Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Page 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Page 12
Ég mun hér á eftir víkja að nokkrum þáttum í starfsemi Landssambandsins frá síðasta Iðnþingi til þess að skýra þetta nánar. Landssambandið hefur komið sér upp salni upplýsinga um hvers konar atriði, er áhrif hafa á þróun efnahags- og atvinnumála all langt aftur í tímann. Sérstaklega hefur verið safnað upplýsing- um um alla iðnaðarstarfsemi í landinu og aðra atvinnustarfsemi, þannig að hægt sé að bera sam- an þróun iðnaðarins við þróun annarra atvinnu- vega. Má fullyrða að Landssambandið standi nú ekki verr, og jafnvel betur að vígi, en önnur hlið- stæð samtök hér á landi hvað varðar nauðsynleg- ar upplýsingar, til að styðja kröfur sínar og stefnu í þeim málefnum, sem samtökin vilja hafa áhrif á. Má t. d. nefna að Landssambandið hefur látið tölvuvinna fyrir sig sérstaka sundurliðun á iðn- aðarkafla Slysatryggingaskrárinnar, sem er aðal heimild Hagstofunnar og annarra opinbeiTa stofnana um mannafla hinna ýmsu atvinnu- greina. Hefur Landssambandið að þessu leyti betri upplýsingar um mannafla í iðnaði hér á landi en nokkur annar aðili hérlendis og hefur þráfaldlega látið opinberum stofnunum, sarntök- um og öðrum aðilum í té ýmsan fróðleik í þessu sambandi. Á undanförnum árurn hefur verið gerð athug- un á ýmsum iðngreinum hér á landi. Iðnþróunar- sjóður hefur átt frumkvæðið að flestum þessum athugunum, sem gerðar hafa verið í samráði við iðnaðarráðuneytið. Landssambandið hefur jafn- an átt fulltrúa í nefndum, sem ýmist hafa fylgst með athugunum eða unnið að framkvæmd til- lagna þeirra í Jjeim greinum, sem eru á hags- munasviði Landssambandsins. Hins vegar hefur sambandið ekki fyrr en nú haft starfskraft til þess að taka þátt í slíkum iðngreinaathugunum og þess vegna ekki getað haft þau áhrif á sjálfa vinn- una sem skyldi. Þetta framtak Iðnjmóunarsjóðs er mjög lofsvert og ber að þakka, en af eðlilegum ástæðum nær það aðeins til tiltölulega takmarkaðs hluta iðn- aðarins. Þar sem litlir tilburðir hafa verið uppi um það að opinberir aðilar létu framkvæma slík- ar athuganir á breiðum grundvelli, hyggst Lands- sambandið bæta þarna úr. Auk þess hyggst það leggja skerf til, eða fylgjast vel með slíku fram- taki hjá öðrum, sé J^ess óskað. Starfsmenn Landssambandsins hafa í samræmi við þetta hafið þetta starf og gert athugun á iðn- greininni brauð- og kökugerð, J^ar sem settar hafa verið fram tillögur um hvað gera þurfi í Jæssari grein til þess að hún haldi velli í sífellt aukinni samkeppni. Einnig tók Landssambandið ásamt Iðnþróun- arstofnun Islands, Rannsóknastofnun iðnaðarins og Sambandi málm- og skipasmiða, Jíátt í athug- un þeirri á skipasmíða- og skipaviðgerðaiðnaðin- um, sem unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum. í kjölfar athugana á einstökum iðngreinum eða í tengslum við almennar iðnþróunaráætlanir, sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum, hafa ekki ósjaldan fylgt aðgerðir, sem hafa haft að markmiði liagræðingu innan fyrirtækja eða í viðkomandi iðngreinum. Aðgerðir þessar liafa oftast verið studdar af sjóðurn Jreim, sem veita styrki í skipulögð hagTæðingarverkefni í fyrirtækjahópum eða iðngreinum, og ber Iðn- Jnóunarsjóð Jjar hæst. Hafa J^au verið skipidögð og þeim stýrt af hagsmunaaðilum (oft samtökum) og sjóðum og gjarnan hafa aðkeyptir ráðgjafar verið fengnir til að leysa af hendi sjálfa vinnuna. Landssambandið hafði til skamms tíma líti’ sem engin afskipti af veikefnum af Jressu tagi, önnur en aðild að nefndastarfi. Með ráðningu vel menntaðra starfskrafta hafa nú skapast góðir möguleikar á Jrátttöku í slíku starfi, auk Jress sem Landssambandið mun smám saman geta unnið algerlega sjálfstætt á þessu sviði og ef það Jiykir æskilegt veitt beina ráðgjöf og tækniaðstoð sjálft. Landssambandið hefur skipulagt og haft frum- kvæði að einu hagræðingarverkefni og átt með- aðild að fleirum. Mörg verkefni af J^essu tagi eru framundan. Meðal annars hefur verið undirbúið J^róunar- verkefni í byggingariðnaði, er hafa Jrað að mark- miði að taka til athugunar hvernig megi auka af- köst byggingariðnaðarins og hvaða aðferðir til Jress muni falla best að þörfum byggingariðnaðar- ins og byggjendanna. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning og skipulagningu fræðslufunda og hefur starfið mið- ast að því að reyna að finna hvar þörfin fyrir fræðslu er mest og á hvaða sviðum. Öllum fyrir- tækjum innan Landssambandsins hefur verið boðið að fá til sín fræðslufundi um ýmsa þætti fyrirtækjareksturs, svo sem áætlanagerð, bókhald, stjórnun og svo mætti lengi telja. Allmargir fund- ir hafa verið haldnir. Eru J^eir ýmist skipulagðir á þann hátt, að Landssambandið útvegar utanað- komandi leiðbeinendur og fyrirlesara eða að starlsmenn sambandsins sjá um fræðsluna sjálfir. Á Jrví sem hér að framan hefur verið sagt má sjá, að Landssamband iðnaðarmanna beinir ekki spjótum sínum að hinu opinbera, heldur reynir að hafa áhrif á Jrað, sem Jdví Jrykir að umbóta Jaurfi við innan fyrirtækjanna. Á því Iðnþingi, sem nú er að hefja störf, verða 6 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.