Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Page 39
Inngangur
Fyrirtæki með undir 200 starfsmenn veita
meira en 1 milljón Svía atvinnu, en það er um
helmingur vinnandi fólks í landinu.
Þessi fyrirtæki eru þó mun veigameiri þáttur í
atvinnulífinu víða út um Inadsbyggðina og skipta
þar sköpum um hvort einstök svæði eru byggileg
eða ekki. Á mörgum sérsviðum eru þessi fyrir-
tæki einu aðilarnir, sem sjá neytendum og ekki
síður öðrum fyrirtækjum fyrir ýmis konar vöru
og þjónustu.
í inngangsorðum sínum með frumvarpinu
leggur Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, áherslu á að framkvæmdavilji og geta sé
höfuðatriði og hann bendir á að með frumvarp-
inu vilji sænska ríkisstjórnin sýna í verki að hún
meti mikilvægi þessara fyrirtækja í atvinnulífinu.
Þar sé að finna mikilvæga uppsprettu tækninýj-
unga og nýrra atvinnutækifæra. Það sé því vilji
ríkisstjórnarinnar að bæta starfsaðstöðu smáfyrir-
tækjanna með þeim aðgerðum, sem lagt er til í
frumvarpinu.
Það sem einkum mun valda þessari auknu á-
herslu á eflingu smáfyrirtækja er sú reynsla, sem
fengist hefur í kjölfar olíukreppunnar, en mikið
af stórfyrirtækjum og stóriðju Svía hefur orðið
mjög illa úti og virðast vart eiga sér viðreisnar
von. Smáfyrirtækin hafa á liinn bóginn mun
meiri sveigjanleika og veita auk þess tiltölulega
mun ileira fólki atvinnu miðað við fjárfestingu.
Frumvarpið er í raun fjórþætt að því leyti, að
þar eru í einu frumvarpi tillögur frá fjórum ráðu-
neytum, sem allar miða að sama marki, þ. e. a. s.
að bæta starfsaðstöðu og auka þróunarmöguleika
smáfyrirtækja.
Iðnaðarráðuneytið
Tillögur iðnaðarráðuneytisins eru í sex megin
þáttum og eru þeir þessir í stuttu máli:
1. Lagt er til að stofna staðbundna „þróunar-
sjóði“ (utvecklingsfonder) alls 24 talsins, sem
aðsetur eiga að hafa úti um land eða einn í
hverju léni. Sjóðir þessir skulu gegna tvíþættu
hlutverki, þ. e. annars vegar sem ráðgjafar- og
þjónustustofnanir og hins vegar lánastofn-
anir. Mest áhersla er lögð á að auka markaðs-
starfsemi, vöruþróun og stuðning við stofnun
nýrra fyrirtækja. (Ath. smáfyrirtækjum í Sví-
þjóð hefur talsvert fækkað á undanförnum ár-
um).
2. Samhliða stofnun framangreindra þróunar-
sjóða eru tveir sjóðir, sem fyrir eru, þ .e. „Iðn-
lánasjóður“ (Hantverks och industrifonden)
og „Þróunarsjóður ríkisins" (Statens utveck-
TÍMARIT IÐNAÖARMANNA
Frumvarp
um aðgerðir til eflingar
lítilla og meðalstórra fyrir
tækja lagt fyrir sænska
þingið 8. nóvember 1977
Sveiun S. Hannesson viðskiptafræðingur
lingsfond), sameinaðir og útlánum Jieirra skipt
upp á staðbundnu sjóðina, sem verða 24 eins
og áður sagði.
Til þessara staðbundnu sjóða er ætlunin að
verja á næstu fjárlögum sænska ríkisins (1978/
79) 322 millj. kr., 14,5 milljarðar ísl. kr. eða
200 millj. skr. hærri fjárhæð en varið var til
sjóðanna tveggja á síðustu fjárlögum. Þess má
geta að heildarútlán sænska Iðnlánasjóðsins
námu við árslok 1975 1.100 millj. skr., sem
samsvarar tæpum 50 milljörðum ísl. kr„ en
85% af þeirri fjárliæð voru lán til fyrirtækja
með undir 25 starfsmenn. Auk Jiessa er svo
ætlunin að verja 58 millj. skr. eða 2,6 milljörð-
um ísl. kr. til ráðgjafar og fræðslustarfsemi
sjóðanna.
3. SVETAB (Svenska Industrietablerings AB)
hefur J>að hlutverk að stuðla að stofnun fyrir-
tækja og þar með aukinni atvinnu, einkum á
J)eim svæðum, þar sem atvinnuástand er bág-
borið. Þetta er gert með eignaraðild að fyrir-
tækjum, J)ó ávallt J)annig að meirihulti hluta-
fjár fyrirtækjanna sé í einkaeigM, en einnig
veitir SVETAB löng lán, sem síðan má breyta
í lrlutafjáreign í viðkomandi fyrirtæki. í frum-
varpinu er ráðgert að verja 40 millj. s. kr. (1,8
milljaðar ísl. kr.) til stofnunar tveggja nýrra
svæðisbundinna ritibúa SVETAB (regionala
investmentbolag) í Vármlands/Bergs léninu og
Norrland.
4. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið styrki
sveitarfélög til byggingar á atvinnuhúsnæði,
sem siðan sé leigt út til fyrirtækja. Hér er um
beina styrki að ræða og er áætlað að verja til
þess á næstu fjárlögum 30 millj. s. kr„ sem
svarar til 1,4 milljarði ísl. kr.
5. Framlög sænska ríkisins til fræðslustarfsemi
33