrir félagssamtökum meðal iðnaðar- manna og hlutast til um að öll slík samtök séu í L. i. c) Leita samvinnu við öll þau fyrirtæki eða samtök, sem vinna að eflingu iðnaðarins í landinu. d) Styðja tæknilega, efnahagslega, félags- og menn- ingarlega þróun iðnaðarins. e) Vinna að því að iðnlöggjöfin sé sem fullkomnust og ávallt í sem nánustu samræmi við kröfur og þróun tímans. f) Koma fram fyrir hönd iðnaðarins gagnvart opin- berum aðilum og öðrum sem samskipti þurfa að hafa við iðnaðinn. g) Tryggja eftir mætti, að réttur iðnaðarmanna og iðnfyrirtækja sé ekki fyrir borð borinn, hvorki af lög- gjafarþingi þjóðarinnar, ríkisvaldi né öðrum, svo og að fylgjast með framkvæmd allra laga, er snerta iðnað og sjá um að eftir þeim sé farið. h) Að vinna að sýningum á íslenzkri iðnaðarfram- leiðslu og styðja að sölu hennar á allan hátt. i) Vinna að því, að sem fullkomnastri iðnfræðslu sé haldið uppi í landinu og styðja að framhaldsmenntun iðnaðarmanna. j) Gefa út blöð, bækur og ritlinga um iðnaðarmál og annað, sem iðnaðarmenn varða. k) Halda uppi félagslegri fræðslustarfsemi meðal iðnaðarmanna með erindrekstri, fræðandi fyrirlestrum og leiðbeiningum um félags- og skipulagsmál þeirra. 161 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.