Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 30
Þingfulltrúar í skoðunarferð i Slippstöðinni d Akureyri.
Þar sem um er að ræða tillögur að nauðsynlegum
aðdraganda að stofnun samræmds framhalds-
skóla, lýsir Iðnþing íslendinga furðu sinni á því,
að menntamálaráðuneytið skuli ekki enn hafa
tekið afstöðu til framlagðra tillagna, þar sem fyr-
irhuguð er lagasetning um samræmda framhalds-
skólann.
Iðnþing fagnar framkomnu frumvarpi um
framhaldsskóla, en telur að á því þurfi þó að gera
veigamiklar breytingar og er vísað til umsagnar,
sem Landssamband iðnaðarmanna hefur sent
menntamálaráðuneytinu um málið.
12. Verðlrygging fjárskuldbindinga
37. Iðnþing íslendinga skorar á ríkisstjórnina
að breyta lögum nr. 71 frá 6. maí 1966, þannig
að heimilt verði að hús og húshlutar, sem byggðir
eru á ákveðnum tímabilum og ætlaðir til sölu,
séu verðtryggðir samkvæmt byggingavísitölu.
13. Iðnlöggjöfin
Að undanförnu hefur nefnd á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins unnið að endurskoðun á lögunum
um iðju og iðnað og hefur hún skilað til iðnaðar-
ráðherra drögum að frumvarpi um breytingu á
þeim.
Leggur nefndin til að nokkrar breytingar verði
gerðar á lögunum og þau færð til nútímalegra
horfs, með því að sum atriði þeirra verði rýmkuð
frá því sem áður var og ýmis algeng vafaatriði
gerð ljósari en áður.
37. Iðnþingið hefur haft þessi frumvarpsdrög
til umfjöllunar og lýsir yfir stuðningi við þá
stefnumörkun, sem þar kemur fram. Sýnist rýmk-
un einstakra ákvæða laganna fyllilega í samræmi
við stefnu Landssambands iðnaðarmanna og þró-
un þá, sem orðið hefur.
Ingólfur Jónsson afhendir SigurÖi Kristinssyni hókina Akureyri
og norðrið fagra.
Jafnframt minnir Iðnþingið á fyrri ályktanir
sínar um að aukin menntun og verkkunnátta,
sem þróast hefur í skjóli laganna um iðju og iðn-
að hefur orðið sú forsenda, sem iðnþróun hér á
landi hvílir á. Varlega verði því að fara við breyt-
ingar á þessum grundvallarlögum iðnaðarins.
14. Skipasmíðar og viðgerðir
Iðnþing bendir sérstaklega á brýna jrörf fyrir
eflingu skipaiðnaðarins í landinu. Þrátt fyrir yfir-
lýsta stefnu stjórnvalda urn að efla beri þennan
iðnað, hefur furðu lítið enn áunnist í þeim mál-
um.
Það er mat þeirra, er best til þekkja í þessum
iðnaði, að mestum árangri veiði náð í innlendri
skipasmíði með aukinni stöðlun skipa og rað-
smíði þeirra, þannig að hægt sé að hefja smíði
skipa án þess að kaupandi sé fenginn. Slíkt myndi
hafa margháttað hagræði í för með sér lyrir stöðv-
arnar og má þar nefna aukna samræmingu í
hönnun skipa og við val véla og tækja, ásamt auð-
veldari skipulagningu á vinnu og innkaupum al-
mennt. Auðveldara væri að sinna tilfallandi við-
gerðum og síðast en ekki síst skapaði slíkt mögu-
leika á aukinni samvinnu stöðvanna um smíði
skipshluta.
Auk þeirra mála, sem getið hefur verið í þess-
ari og öðrum fréttatilkynningum frá Iðnjringi,
hefur verið fjallað um innri málefni Landssam-
bandsins, svo sem breytingar á lögum samtakanna
ognýja reglugerð fyrir Almenna lífeyrissjóði iðn-
aðarmanna.
Þá var samþykkt að gera Ingólf Finnbogason,
byggingameistara og fyi'rverandi forseta Lands-
sambands iðnaðarmanna, að heiðursfélaga Lands-
sambandfsins. Einnig var samþykkt að veita Ola
Fi'ost, fyrrverandi formanni Noregs Hándværker-
forbund, æðsta heiðursmerki Landssambands iðn-
aðarmanna.
24
TÍMARIT IBNAÐARMANNA