Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 54

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 54
Sveitastjórnir og iðnþróun Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Grein þessi var flutt á ráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem haldin var á Hótel Sögu dagana 26.-27. september 1977 og fjallaði hún um sveitarstjórnir og iðnþróun. í bréfum Jrar sem boðað er til þessarar ráð- stefnu segir m. a., að þess verði nú viða vart, að sveitarstjórnarmenn hafi áhuga á að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf viðkomandi staða, auka á fjölbreytni þess og gera þannig afkomuna ör- uggari. Sé þá einatt litið til iðnaðarins í leit að nýjum möguleikum. Einnig segir að tveggja daga umræður um þessi mál og heimsóknir í iðnfyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu geti e. t. v. orðið til uppörvunar og veitt mönnum innsýn í ný atvinnutækifæri, sem nýta mætti heima fyrir. Og lykilspurningin virðist vera, hvaða hlutverki sveitarstjórnir eigi að gegna í sambandi við efl- ingu iðnaðar i landinu. Með þetta í huga virðist ekki úr vegi að rifja upp, að á ráðstefnu sem SFÍ hélt á Laugarvatni fyrir réttum sex árum um „Markmið og umhverfi atvinnurekstrar" voru m. a. haldin Jrrjú erindi um sveitarfélög og atvinnurekstur. Áttu þarna hlut að máli þáverandi bæjarstjórar á Akureyri og Húsavík, Bjarni Einarsson og Björn Friðfinns- son og Magnús Guðjónsson frkvstj. Sambands ísl. sveitarfélaga. I erindum þessum, var m. a. lýst almennum við- horfum sveitarstjórna til atvinnumála og afskipt- um Jreirra af og þátttöku í atvinnurekstri. Þarna kom fram, að hið sígilda verksvið sveit- arfélaga á atvinnumálasviðinu væri að móta næsta umhverfi fyrirtækjanna með skipulagi, hafnar-, gatna- og holræsagerð, vatns- og rafmagnsveitum o. fl. ásamt því að bjóða upp á nægar og hentugar lóðir til handa atvinnufyrirtækjum. Að sjálfsögðu á þetta einkum við um Jréttbýlissveitarfélög. Þá kom einnig fram, að mörg sveitarfélög eru þátttakendur í rekstri fyrirtækja í framleiðslu- greinum ,sem ekkert eiga skylt við „eiginlegar" framkvæmdir sveitarfélaga, s. s. útgerðarfélög, frystihúsum og verksmiðjum. Slík Jrátttaka sveit- arfélaga í atvinnurekstri var talin allt að Jrví sér- íslenskt fyriibrigði miðað við grannlöndin og væri yfirleitt til komin í Jrví skyni að bæta úr ó- fullnægjandi atvinnuástandi. Þá var einnig bent á, að algengt væri, að sveit- arfélögin veittu atvinnufyrirtækjum ýmis konar fjárhagsaðstoð til að greiða fyrir því eða tryggja, að Jrau héldu uppi atvinnurekstri. Slík aðstoð hefði verið fólgin í styrkveitingum, lánveitingum og síðast en ekki síst í Jrví að veita ábyrgð á lán- um. Var talið að sum sveitarfélög hefðu e. t. v. gengið of langt í þessum efnum af illri nauðsyn. Miðað við það, sem hér er komið fram, er athyglisvert að í 11. gr. sveitarstjórnarlaganna frá 1961, sem setur ýmsar hömlur á fjárhagslegar ráð- stafanir, er kveðið á um Jrað, að sveitarfélagi sé óheimilt að reka áhættusaman atvinnurekstur svo sem útgerð, iðnað og verslun án þess að samþykki félagsmálaráðuneytisins komi til. I öllum erindunum komu fram þær persónu- legu skoðanir höfunda, að varhugavert væri fyrir sveitarfélög að koma sér í mikla rekstrarhættu vegna atvinnurekstrar, Jrar sem skyldur þeirra séu margar á öðrum sviðum. Einn ræðumanna taldi að lítt hefði verið um kerfisbundna atvinnumálastefnu að ræða hjá sveitarfélögum almennt. Helst hefði verið um slíkt að ræða af hálfu norðlensku kaupstaðanna. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.