Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 40
fyrir stjórnendur fyrirtækja fer fram í gegnum
SIFU (Statens industriverks enhet för foretags-
ntveckling). Þessa starfsemi vill sænska ríkis-
stjórnin efla, og þá einkum á formi stuttra
námskeiða á ákveðnum afmörkuðum sviðum.
Hér er um að ræða fræðslustarfsemi bæði um
tæknileg og fjárhagsleg efni, en sérstök áhersla
er lögð á að fræðslan sé hagnýt og aðgengileg
fyrir stjómendur smáfyrirtækja. Einnig er ætl-
unin að kynna á þenan hátt nýjar aðgerðir
opinberra aðila, t. d. ný lög, sem áhrif hafa á
aðstöðu smáfyrirtækjanna.
Áætlað er að anka framlag ríkisins til SIFU
vegna þessa um 1,3 millj. s. kr. á næstu fjárlög-
um, eða sem svarar tæpum 60 millj. ísl kr., en
í heild mun varið til þessara mála á næsta ári
um 20 millj. s. kr., sem samsvarar um 900 millj.
ísl kr.
6. í Svíþjóð er talsverður fjöldi fyrirtækja, sem
sérhæfa sig í vöruþróun, þ. e. að þróa uppfinn-
ingar og hugmyndir yfir í raunverulega fram-
leiðslu og sölu.
Til að eíla þessi fyrirtæki ,sem oft eru lítt arð-
bær og taka á sig mikla áhættu, þar sem árang-
ur starfsins er mjög ótryggur, er í frumvarp-
inu gert ráð fyrir að styrkja þessa starfsemi sér-
staklega í gegnum STU (Styrelsen för teknisk
utveckling), en sú stofnun fékk á fjárlögum
1975/76 245 millj. s. kr. og veitti þar af í styrki
til fyrirtækja um 220 millj. s. kr., sem samsvar-
ar unr tæpum 10 milljörðum ísl. kr.
Fjármá laráðuneytið
Þætti sænska fjármálaráðuneytisins í frumvarp-
inu má í aðalatriðum skipta í jrrjá meginþætti:
1. Eignaskattar og erfðafjár- og gjafaskattar vegna
eignaskipta verða verulega lækkaðir þegar smá-
fyrirtæki eiga í hlut, en talið er að þessir skatt-
ar séu nú sérstaklega þungbærir smáum fyrir-
tækjum. Þá lrefur það þótt óæskileg þróun, að
mörg smáfyrirtæki hafa verið seld stórfyrir-
tækjurn og fyrirtækjasamsteypum, einungis af
skattalegum ástæðum, sem torveldað hafa kyn-
slóðaskipti í fyrirtækjunum. Umræddar breyt-
ingar á skattalögunum eru talsvert flóknar og
þyrfti langt mál til að greina frá þeim til lrlýt-
ar og verður ekki gert hér. Hins vegar má geta
þess, að þau smáfyrirtæki, sem njóta góðs af
þessum breyttu ákvæðum greiða nri um 150
millj. s. kr. í eignar-, erfða- og gjafaskatt á ári,
en eftir breytinguna munu þau greiða um
þriðjung þessarar fjárhæðar, eða 50—60 millj.
s. kr. í heild nemur þessi skattalækkun Jrví
4—4,5 milljörðum ísl. kr.
Þar að auki koma svo heimildir til að dreifa
greiðslu erfða- og gjafaskatta á allt að 20 ára
tímabil.
2. Frumvarpið gerir ráð fyrir að efla útflutnings-
möguleika smáfyrirtækja á þann hátt, að rýmka
ákvæði um skattalega ívilnun vegna útflutn-
ings. Einn jráttur í þessari rýmkun er t. d. að
skattaívilnun er nú bundin við að viðkomandi
útflytjandi hafi þurft að veita a. m. k. 1 millj.
s. kr. lán vegna útflutningsins, en þetta rnark
á skv. frumvarpnu að lækka í 500 þús. s. kr.
3. í frumvarpinu er lagt til að rýmka reglur um
frádrátt af skatti hjá smáfyrirtækjum, vegna
notkunar einkabifreiða eigenda við rekstur-
inn. Einnig er ráðgert að breyta reglum um
arðgreiðslur.
Viðskiptamálaráðuneytið
Aðgerðum þeim í frumvarpinu, sem koma frá
viðskiptaráðuneytinu má skipta í þrjá hluta:
1. Skipuð er nefnd til að kanna lánamál þjón-
ustufyrirtækja og gera tillögur um úrbætur.
Einnig skal nefndin kanna þörfina fyrir aukna
ráðgjafaþjónustu til handa smáfyrirtækjum í
þjónustu og hvernig lrenni skuli háttað.
2. Smáfyrirtæki, sem starfa á sviði ferðamála fá
aðstoð í gegnum ,,Ferðamálaráð“ (Turist-
Framh. á bls. 36
34
timar.it ibnaðarmanna