Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Síða 52
SVEINN ÁSGEIRSSON, formaður Neytendasamtakanna:
Aðsfaða kaopenda vörn og |ijú
í ienzlío jijóðfélagi
Erindi flutt á 29. Iðnþingi íslendinga
Neytendasamtökin voru ekki stofnuð til höfuðs
neinum, og hafa starfað í þeim anda. Þau eru ekki
stéttarsamtök eins og til dæmis þau, sem nú halda 29.
iðnþing sitt. Neytendur eru allir þjóðfélagsþegnar frá
vöggu til grafar. í lögum Neytendasamtakanna segir:
Markmið samtakanna er: að gæta hagsmuna neytenda
í þjóðfélaginu. Segja má, að það sé ekkert smáræði, sem
þau ætli sér. Og það er það reyndar ekki heldur. En
þó er það ekki ofurmannlegt, og það byggist einmitt á
því, að allir eiga hagsmuna að gæta sem neytendur,
enda þótt vandamál neytandans komi misjafnlega nið-
ur á mönnum.
Það sem hér er um að ræða, snertir aðstöðu manna.
Hvort þeir eru í stöðu kaupandans, sem á að borga,
eða seljanda, sem á að fá greitt fyrir vöru eða þjón-
ustu eða vinnu. Hagsmuna- og .kjarabarátta þegnanna
í nútíma þjóðfélagi hefur fyrst og fremst verið háð
frá sjónarmiði seljenda í víðtækum skilningi. Enda er
mun auðveldara að bindast samtökum um sjónarmið
þeirra í hinum ýmsu greinum. Og þeir hafa aflað sér
forréttinda, sérréttinda og margs konar hagsmuna-
verndar. Um sjónarmið neytenda hefur aftur á móti
minna verið hirt með þeim afleiðingum, að í stöðu
neytendans hafa menn auðveldlega glatað öllu, sem
þeir töldu sig hafa unnið sem seljendur eða framleið-
endur.
Sem neytendur hafa menn orðið að standa einir
síns liðs. Aðstaða þeirra hefur oft verið slík, að stapp-
ar nær algeru réttleysi í reynd. Það hallar ávallt á
neytandann. Aðstaða hans hefur verið svo veik ekki
aðeins vegna samtakaleysis, heldur engu síður vegna
þess, að þær leiðir, sem þjóðfélagið hefur boðið neyt-
endum til að ná rétti sínum, eru svo erfiðar, seinfarnar,
dýrar og tvísýnar, að til þess að fara þær þarf meiri
peninga, tíma og kjark en þeir yfirleitt hafa samanlagt.
Hinum kjörnu fulltrúum á Alþingi, sem þó eiga fyrst
og fremst að hugsa um þjóðarhag, finnst, sem von er,
að þeir séu skuldbundnari hinum ýmsu hagsmunahóp-
um í þjóðfélaginu heldur en neytendum almennt. Því
að hverjir voru það, sem komu þeim á framboðslist-
ann? Og hvernig voru þeir titlaðir á honum? Það er
líka mála sannast, að lítið hefur borið á frumvörpum,
hvað þá löggjöf, sem hefðu þann tilgang æðstan og þá
hugsjón að baki að efla hagsmuni neytenda almennt og
Sveinn
Ásgeirsson.
tryggja rétt þeirra og réttarstöðu. Aftur á móti hafa
réttindi framleiðenda og seljenda vöru og þjónustu ver-
ið rammlega lögfest á mörgum sviðum. Og að hrófla
við þeim réttindum, sem menn hafa einu sinni fengið
og verða þeim smám saman sjálfsögð og jafnvel heilög,
krefst meira áræðis en ef til vill er hægt að krefjast af
kjörnum fulltrúum. Ég sagði þó aðeins hrófla við, ekki
afnema. Að vísu fylgja réttindum alla jafnan einhverj-
ar skyldur og oft er sérlega vandað til orðalags, hvað
þær snertir. Og það má út af fyrir sig segja, að það
eigi vel við, því að svo oft eru skyldurnar aðeins í
orði, en ekki á borði. Þeir sem réttindin fá eiga sjálfir
að sjá um þau, og það gengur auðvitað ágætlega, en
svo er það hið opinbera, sem á að sjá um skyldurnar
við neytendurna, en það má oft á tíðum ekki vera að
því og telur sig jafnvel ekki hafa efni á því, og um
framkvæmdir í þeim efnum er á stundum lítið hugs-
að við setningu laga og reglugerða. Það hefur jafn-
vel komið fyrir að alveg hafi „gleymzt“ að setja viður-
lög við því, að reglur væru brotnar á neytendum.
Aðgerðarleysið í þeim efnum og ef til vill skilnings-
leysi á því, hvað sjónarmið hins almenna neytanda
gilda í þjóðfélaginu, í efnahagslífinu, hefur verið mjög
áberandi, og er það enn á margan hátt. Hér er þó í
rauninni um mjög alvarlegt mál að ræða, sem okkur
varðar öll. Þetta hefur í heild sinni neikvæð áhrif á
lífskjör þjóðarinnar, auk þess sem hið daglega líf verð-
ur á margan hátt erfiðara, stirðara og hreint og beint
leiðinlegra. Þetta hefur áhrif til hins verra á gæði vara
og þjónustu á mörgum sviðum, á öryggi í viðskiptum,
á upphæðina, sem á reikninginn er sett og kaupandan-
um er gert að greiða að viðlögðum refsiaðgerðum, á
efndir loforða, sem honum eru gefin, þar sem ekki er
hugsað fyrir refsiaðgerðum fyrir brot á þeim. Áhrif
156
TlMARIT IÐNAÐARMANNA