Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 13
að vanda tekin fyrir mörg af brýnustu hagsmuna-
málum iðnaðarins, sem ástæða væri til að fjalla
um sérstaklega, en til þess gefst ekki tími nú. Ég
vil þó taka út úr og gera að umræðuefni eitt það
mál, sem fyrir þinginu liggur, en það eru drög að
ályktun um iðnaðarstefnu og iðnþróun. Ef til vill
væri þó réttara að tala fremur um stefnuna í upp-
byggingu atvinnulífsins í heild, því það er skoð-
un stjórnar Landssambands iðnaðarmanna, að
ekki verði svo fjallað um þróun iðnaðar og iðn-
aðarstefnu, að ekki komi þar inn í myndina þró-
un annarra atvinnuvega. Og í beinu framhaldi,
að ekki verði framkvæmd iðnaðarstefna, sem ger-
ir ráð fyrir að mismuna einstökum iðngreinum á
grundvelli vafasamra skilgreininga á því, hvað sé
samkeppnisiðnaður og livað ekki. Hér má segja
að komið sé að kjarna málsins að því er varðar þá
tilfögu, sem íyrir jressu þingi liggur, en þar er
einmitt lögð áhersla á að leggja beri nýtt mat á
mikilvægi einstakra greina iðnaðar, þar sem tekið
sé mið af allri atvinnustarfsemi í landinu.
Mönnum er ljóst, að iðnaðurinn verður að
gegna vaxandi hlutverki í atvinnuuppbyggingu á
íslandi, því í önnur hús er ekki að venda. Stærsta
skrefið í þá átt var stigið með inngöngunni í
EFTA og með samningum við EBE. Með því var
í verki viðurkennt að iðnaður ætti miklu hlut-
verki að gegna á íslandi um ókomna tíð.
Ég hygg, að yfirgnæfandi fjöldi aðila innan
Landssambands iðnaðarmanna liafi fagnað því að
þetta skref var stigið. Ég held líka, að flestir séu
enn sama sinnis, þó hætt sé við, að sá árangur
sem náðst hefur sé mun minni en vænst var við
byrjun þessa áratugs, þegar litið var með bjart-
sýni fram til tíu ára aðlögunartímans, sem nota
átti til að byggja upp og efla íslenskan iðnað. Vel
má vera að bjartsýnin hafi verið of mikil, en ég
vil á engan liátt telja að hún hafi verið til skaða,
né heldur vil ég gera of lítið úr þeim árangri,
sem náðst hefur, það hefur óneitanlega talsvert
miðað fram á við.
Hinu er þó ekki að neita, að talsvert skiptar
skoðanir eru um það hvernig vinna beri að efl-
ingu íslensks iðnaðar, ég vil jafnvel gerast svo
djarfur að segja, að menn virðast ekki sammála
um hvað teljist til iðnaðar og livað ekki.
Ég hef sagt það áður, og mun endurtaka það
hér og svo oft sem mér þykir þurfa, að ég tel óger-
legt að byggja upp íslenskan iðnað á grundvelli
mismununar í aðstöðumálum á þann liátt, að
draga línu milli þeirra greina sem lenda í beinni
samkeppni við EFTA-vörur og hinna sem þar
standa fyrir utan. Hvort tveggja er, að þarna er
óhægt að greina í milli, þar sem iðngreinamar
eru ekki afmarkaðar og sjálfstæðar heildir, held-
Stig Stejanson, jormaður sœnska Iðnsambandsins og Norrœna
Iðnþingsins flytur ávarp.
ur eru hver annarri háðar um viðskipti og þjón-
ustu, en að auki getur það varla hafa verið ætlun-
in, að inngangan í EFTA og samningar við EBE
yrðu þeim greinum einum til gagns, sem þá lentu
í beinni samkeppni á erlendum mörkuðum og
hér heima. Þvert á móti vona ég að sá skilningur
minn sé réttur, að með samningum hafi verið
stigið skref til eflingar alls iðnaðar á ístlandi, en
ekki lítils hluta hans.
Margar skýrslur og áætlanir hafa verið samdar
um iðnað og iðnþróun, þar sem höfuðáhersla
hefur verið lögð á aðgerðir í málefnum þeirra
greina, sem opinberir aðilar hafa skilgreint sem
samkepnisgreinar iðnaðar. Einkennist þar flest af
varnaraðgerðum til að koma í veg fyrir hrun
þessara greina vegna áhrifa lækkandi tolla. Á aðr-
ar greinar er varla minnst, nema þegar sýna á
fram á stærð iðnaðarins og verðmætasköpun í
heild. Úrbætur á aðstöðumálum þeirra virðast
taldar óþarfar og afkoma þeirra virðist aukaati'-
iði.
Ég er t. d. ekki sannnála því að tala um iðnað
sem einungis 9 greinar „samkeppnisiðnaðar“ og
5 greinar „útflutningsiðnaðar“ eins og gert er í
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
7