Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Page 36
sölu, bakarí og matvörubúð. Þá tekur skólinn
einnig að sér smíði íbúðarhúsa og er kennarinn
þá meistari á húsinu.
Ýmislegt mjög fróðlegt kom fram við kynningu
á Norska iðnaðaisambandinu. Sambandið er eins
og Landssamband iðnaðarmanna, heildarsam-
band meistara og fyrirtækjafélaga með saintals
um 8000 félgsmönnum og fyrirtækjum í fram-
leiðslu-, þjónustu- og byggingariðnaði. Starfsemi
samtakanna er að sumu leyti lík starfsemi Lands-
sambandsins og að öðru leyti ólík. Það sem líkt
er með starfseminni er að bæði samtökin vinna
að bættum rekstrarskilyrðum í iðnaði og eru
tengiliður milli stjórnvalda og þess hluta iðnað-
arins, sem þau starfa fyrir. Norsku iðnaðarsam-
tökin leggja öllu meira upp úr áróðri og samskipt-
um við fjölmiðla og stjórnmálamenn heldur en
Landssambandið, en starfa aftur á móti ekkert að
námskeiðahaldi eða þróunarverkefnum í iðnaði,
eins og Landssambandið hefur í seinni tíð sífellt
lagt meiri áherslu á.
Dagskrá Norræna iðnþingsins var með nokkuð
óvenjulegum hætti í þetta sinn. Þingið var hald-
ið í tengslum við fund, sem Sænska iðnsamband-
ið hélt, undir kjörorðinu „Dagur fyrirtækisins
1977“. Á fundi þessum, sem stóð yfir heilan eftir-
miðdag, kynnti iðnaðarráðherra Svía, Nils Ásling,
frumvarp, sem sænska ríkisstjórnin lagði fram í
Stórþinginu þennan sama dag og hefur að mark-
miði að efla stöðu smáiðnaðar í Svíþjóð og bæta
aðstöðu og kjör atvinnurekenda, sem eiga og reka
lítil eða meðalstór fyrirtæki. Mál þetta er óvenju-
legt að því leyti, að 4 ráðuneyti setja fram eitt
sameiginlegt frumvarp um umbætur og eflingu
tiltekins hluta atvinnulífsins. Það eru ýmsar á-
stæður fyrir því að þetta frumvarp er borið fram
nú. Svíar standa frammi fyrir miklum erfiðleik-
um á útflutningsmörkuðum sínum, vegna sífellt
harðnandi samkepni og erfiðleika á að standast
hana. Viðbrögð þeirra við þessu eru athyglisverð,
ekki síst fyrir þá sök, að í stað þess að reyna að
efla þau fyrirtæki, sem mest eru áberandi í at-
vinnulífinu, þ. e. hin fjölmörgu risafyrirtæki
sem þeir eiga, þá beina þeir athygli sinni nú að
smærri fyrirtækjunum. Það kom berlega í ljós á
þessum fundi, að menn eru sífellt betur og betur
að átta sig á því hversu mikilvægu hlutverki
smærri fyrirtækin gegna í þjóðfélaginu.
Frumvarp þetta er fyrir margra hluta sakir at-
hyglisvert, en ekki verður farið út í efnisatriði
þess hér, þar sem því verða gerð ýtarleg skil ann-
ars staðar í þessu hefti Tímaritsins.
Að morgni föstudagsins I 1. nóvember hófst
síðan Iðnþingið sjálft. Stig Stefanson, íorseti Nor-
ræna iðnráðsins, setti þingið með ávar]ii. Rifjaði
hann upp samskipti iðnaðarsamtakanna í aðildar-
löndunum á þeim þremur árum, sem liðin eru
frá síðasta Iðnþingi og ræddi um þýðingu þessara
samskipta fyrir iðnaðarsamtökin. Þá flutti banka-
stjóri Norræna fjárfestingarbankans, Bert Lund-
ström, fyrirlestur um bankann og möguleika hans
til að veita lán til norrænna verkefna á sviði smá-
iðnaðar. Fram kom í máli hans að Norræni fjár-
festingarbankinn hefði verið stofnaður til þess
að auka möguleika Norðurlandanna á að útvega
fjármagn með hagstæðum kjörum á hinum al-
þjóðlegu peningamörkuðum og veita síðan lán
til samnorrænna verkefna. Bankinn getur veitt
lán bæði einkaaðilum og opinberum aðilum, en
til þess að verkefni sé lánshæft þurfa í ílestum til-
fellum að vera tvö eða fleiri Norðurlönd saman
um verkefnið. Þó getur bankinn veitt lán til eins
lands, ef verkefnið er í þágu fleiri landa, t. d.
með byggingu orkuvera, samgöngutækja og þess
háttar verkefna, sem koma fleiri en einu landi
að gagni. Bankinn var stofnaður 4. desember 1975
og hefur lánað í 3 stór verkefni, m. a. til íslenska
Málmblendifélagsins.
Fulltrúar íslands í stjórn bankans eru Þórhall-
ur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri og Jón Sigurðsson
hagrannsóknarstjóri.
Aðalmál þingsins var umræða um skýrslur þær,
sem lagðar voru fram á þinginu frá aðildarlönd-
um. Fyrir þingið höfðu Svíar látið þau boð út
ganga, að von væri á frumvarpi því, sem áður er
getið um eflingu smáiðnaðarfyrirtækja í Svíþjóð.
Oskuðu þeir eftir að aðalmál þingsins yrði um-
ræða um þær aðgerðir, sem boðaðar eru í þessu
frumvarpi og hliðstæðar aðgerðir í hinum lönd-
unum, enda yrði gerð grein fyrir þeim í skýrslum
hinna einstöku landa.
I Ijós kom, að aðeins í Noregi er fyrirhugað að
leggja lram frumvarp í líkingu við hið sænska,
það er frumvarp, sem beinist fyrst og fremst að
stefnumótum um aðgerðir til að efla smá og með-
alstór iðnfyrirtæki. Það er þó ekki þar með sagt
að ekki sé unnið að þv,í að lagfæra rekstrarskil-
yrði iðnaðarins í hinum löndunum. Þar eru að-
gerðirnar hins vegar ekki bundnar við stærð fyr-
irtækja eins og í Svíþjóð og Noregi, heldur bein-
ast þær fremur að heildinni, eða jalnvel að til-
teknum greinum iðnaðarins eins og t. d. í Dan-
mörku, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á
framleiðsluaukandi aðgerðir í byggingariðnaði.
í norska frumvarpinu bera hátt áform um efl-
ingu upplýsingaþjónustu, námskeiðahalds og
rekstrarráðgjafarstarfsemi Norsku iðnfræðistofn-
unarinnar. Er m. a. gert ráð fyrir að efla eftir-
menntunarstarfsemi stofnunarinnar, sem beinist
fyrst og frenrst að þjálfun og kennslu í nýjung-
30
TIMAU.IT IBNAÐARMANNA