Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 57

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 57
Rannsóknastofnun iðnaðarins Tréiðnaðardeild F úavarnar efni og notkun þeirra Aðalsteinn Jónsson efnaverkfræðingur Hér verður haldið áfram kynningu á starf- semi deilda Rannsónarstofnunar iðnaðarins, áður hefur verið kynnt málmiðnaðardeild, en nú verður tréiðnaðardeildin kynnt. Mikið er leitað til tréiðnaðardeildarinnar vegna upplýsinga, leiðbeininga og rannsókna á hinum ýmsu efnum, hráefnum o. fl., sem notað er í þessum iðnaði. Einnig hefur deildin haldið námskeið og fyrirlestra um þessi efni. Þá hefur tréiðnaðardeildin gert rannsóknir á lökkum, málningu og fúavarnarefnum svo eitthvað sé nefnt, og kemur þar greinilega í íjós að þekkingu á þessum efnum og meðferð þeirra er ábótavant. Hér á eftir fer grein eftir Aðalstein Jónsson efnaverkfræðing unr fúavarnarefni og notkun jreirra, en rannsóknir á þessum efnum hafa verið gerðar hjá stofnuninni. Þörf fyrir fúavarnir hefur stóraukist síðustu áratugina, vegna Jress að menn verða að nota við úr ungum trjám, þar sem hlutfall risjuviðar er mun hærra en í ])eim viði, sem áður var notaður til smíða. Áður fyrr fengu trén að vaxa í 100—150 ár og var kjarninn þá stór hluti af þvermáli trésins. Þegar tré vaxa, eykst þvermál kjarnans, 'en þykkt risjulagsins utan á kjarnanum breytist lítið. í dag er smíðaviður aðallega skorinn úr ung- um trjám og viðurinn síðan ofnþurrkaður. Leið viðarins úr skóginum til notandans tekur olt ekki nema nokkra mánuði og minnka ]dví möguleikarnir á að taka frá við, sem sýktur er af sveppum og þörfin fyrir fúavarnir ]wí auðsæ. Til þess að fúasveppir geti þrifist þarf viðar- rakinn að vera a. m. k. 20%, þó eru til undan- tekningar, svo sem lnísasveppur, sem getur vaxið við 17—18% viðarraka, sem svarar til ca. 80% loftraka. Reynt er að hindra að viður fúni, með því að sjá fyrir góðri loftræstingu og með notkun sveppa- eiturs. í Danmörku er viðnum skipt í þrjá flokka með tilliti til krafna um fúavarnir: 1. flokkur Til þess flokks telst viður, sem notaður er i burðarbita (trévirki), viður sem er í snertingu við jörð, trésökklar o. þ. h. Þennan við verður alltaf að gegndreypa með þrýstingi. 2. flokliur Til þess flokks teljast stoðir í milliveggjum, gluggar, byggingaeiningar úr tré o. þ. h. Þennan við þarf að vacuumgegndreypa eða láta viðinn liggja í gegndreypingarvökvanum í 12 klst. 3. flokkur Til jiess flokks telst utanhússklæðning, bíl- skúrshurðir o. þ. h. Hér eru talin nægja fúavarnarefni, sem borin eru á með pensli. Við gegndreypingu er ýmist notuð vatnsupp- lausn sem inniheldur ýmis málmsölt, svo sem kopar-, króm-, arsen-, fluor- og bórsölt (Boliden- salt sem mikið er notað, inniheldur kopar, króm og arsen) eða kreosotolía, sem er sá hluti koltjöru, sem hægt er að eima úr tjörunni við 240—270- C. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 51

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.