Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Side 64
Kynning fyrirtækja
Stjörnustál hf.
A meðan á Iðnsýningn í Laugardalshöll
stóð, bauð fyrirtœkið Stjörnustál hf. til
blaðamannafundar til kynningar á fyr-
irtækinu. Stjörnustál hf. var stofnað 1976
og var fyrsta verkefni þess lagning gufu-
veitu í Kröflu. Stofnendur Stjörnustáls
hf. eru fimm fyrirtceki í málmiðnaði Stál-
ver hf., Þrymur hf., Vogur lif., Blikk og
Stál hf. og Málmtækni sf.
Þessi leið að sameina krafta til stærri
áitaka er vafalaust rétt og gefur mögu
leika til að takast á við stærri verkefni,
sem þýðir að aukin tækni og þekking
byggist upp hér innanlands. Markmið
Stjörnustáls hf. er að geta ráðið við og
vinna að stórum viðfangsefnum og eru
forstöðumenn fyrirtœlúsins með stórar
framtíðarhugmyndir. Hér á eftir fer
kynning á þeim fyrirtækjum, sem að
Stjörnustáli standa.
BLIKK OG STÁL HF 0
Blikk og Stál hf. var stofnað 4. desember 1962.
Fyrstu stjórn skipuðu Valdimar K. Jónsson, Garð-
ar Erlendsson og Ólafur Á. Jóhannesson. Fyrir-
tækið hóf starfsemi sína í 180 m2 húsnæði að
Grensásvegi 18.
Árið 1972 tók Blikk og Stál hf. þátt í þróunar-
og skipulagskönnun og var út frá því ráðist í
58
byggingu iðnaðarhúsnæðis að Bíldshöfða 12, og
er það 1050 m2.
Árið 1973 tók fyrirtækið þátt í rekstrar- og
stjórnunarnámskeiði er haldið var að tilhlutan
Félags íslenskra iðnrekenda og Iðnþróunarsjóðs.
Með aðstoð aðalkennara námskeiðsins frá Jydsk
Teknologisk Institut á Jótlandi, Björns Jóhanns-
sonar og Hagvangs lif., var rekstrareftirlitið, upp-
lýsingasöfnun, bókhald og stjórnun endurskipu-
lögð. í desember 1974 flutti Blikk og Stál hf. í
liið nýja húsnæði að Bíldshöfða 12 og urðu þá
þáttaskil hvað snertir aðstöðu og aðbúnað. Blikk
og Stál hf. hlaut síðan viðurkenningu Félags
blikksmiða fyrir góðan aðbúnað starfsfólks árið
1976.
Starfsemi Blikk og Stál hf. er tvíþætt. Annars
vegar sérsmíði úr galvaniseruðu járni, áli, eir og
ryðfríu stáli til nýbygginga, mannvirkja og skipa,
og Jiins vegar framleiðsla á loftliitunar- og blás-
aratækjum, háspennu- og lágspennurofaskápum
og rafkapalstigum svo eitthvað sé nefnt. Allt vör-
ur sem áður voru eingöngu fluttar inn fullunnar.
Verkeíni sem fyrirtækið hefur fengist við
spanna allt landið og má nefna t. d. lofthitun og
loftræstingu í eftirtalin hús: Vogaskóla, Réttar-
holtsskóla, Breiðlioltsskóla, Fellaskóla, Langholts-
skóla, Árnagarð, allt í Reykjavík, einnig í íisk-
verkunarhús K.A.S.K. á Hornafirði, Heilsugæslu-
stöð á Hornafirði, flugstöð á Egilsstöðum, Skinna-
verksmiðjuna á Akureyri, sláturliús á Sauðár-
króki, sláturhús á Blönduósi. Verkefni sem nú er
fengist við er fyrir hús aldraðra við Lönguhlíð í
Reykjavík, Húnavallaskóli svo eitthvað sé nefnt.
Einnig er verið að hanna göturafskápa og viftu-
hitara.
Blikk og Stál er þátttakandi í Stjörnustáli lif.
og hefur unnið að verkefni þess við Kröflu.
TIMARIT IÐNAÐARMANNA