Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Page 65
ÞRYMUR £
Þrymur hf. hóf starfsemi sína í janúar 1963.
Fyrsta verkefnið, sem Vélsmiðjan Þrymur tók
að sér, liófst í janúar 1963, var uppsetning á
þriðju vélasamstæðu í Irafossstöð og var það verk
unnið af mönnum frá Þrym og Landssmiðjunni
en yfirstjórn hafði á hendi einn maður frá Karl-
stað mekanistverkstæðinu í Svíþjóð, sem smíðaði
sjálfa vatnsvélina (túrbína) og svo annar frá
A.S.E.A. sem sá um frágang á rafal og öðrum út-
búnaði sem þeir voru framleiðendur af.
Þá má ekki gleyma jtví tæki sem hefur valdið
einna mestri byltingu í síldar- og loðnuveiðum,
jrað er kraftblökkinni. í fyrstu var aðeins ein teg-
und, það er Rapp-blökkin sem I. Pálmason hafði
umboð fyrir og flutti inn frá Noregi. Umhoðs-
maður og framleiðendur gerðu samning við
Þrym, veturinn 1963 um að sjá um niðurstningu,
viðgerðarþjónustu og varahlutasölu í blakkirnar
og jrau önnur tæki sem Rapp kæmi til með að
framleiða í sambandi við fiskveiðar. Síðar kom
liskidælan til sögunnar. Þá hóf Þrymur lram-
leiðslu á síldar- og loðnuskiljum, sem eru í flest
öllum nótaveiðiskipum allt í kringum landið.
Svo og löndunarskiljum sem eru stærri og taka
við aflanum jregar honum er dælt í land. Þá má
ekki gleyma öllum jreim háþrýstikerfum sem sett
hafa verið í skipin, í fyrstu var aðeins gert ráð
fyrir kraftblökk, en með tilkomu fiskidælunnar
og fleiri tækja, m. a. háþrýstivéla, urðu kerfin að
stækka, dæiurnar urðu að vera stærri, rörin víð-
ari og allt eftir því. Seinna meir komu á markað-
inn kraftblakkarkranar og aðrar gerðir af kraft-
blökkurn stærri og kraftmeiri. Á öllum þessum
tækjum hefur Þrymur séð um niðursetningu, við-
hald og viðgerðir, ásamt viðgerðum á þeim tveim-
ur tegundum af fiskidælum sem notaðar eru hér á
landi.
Er Þrymur hafði jrjónustað og sett upp ýmsar
gerðir háþrýstikerfa í nokkur ár, var hafin athug-
un árið 1971, með framleiðslu og markaðsmögu-
leika lyrir háþrýstitogvindur fyrir fiskiskip. í
þeim tilgangi fóru menn utan til að kynna sér
ýmsar nýjungar á jressu sviði. Þessar kynningar
leiddu í ljós að stórmöguleikar voru á smíði og
framleiðslu ýmissa hájn'ýstitogvinda til Kanada
og fleiri staða.
Við vissum um norskt fyrirtæki er hafði um 13
menn, sem eingöngu unnu að framleiðslu á há-
þrýstispilum fyrir Kanadamarkað, fyrir um 4
milljónir norskra króna á ári. Okkur í vélsmiðj-
unni Þrym þótti þetta mjög glæsilegt og freist-
andi, þar sem okkur gafst nú tækifæri til að kom-
ast inn á Kanadamarkað með okkar framleiðslu.
Til að undirbúa Jretta áform fóru ráðamenn
Þryms út til Englands til kaupa á stórum og af-
kastamiklum vélurn. Fest voru kaup á vélum og
fékkst lán fyrir þeim. Framleiðslan hófst eftir að
vélarnar voru komnar til landsins. Byrjað var á
tveimur 5 tonna spilum, annað var fullklárað og
sett í bát um vorið 1972 og reyndist Jrað skila 10
tonna átaki í prufukeyrslu. (Þetta spil er í fullri
notkun og hefur reynst mjög vel). Við fengum
pöntun í 10 spil frá Kanada. Hitt spilið hefur
ekki verið klárað. Vegna greiðsluörðugleika urð-
um við að hætta við það áform sem við höfðum
ætlað okkur, að framleiða og selja spil til útflutn-
ings. Norðmenn frændur okkar hafa gert allt til
að efla norskan iðnað, Jjar á meðal greitt með út-
flutningsiðnaðinum til að styrkja hann og efla,
en hér á landi virðist ekki vera nokknr skilningur
á þörfum iðnaðarins nema síður sé.
I fjölda mörg ár, á meðan prufuboranir fóru
fram í jarðlögum á þeim stöðum á landinu sem
stórvirkjanir lrafa verið reistar og koma til með að
rísa, sá Þrymur um smíði á borum og ýmsum
tækjum til jarðborana fyrir Jarðboranadeild
Orkustofnunar.
Plötusmíði er snar þáttur í starfsemi Þryms og
hafa olt og tíðum verið framkvæmdar skrokkvið-
gerðir á skipum og þ. h. ásamt fjölda annarra
verkeína á jrví sviði.
Þá hefur Þrymur tekið að sér að stækka nokkur
listaverk eftir Ásmund Sveinsson, meðal annars
„Andlit sólar“ á Menntaskólatúninu í Reykjavík,
„Bókvitið verður ekki í askana látið“, í Aratungu,
„Pýramítísk abstraction“, á Akranesi, „í Minn-
ingu óþekkta höfundarins", í Dalasýslu og „Trú-
arbrögðin“ sem sett verður upp á Valhúsahæð á
Seltjarnarnesi.
Af öðrum stórum verkefnum má telja smíði á
ýmsum tækjum í nýju fiskimjölsverksmiðjuna á
Neskaupstað, sem reist var eftir snjóflóðið mikla,
smíði á ýmsu fyrir júgóslafnesku verktakana sem
voru við virkjunina í Sigöldu, inntaksristar við
Irafossstöð, öldubrjóta og ísrista við Þingvalla-
vatn.
TÍMARIT IÐNAfiARMAN NA
59