Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 21
37.
Iðnþing Islendinga
37. Iðnþing íslendinga var haldið á Akureyri
dagana 25. til 27. ágúst 1977.
Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands
iðnaðarmanna, setti þingið í Borgarbíó kl. 10.30
f. h. þann 25. ágúst.
Mikið fjölmenni var við þingsetninguna, en
meðal gesta var iðnaðarráðherra, forsvarsmenn
norrænu iðnsambandanna, alþingismenn, bæjar-
fulltrúar ,fulltrúar ýmissa innlendra stofnana og
lélaga, auk þingfulltrúa og maka þeirra.
í upphafi setningarræðu sinnar minntist for-
seti fyrrverandi iðnþingsfulltrúa, sem látist höfðu
frá því síðasta Iðnþing var lialdið, jieirra: Adolps
Björnssonar rafveitustjóra, Sauðárkróki; Árna
Guðmundssonar bakarameistara, Reykjavík;
Indriða Helgasonar rafvirkjameistara, Akureyri;
Ólafs Guðmundssonar húsgagnasmíðameistara,
Reykjavík og Marselíusar Bernharðssonar skipa-
smíðameistara, ísafirði. Þingfulltrúar risu úr sæt-
um í virðingarskyni við hina látnu iðnþingsfull-
trúa.
Því næst ræddi forseti Landssambandsins um
þróun efnahagsmála s.l. tvö ár og starfsemi Lands-
sambandsins. Ræða forseta er birt í heild hér í
Tímaritinu.
Að setningarræðu forseta lokinni, ávarpaði iðn-
aðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, Iðnþingið. í
ræðu sinni rakti ráðherra þróun helstu mála að
undanförnu. Ræða hans er birt í heild hér í blað-
inu.
Þá flutti Stig Stefanson, formaður Norræna
Iðnráðsins og formaður sænsku samtakanna
kveðjur og lýsti ánægju sinni með samvinnu sam-
takanna á Norðurlöndum.
Þá flutti forseti norsku samtakanna, Finn Gul-
brandsen, blikksmíðameistari, kveðjur frá norsku
samtökunum og að síðustu flutti framkvæmda-
stjóri dönsku samtakanna, Laue Traberg Smidt,
kveðjur og árnaðaróskir Dana til Iðnþingsins.
Þessu næst var kjörbréfanefnd kosin. Eftirtald-
ir voru kjörnir í nefndina:
Sverrir Hallgrhnsson, Garðabæ, formaður,
Garðar Hinriksson, Reykjavík,
Kristinn Kristinsson, Reykjavík,
Ólafur Erlingsson, Sandgerði,
Sigríður Bjarnadóttir, Reykjavík.
Fleira gerðist ekki og var iðnþingsfulltrúum og
gestum boðið til hádegisverðar í boði bæjarstjórn-
ar Akureyrar.
Kl. 14 s.d. setti forseti Landssambandsins fyrsta
])ingiuruliim í Iðnskóla Akureyrar.
Fyrsta mál á dagskrá fundarins var kosning
þingforseta og annarra starfsmanna Jiingsins. Til-
laga um Ingólf Jónsson byggingameistara, Akur-
eyri sem þingforseta var samþykkt einróma. Tók
hann nú við stjórn og bauð þingfulltrúa og maka
þeirra velkomna til Akureyrar og kvaðst vonast
eftir góðri samvinnu við afgreiðslu mála. 1. vara-
forseti var kosinn Sveinn Sæmundsson blikk-
smiðameistari, Kópavogi, og 2. varaforseti Egill
Jónsson tæknifræðingur, Keflavík. Ritarar voru
kjörnir þeir Skúli Sívertsen, Vestmannaeyjum og
Ólafur Jónsson, Reykjavík. Ráðnir sem þingrit-
arar voru tveir af starfsmönnum Landssambands-
ins, þeir Guðmundur Bárðarson og Hannes Guð-
mundsson.
Þá fór fram kjör nefnda og voru þær þannig
skipaðar:
TÍMARIT IÐNAÐARMAN NA
15