Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 32
t'ormaður, Gissur Sirnonarson, i rœðustól ú afmœlisháliðinni.
Iðnaðarmanna-
félagið í Reykjavík
110 ára
Á þessu ári, eða hinn 3. febrúar s.l., varð Iðn-
aðarmannafélagið í Reykjavík 110 ára. Saga þessa
gamla og virta félags var skráð þegar félagið varð
100 ára og kemur glögglega i Ijós við lestur þess-
arar bókar hversu viða sþor þess liggja og hve
mikilvægu forystuhlutverki félagið gegndi lengi
vel. Stjórn félagsins hefur á ýmsan hátt á þessu
ári minnst afmœlis félagsins. Á afmœlisdaginn tók
stjórn félagsins á móti gestum og félagsmönnum
i nýjum fundarsal á neðstu hœð i Iðnaðarhúsinu
að Hallveigarstig 1. Var þar mikið fjölmenni.
Formaður félagsins, Gissur Símonarson, flutti þar
rœðu og drap á lielstu þcetti í sögu félagsins. Flutt-
ar voru kveðjur ogýmsar gjafir bárust félaginu.
Þá var félagið aðili að og tók virkan þátt í upþ-
setningu Iðnminjasýningar í Árbœ, sem haldin
var i sambandi við iðnkynninguna i Reykjavík
s.l. haust
Og nú síðast á afmœlisárinu réðst félagið i að
halda mikla listsýningu i Iðnaðarhúsinu. Hér er
á ferðinni mjög merkilegt og athyglisvert mál og
einkar ánœgjulegur þáttur i merkilegu starfi fé-
lagsins. Hér eru sýnd 194 listaverk 43 iðnaðar-
manna og eru þeir kynntir í vandaðri sýningar-
skrá. Sýning þessi hefur vakið miltla alhygli og
fengið lofsamlegustu ummœli kunnáttumanna.
Stjórn félagsins á lof sliilið fyrir þetta framtak
silt og vonandi verður framhald hér á. Timarit
iðnaðarmanna fœrir Iðnaðarmannafélaginu,
stjórn þess og félögum bestu árnaðaróskir i tilefni
þessa merka afmœlis. Hér á eftir eru rifjuð upp
nokkur atriði úr sögu félagsins.
Sunnudagaskóli fyrir iðnaðarmenn
í fundargerðabókum félagsins, sem eru til allt
frá árinu 1873, má sjá að fyrstu verkefni félagsins
voru að koma á sunnudagaskóla fyrir iðnaðar-
menn og gera sameiginleg innkaup á vörum frá
Kaupmannahöfn, og voru t. d. keyptir árið 1874
302 pottar af steinolíu sem komu með póstskip-
inu frá Kaupmannahöfn.
Aðalstarfið var þó fræðslustarfið og ekki varð
mikið framhald á vörukaupunum .Var sunnu-
dagaskólinn rekinn með hléum fram til aldamóta
en þá tók skólinn að færast í núverandi horf og
haustið Í904 er farið að kenna 6 daga vikunnar.
Tveim árunr seinna reisti félagið húsið við Von-
arstræti fyrir skólann og þar var hann til húsa til
1955 er hann fluttist að Vitastíg og þá tóku
Reykjavíkurborg og ríkið við rekstri hans.
Samkomuhús var reist við Vonarstræti árið
26
TÍMARIT IÐNAÐARMANiNA