Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 38

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 38
hlutverk að samhæfa starfsemi þeirra aðila í Dan- mörku, sem veita styrki til tækniaðstoðar hvers konar og aðstoðar á sviði fyrirtækjastjórnunar. Jafnframt hefur 50 millj. danskra króna verið varið til þess að efla starfsemi af þessu tagi og er ætlunin með þessu að gefa fyrirtækjum góðan möguleika á að nýta sér hvers konar ráðgjöf, nám- skeiðahald og starfsþjálfun, sem opinberir aðilar og ráðgjafafyrirtæki í einkaeign hafa upp á að bjóða. Af þeim ráðstöfunum, sem fyrirhugaðar eru í Danmörku, má nefna auk þess sem hér að fram- an hefur verið getið: 1. Þeir styrkir, senr veittir eru til aðgerða er leiða til orkusparnaðar, t. d. með bættri einangrun húsa o. fl., verða auknir. Ennfremur styrkir til fyrirtækja, sem nýta afgangsorku frá orkuver- um. 2. Afskriftareglur vegna nýs atvinnuhúsnæðis breytast þannig, að leyfðar eru 10% afskriftir á því ári sem húsnæðið er keypt eða tekið í notkun. Á öðru ári afskrifast einnig 10%, þá 6% næstu 8 árin og 2% á ári eftir það. 3. Lagaákvæði um stimpilgjöld breytast á þann hátt, að þótt tilkynna þurfi ákveðnar breyting- ar á skuldbréfum til þinglýsingar, verður það ekki gjaldskylt. 4. Veitt verða lán til stofnsetningar fyrirtækja úr sjóðum, sem aðeins veittu lán til endurbóta eða stækkunar fyrirtækja áður. 5. Veittir verða beinir ríkisstyrkir til vöruþróun- ar, en með vöruþróun er þá átt við umbætur og þróun á framleiðslu, sem fyrir er ásamt þró- un á nýrri vöru. Styrkveitingin nær til 40% kostnaðar, þó í mesta lagi 1 millj. danskra kr. Ekki er ástæða til að lengja þessa grein með því að tíunda innihald skýrslu Landssambands iðnaðarmanna til Iðnþingsins, þar sem lesendur Tímaritsins þekkja allar aðstæður í þessum efn- um hér á landi. Það má þó nefna, að meginefni hennar var stutt lýsing á þeim aðgerðum, sem hér hafa verið gerðar í kjölfar EFTA-aðildarinnar og var greint frá skoðun Landsambandsins á þeim. Ennfremur voru ýmsar yfirlýsingar, sem komið hafa fram í tveimur ræðum núverandi iðnaðar- ráðherra, látnar fylgja skýrslunni, til þess að gera grein fyrir þeim atriðum, sem sá ráðherra sem fer með stefnumótun í iðnaðarmálum telur að tak- ast þurfi á við í næstu framtíð. Nokkrar umræður urðu um skýrslur landanna. Skýrslurnar bera með sér það sem raunar var vit- að, að eftir jrví sem fríverslun milli landa hefur verið aukin, því meir hafa hin ýmsu lönd aukið stuðningsaðgerðir sínar. Er nú svo komið að í stað þess að áður voru tollar mismunandi háir, eru nú aðgerðir til styrktar atvinnuvegunum mis- munandi miklar í löndunum. Þessi málefni hafa verið ofarlega á baugi hér á landi að undanförnu. Það mætti skrifa heila bók um stuðningsað- gerðir hvers lands fyrir sig. Hér að frarnan hefur verið gerð grein fyrir því nýjasta í þessum efnum, sem þó þarf engan veginn að vera það mikilvæg- asta sem taka þarf til greina við samanburð á milli landanna. Fulltrúar Landssambands iðnað- armanna á þessu þingi sannfærðust enn betur en áður um það, hve mikilvægt er fyrir íslenskan iðnað og iðnaðarmenn að vera vel á verði og fylgjast vel með þessum atriðum, sem geta valdið úrslitum um samkeppnishæfni iðnaðarins hér á landi. I lok Iðnþingsins tók Matti Niemi verkfræð- ingur, formaður Einnska iðnsambandsins, við formennsku í Norræna iðnráðinu og mun skrif- stofa ráðsins jafnframt verða í Helsinki næstu 3 árin, en þar verður næsta Norræna iðnþing vænt- anlega háð árið 1980. Ræða Gimnars Thoroddsens Framh. af bls. 14 breyst, íslenskum iðnaði í hag. Þjóðin hefur öðl- ast næmari skilning en áður á gildi iðnaðar. Við skulum vona að sama máli gegni um svokallaða ráðamenn þjóðarinnar. Allur þessi aukni skiln- ingur mun skila íslenskum iðnaði til sívaxandi framlags í þágu íslenskrar þjóðar. Atvinnugreinar vinni saman á jafnréttis- grundvelli Þeirrar tilhneigingar gætir um of að telja þýð- ingu einhverrar einnar atvinnugreinar meiri en annarra. Þess hefur einnig nokkuð gætt að telja eina grein iðnaðarins þýðingarmeiri en aðra. Slíkur metingur er varasamur. Það er hollara að hafa í liuga, að atvinnulífið er ein samofin lieild og njóta einstakar greinar þess stuðning hver af annarri. Því aðeins mun þjóðinni vel farnast, að allar atvinnugreinar vinni vel saman af skilningi og bróðurhug á jafnréttisgrunni. Að því skulum við öll vinna. 32 TÍMARIT IBNAÐARMANÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.