Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 48

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 48
Þar sem nokkuð hefur borið á því að eigendur og forráðamenn iðnfyrirtækja þekkja ekki eða vita ekki af þeim lánamöguleikum sem Seðla- banki Islands býður upp á, þykir rétt að vekja hér athygli á þessum möguleikum. Seðlabankinn veitir tvenns konar lán til iðn- fyrirtækja, þ. e. framleiðslulán og rekstrarlán og eru þau nefnd einu nafni endurkaupalán. Þessi lánafyrirgreiðsla gengur i gegnum viðskiptabank- ana, þannig að það eru viðskiptabankarnir sem snúa sér til Seðlabankans með lánabeiðnir fyrir sína viðskiptavini. í reglum Seðlabankans um framleiðslulán, seg- ir „að Seðlabankinn sé reiðubúinn að endur- kaupa víxla (framleiðslulán) út á birgðir af full- unnum iðnaðarvörum (og þegar sérstaklega stendur á, hráefnum og vörum í vinnslu) ef eftir- farandi skilyrðum er fullnægt að mati bankans: 1. Að hinar fullunnu vörur séu: a) samkynja b) auðseljanlegar c) hafi verið á markaði í 12 mánuði a. m. k. 2. Að verðmæti ársframleiðslu fyrirtækis sé ekki undir ákveðnu lágmarki, sem Seðlabankinn setur fyrir hverja atvinnugrein. 3. Að fyrir liggi endurskoðaður efnahags- og rekstrarreikningur ásamt rekstrar- og greiðslu- áætlunum, sem Seðlabanki getur byggt mat sitt á efnahag og lánsþörf viðkomandi fyrirtækis, svo og lýsing á starfseminni.“ Seðalbankinn hefur ekki framfylgt annarri greininni um verðmæti ársíramleiðslu og verður því að láta reyna á það í liverri umsókn, hvort fyr- irtækið er nægilega stórt. I fyrstu voru þessi lán ætluð til iðnaðarvara, sem ætlaðar voru til útflutnings en hafa nú einn- ig verið veitt til iðnaðarvara sem ætlaðar eru til Endurkaupalán Seðlabanka Islands Hannes Guðmundsson viðskiptafræðingur sölu á innlendum markaði. Þá er átt við mikil- vægar framleiðslugreinar og sérstaka fjármögnun- arþörf, svo sem vegna árstíðabundinnar fram- leiðslu og sölu, enda sé pá um að rœða lítið toll- verndaða framleiðslu. Samþykki Seðlabankinn umbeðin endurkaup, gilda eftirfarandi reglur: 1. Fyrir skal liggja yfirlýsing um birgðir þær, sem lánað er út á, magn þeirra og að þær séu geymd- ar í vörslu lántaka á sérstökum afmörkuðum geymslustað. Birgðaskýrslan sé undirrituð af framkvæmdastjóra fyrirtækisins eða fulltrúa hans, svo og verkstjóra eða birgðaverði. 2. Lántaki skal gera sérstakar birgðaskýrslur fyrir hvert framleiðsluár með eftirtöldum upplýs- ingum: a. Birgðir af fullunnum vörum skv. lið 1, b. birgðir af hráelni, c. ókomið hráefni, sem búið er að sanrþykkja greiðsluskuldbindingar fyrir, d. lán vegna kaupa á hráefni, e. innstæðu á geymslureikningi vegna kaupa á hráefni. 3. Lántaki skal hafa veðsett eða framselt birgðirn- ar viðskiptabanka á formlegan hátt, eins og lög leyfa. 4. Lánin skulu reiknast sem hundraðshluti af nettó-verksmiðjuverði, eftir því sem Seðlabank- inn ákveður hverju sinni að frádregnum 5% til öryggis. Nettó-verksmiðjuverð ákveður Seðla- bankinn á hinum ýmsu iðnaðarvörum, svo oft sem ástæða þykir til, eftir því sem markaður og markaðshorfur eru að mati bankans. Komi í Ijós, að lán vegna hráefniskaupa séu hærri en 80% af verðmæti hráefnisbirgða, skal fram- leiðslulán lækka, sem nernur þeirri fjárhæð, sem umfram er 80%. 42 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.