Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Page 58
Kreosotolía er lieppileg til að gegndreypa girð-
ingarefni, símastaura, bryggjuefni o. jx h. Hún er
ekki heppileg til að gegndreypa við, sem á að
nota í húsbyggingar, vegna óþægilegrar lyktar og
vegna þess að málning loðir illa við Kreosot-gegn-
dreyptan við.
Viður, sem gegndreyptur er með saltupplausn,
fær oft grænleitan blæ með tímanum. Hægt er að
mála liann með olíumálningu.
Þrýstigegndreyping
Gegndreyping er framkvæmd í sérstökum
tönkum. Til eru mörg afbrigði af þessari aðferð,
en algengt er, að gegndreypingin sé framkvæmd
á eftirfarandi hátt:
Eftir að viðnum hefur verið komið fyrir í
tanknum, er tanknum lokað og loftþrýstingurinn
lækkaður til þess að vökvinn gangi betur inn í
viðinn. Síðan er gegndreypingarvökvanum dælt
inn í tankinn. Þá er 8—fO kg/cm2 þrýstingur sett-
ur á tankinn og honum haldið í 1—6 klst. eftir
viðartegundum og Jrykkt viðarins. Þá er þrýst-
ingnum aflétt, vökvanum dælt úr tanknum og
loftþrýstingurinn lækkaður til að hluti gegn-
dreypingarvökvans gangi út úr viðnum.
í dag eru mest notaðar saltupplausnir við gegn-
dreypingu, viðurinn tekur upp mikið af gegn-
dreypingarvökvanum, 100—500 1/m3, sem síðan
þarf að þurrka. Við þurrkunina getur viðurinn
undið sig og er því erfitt að gegndreypa fullsmíð-
aða hluti eins og glugga o. þ. h.
Hér á landi framkvæmir timburverslunin Völ-
undur gegndreypingu á viði.
Vacuum-gegndreyping
Við vacuum-gegndreypingu er viðnum komið
fyrir í tanki eins og áður, loftþrýstingurinn er
lækaður svo að gegndreypingarvökvinn gangi
betur inn í viðinn og vökvanum dælt inn í tank-
inn. Þá er opnað fyrir loftið og þrýstingur ancl-
rúmsloftsins Jnrýstir vökvanum inn í viðinn. Við-
urinn liggur í gegndreypingarvökvanum í nokkr-
ar mínútur, síðan er vökvanum dælt úr tanknum
og aftur sett á vacuum til að draga úr hluta gegn-
dreypingarvökvans.
Við vacuum-gegndreypingu eru fúavarnarefn-
in leyst í lífrænu upplausnarefni.
Öll meðferðin tekur um l/% klst. og viðurinn
tekur í sig 20—25 1/m3 af gegndreypingarvökvan-
um.
Y firborðsmeðferð
Mikið úrval er til af efnum, sem ætluð eru til
ylirborðsmeðferðar. Efni Jressi ganga misvel inn í
viðinn og fer það eftir teguncl fúavarnarefnis,
viðartegund og ástandi viðarins.
í eftirfarandi töflu, sem tekin er úr sænska
tímaritinu „Byggmástaren" nr. 8, 1962, sést hve
olíuleysanleg fúavarnarefni ganga djúpt inn í
viðinn við mismunandi vinnsluástand og með-
ferð.
Viðurinn, sem notaður var við tilraunina, var
með 16% raka.
Nokkrir framleiðendur bjóða upp á sérstök
kerfi ,grunnefnið er J)á þunnfljótandi olía, sem
gengur vel inn í viðinn og síðan er farið yfir með
efni sem myndar veðrunarjrolna húð, oft akryl-
efni.
Tafla pessi sýnir niðurstöður úr tilraunum, sem gerðar voru í Svipjóð, til að prófa hve djúpt olíu-
leysanleg fúavarnarefni ganga inn i viðinn.
Ástand ejnis Meðferð Fnra, dýpt i mm, sem fúavarnar- efnið gengur inn i viðinn. Lágmark Meðalt. Hámark Greni, dýpt i mm, sem efnið gengur inn i Lágmark Meðalt. fúavarnar- viðinn. Hámark
Borið á tvisvar mcð pensli i 3 7 i 2 5
Óheflaður planki ídýfing 5 sek. i 2 6 i 2 4
ídýfing 30 mín. 3 7 12 2 4 8
ídýfing 24 klst. 5 12 18 2 5 13
Borið á tvisvar með pensli 0,5 2 3 0,1 0,5 2
Heflaður Planki Idýfing 5 sek. 0,5 2 3 0,1 0,5 2
Idýfing 30 mín. 0,5 3 6 0,5 1 2
ídýfing 24 klst. 4 7 10 1 2 6
Borið á tvisvar með pensli 0,5 2 4 0,5 1 2
Sívalir staurar ídýfing 5 sek. 0,5 1 3 0,2 0,5 2
ídyfing 30 mín. 0,5 2 3 0,5 1 4
fdýfing 24 klst. 3 6 13 1 3 8
52
TIMARIT IÐNAÐARMANNA