Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 34
Þá stóð félagið fyrir iðnsýningu 1924 og 1932. Mjög fróðlegt yfirlit er um síðustu sýninguna að finna í 6. árgangi Tímarits iðnaðarmanna eftir Guðbjörn Guðmundsson prentara. Stylta Ingólfs Nokkru lyrir 1000 ára afmadi íslandsbyggðar kom Sigurður Guðmundsson fram með þá hug- mynd í Kvöldfélaginu að reisa standmynd af fyrsta landnámsmanninum, Ingólfi Arnarsyni. Ekki komst þessi hugmynd í framkvæmd þá, en árið 1906, er íslenskir þingmenn heimsækja Dan- mörku, kom m. a. fram sú hugmynd að danska þjóðþingið gæfi íslendingum standmynd af Ing- ólfi eítir Einar Jónsson. Var hætt við Jrá hugmynd og á félagsfundi í Iðnaðarmannafélaginu árið 1906 var samþykkt að félagið léti gera þessa stand- rnynd og kosin ,,Ingólfsnefnd“. Daginn sem ritsíminn var opnaður, 29. sept. 1906, sendi nefndin Einari svohljóðandi skeyti: „Iðnaðarmannafélagið gengst fyrir kaupum á Ingólfi, starfaðu öruggur,“ Það var félaginu mjög erfiður baggi að afla f jár til þessa verks og löng saga, en það hafðist og var styttan afhjúpuð að viðstöddu fjölmenni 24. íebr- úar1924. Hús iðnaðarins Á stríðsárunum var larið að tala um að nauð- synlegt væri að koma upp sameiginlegri byggingu fyrir iðnaðarmenn, og í apríl 1946 er stofnað Hús- félag iðnaðarmanna af eftirtöldum félögum: Sveinasambandi byggingarmanna, Landssam- bandi iðnaðarmanna, Múrarameistarafélagi Reykjavíkur, Úrsmiðafélagi íslands og Félagi pípulagningameistara ásamt Iðnaðarmannaíélag- inu. Ýmsar ytri ástæður ollu því að ekki var hafist handa nm framkvæmdir fyrr en 1968 og er nú húsið risið af grunni svo sem kunnugt er og búið að taka það að mestu til notkunar. Hefur lélags- starfsemin s.l. 10 ár einkunr beinst að þessu verk- efni og á byggingartímanum bættust fleiri félög í hópinn. Núverandi eigendur eru, auk Iðnaðar- mannafélagsins, Landssamband iðnaðarmanna, Trésmíðafélag Reykjavíkur, Meistarafélag húsa- smiða, Húsgagnameistarafélag Reykjavíkur, Sveinafélag pípulagningameistara, Félag pípu- lagningameistara, Málarafélag Reykjavíkur, Úr- smiðafélag íslands, Félag íslenskra iðnrekenda, Málarameistarafélag Reykjavíkur, Samband byggingamanna, Sveinafélag húsgagnasmiða, Sveinafélag húsgagnabólsttara, Hárgreiðslumeist- arafélag íslands. Þá má nefna að í eigu félagsins er „Styrktar- sjóður ísleils Jakobssonar“ og er úthlutað árlega úr þeim sjóði styrkjum til iðnaðarmanna, sem vilja fullnuma sig í grein sinni erlendis. Á s.l. ári var úthlutað úr sjóðnum kr. 216.000 til 6 iðnaðar- manna. Á 100 ára afmæli félagsins var borgarstjóra- embættinu færð borgarstjórakeðja úr silfri. Verð- launasjóður, er félagið kom á fyrir 20 árum við Iðnskólann, hefur veitt viðurkenningu tvö s.l. ár. Þá var á 75 ára afmæli félagsins gefin út Iðnsaga íslands í tveimur bindum og sá Guðmundur Finnbogason, Landsbókavörður, um ritstjórn þess og á 100 ára afmæli félagsins fékk það Gísla Jónsson menntaskólakennara til að skrá sögu þess. Á þessum 110 árum, sem liðin eru frá stofn- un félagin, hafa 20 gegnt formennku í því. Guð- nnindur H. Guðmundsson, húsgagnasmíðameist- ari, gegndi formennsku allra manna lengst eða í 21 ár. Landssamband iðnaðarmanna sendir öllum félögum sínum og velunnurum sínar bestu jóla- og nýársóskir og óskir um gott og gæfuríkt starf á komandi ári 28 TÍMARIT IBNAÐARMANiNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.