Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Síða 60
Rannsóknastofmm
byggingariðnaðarins
Húsbyggingatækni
legar rannsóknir
Hákon Ólafsson yfirverkfræðingur
1 þessu hefti verða húsbyggingatœknilegar
rannsóknir stofnunarinnar kynntar. Áður hefur
birst almenn kynning á starfsemi stofnunarinnar
og síðan yfirlit yfir þær steinsteypurannsóknir,
sem stundaðar eru.
Með húsbyggingatæknilegar rannsóknir er átt
við rannsóknir, sem beinast að hönnun og út-
færslu á hinum ýmsu þáttum húsa, ásamt gæða-
prófum á byggingarefnum. Geta rannsóknir þess-
ar verið af ýmsu tagi, og verður hér rninnst á
nokkrar þeirra, sem hafa beint hagnýtt gildi fyrir
iðnaðarmenn.
a) Slagregnsskápur
Eins og nafnið bendir til þá er hér um að ræða
skáp, þar sem prófa má byggingahluta gagnvart
slagregni (rigning og rok). í skápnum er komið
fyrir blásara og regnúðunartækjum. Blásarinn
blæs vatnsdropum gegnum 16 útblástursop á
vegginn, sem prófa skal. Með vélbúnaði eru út-
blástursstútarnir og vatnskranarnir lireyfðir upp
og niður fyrir framan vegginn, þannig að vatns-
úðinn dreifist breytt í liviður, sem eru 8 á hverri
mínútu.
Skápur þessi er mikið notaður en hann lrentar
einkum fyrir eftirtaldar rannsóknir:
1. Til að gera samanburðarprófanir á þéttleika
mismunandi samskeyta.
2. Til að gera prófanir á gluggum, þéttleika opn-
anlegra glugga, með og án þéttilista, og ísetn-
ingu glers.
3. Sem hjálpartæki við hönnun ýmissa samskeyta
og val hagkvæmra lausna.
Á mynd 1 hér að aftan má sjá lóðrétt snið af
skápnum.
a
b
c
d
e
f
g
HREYFILL
BLASARI
LOKI
BLASTURSSTÚTUR
VATNSÚÐARI
KEÐJUDRIF
PROFVEGGUR
LOÐRÉTT SNIÐ
Mynd 1
54
TIMARIT IÐNAÐARMANNA