Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 39

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 39
Inngangur Fyrirtæki með undir 200 starfsmenn veita meira en 1 milljón Svía atvinnu, en það er um helmingur vinnandi fólks í landinu. Þessi fyrirtæki eru þó mun veigameiri þáttur í atvinnulífinu víða út um Inadsbyggðina og skipta þar sköpum um hvort einstök svæði eru byggileg eða ekki. Á mörgum sérsviðum eru þessi fyrir- tæki einu aðilarnir, sem sjá neytendum og ekki síður öðrum fyrirtækjum fyrir ýmis konar vöru og þjónustu. í inngangsorðum sínum með frumvarpinu leggur Thorbjörn Fálldin, forsætisráðherra Sví- þjóðar, áherslu á að framkvæmdavilji og geta sé höfuðatriði og hann bendir á að með frumvarp- inu vilji sænska ríkisstjórnin sýna í verki að hún meti mikilvægi þessara fyrirtækja í atvinnulífinu. Þar sé að finna mikilvæga uppsprettu tækninýj- unga og nýrra atvinnutækifæra. Það sé því vilji ríkisstjórnarinnar að bæta starfsaðstöðu smáfyrir- tækjanna með þeim aðgerðum, sem lagt er til í frumvarpinu. Það sem einkum mun valda þessari auknu á- herslu á eflingu smáfyrirtækja er sú reynsla, sem fengist hefur í kjölfar olíukreppunnar, en mikið af stórfyrirtækjum og stóriðju Svía hefur orðið mjög illa úti og virðast vart eiga sér viðreisnar von. Smáfyrirtækin hafa á liinn bóginn mun meiri sveigjanleika og veita auk þess tiltölulega mun ileira fólki atvinnu miðað við fjárfestingu. Frumvarpið er í raun fjórþætt að því leyti, að þar eru í einu frumvarpi tillögur frá fjórum ráðu- neytum, sem allar miða að sama marki, þ. e. a. s. að bæta starfsaðstöðu og auka þróunarmöguleika smáfyrirtækja. Iðnaðarráðuneytið Tillögur iðnaðarráðuneytisins eru í sex megin þáttum og eru þeir þessir í stuttu máli: 1. Lagt er til að stofna staðbundna „þróunar- sjóði“ (utvecklingsfonder) alls 24 talsins, sem aðsetur eiga að hafa úti um land eða einn í hverju léni. Sjóðir þessir skulu gegna tvíþættu hlutverki, þ. e. annars vegar sem ráðgjafar- og þjónustustofnanir og hins vegar lánastofn- anir. Mest áhersla er lögð á að auka markaðs- starfsemi, vöruþróun og stuðning við stofnun nýrra fyrirtækja. (Ath. smáfyrirtækjum í Sví- þjóð hefur talsvert fækkað á undanförnum ár- um). 2. Samhliða stofnun framangreindra þróunar- sjóða eru tveir sjóðir, sem fyrir eru, þ .e. „Iðn- lánasjóður“ (Hantverks och industrifonden) og „Þróunarsjóður ríkisins" (Statens utveck- TÍMARIT IÐNAÖARMANNA Frumvarp um aðgerðir til eflingar lítilla og meðalstórra fyrir tækja lagt fyrir sænska þingið 8. nóvember 1977 Sveiun S. Hannesson viðskiptafræðingur lingsfond), sameinaðir og útlánum Jieirra skipt upp á staðbundnu sjóðina, sem verða 24 eins og áður sagði. Til þessara staðbundnu sjóða er ætlunin að verja á næstu fjárlögum sænska ríkisins (1978/ 79) 322 millj. kr., 14,5 milljarðar ísl. kr. eða 200 millj. skr. hærri fjárhæð en varið var til sjóðanna tveggja á síðustu fjárlögum. Þess má geta að heildarútlán sænska Iðnlánasjóðsins námu við árslok 1975 1.100 millj. skr., sem samsvarar tæpum 50 milljörðum ísl. kr„ en 85% af þeirri fjárliæð voru lán til fyrirtækja með undir 25 starfsmenn. Auk Jiessa er svo ætlunin að verja 58 millj. skr. eða 2,6 milljörð- um ísl. kr. til ráðgjafar og fræðslustarfsemi sjóðanna. 3. SVETAB (Svenska Industrietablerings AB) hefur J>að hlutverk að stuðla að stofnun fyrir- tækja og þar með aukinni atvinnu, einkum á J)eim svæðum, þar sem atvinnuástand er bág- borið. Þetta er gert með eignaraðild að fyrir- tækjum, J)ó ávallt J)annig að meirihulti hluta- fjár fyrirtækjanna sé í einkaeigM, en einnig veitir SVETAB löng lán, sem síðan má breyta í lrlutafjáreign í viðkomandi fyrirtæki. í frum- varpinu er ráðgert að verja 40 millj. s. kr. (1,8 milljaðar ísl. kr.) til stofnunar tveggja nýrra svæðisbundinna ritibúa SVETAB (regionala investmentbolag) í Vármlands/Bergs léninu og Norrland. 4. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið styrki sveitarfélög til byggingar á atvinnuhúsnæði, sem siðan sé leigt út til fyrirtækja. Hér er um beina styrki að ræða og er áætlað að verja til þess á næstu fjárlögum 30 millj. s. kr„ sem svarar til 1,4 milljarði ísl. kr. 5. Framlög sænska ríkisins til fræðslustarfsemi 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.