Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 65

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Qupperneq 65
ÞRYMUR £ Þrymur hf. hóf starfsemi sína í janúar 1963. Fyrsta verkefnið, sem Vélsmiðjan Þrymur tók að sér, liófst í janúar 1963, var uppsetning á þriðju vélasamstæðu í Irafossstöð og var það verk unnið af mönnum frá Þrym og Landssmiðjunni en yfirstjórn hafði á hendi einn maður frá Karl- stað mekanistverkstæðinu í Svíþjóð, sem smíðaði sjálfa vatnsvélina (túrbína) og svo annar frá A.S.E.A. sem sá um frágang á rafal og öðrum út- búnaði sem þeir voru framleiðendur af. Þá má ekki gleyma jtví tæki sem hefur valdið einna mestri byltingu í síldar- og loðnuveiðum, jrað er kraftblökkinni. í fyrstu var aðeins ein teg- und, það er Rapp-blökkin sem I. Pálmason hafði umboð fyrir og flutti inn frá Noregi. Umhoðs- maður og framleiðendur gerðu samning við Þrym, veturinn 1963 um að sjá um niðurstningu, viðgerðarþjónustu og varahlutasölu í blakkirnar og jrau önnur tæki sem Rapp kæmi til með að framleiða í sambandi við fiskveiðar. Síðar kom liskidælan til sögunnar. Þá hóf Þrymur lram- leiðslu á síldar- og loðnuskiljum, sem eru í flest öllum nótaveiðiskipum allt í kringum landið. Svo og löndunarskiljum sem eru stærri og taka við aflanum jregar honum er dælt í land. Þá má ekki gleyma öllum jreim háþrýstikerfum sem sett hafa verið í skipin, í fyrstu var aðeins gert ráð fyrir kraftblökk, en með tilkomu fiskidælunnar og fleiri tækja, m. a. háþrýstivéla, urðu kerfin að stækka, dæiurnar urðu að vera stærri, rörin víð- ari og allt eftir því. Seinna meir komu á markað- inn kraftblakkarkranar og aðrar gerðir af kraft- blökkurn stærri og kraftmeiri. Á öllum þessum tækjum hefur Þrymur séð um niðursetningu, við- hald og viðgerðir, ásamt viðgerðum á þeim tveim- ur tegundum af fiskidælum sem notaðar eru hér á landi. Er Þrymur hafði jrjónustað og sett upp ýmsar gerðir háþrýstikerfa í nokkur ár, var hafin athug- un árið 1971, með framleiðslu og markaðsmögu- leika lyrir háþrýstitogvindur fyrir fiskiskip. í þeim tilgangi fóru menn utan til að kynna sér ýmsar nýjungar á jressu sviði. Þessar kynningar leiddu í ljós að stórmöguleikar voru á smíði og framleiðslu ýmissa hájn'ýstitogvinda til Kanada og fleiri staða. Við vissum um norskt fyrirtæki er hafði um 13 menn, sem eingöngu unnu að framleiðslu á há- þrýstispilum fyrir Kanadamarkað, fyrir um 4 milljónir norskra króna á ári. Okkur í vélsmiðj- unni Þrym þótti þetta mjög glæsilegt og freist- andi, þar sem okkur gafst nú tækifæri til að kom- ast inn á Kanadamarkað með okkar framleiðslu. Til að undirbúa Jretta áform fóru ráðamenn Þryms út til Englands til kaupa á stórum og af- kastamiklum vélurn. Fest voru kaup á vélum og fékkst lán fyrir þeim. Framleiðslan hófst eftir að vélarnar voru komnar til landsins. Byrjað var á tveimur 5 tonna spilum, annað var fullklárað og sett í bát um vorið 1972 og reyndist Jrað skila 10 tonna átaki í prufukeyrslu. (Þetta spil er í fullri notkun og hefur reynst mjög vel). Við fengum pöntun í 10 spil frá Kanada. Hitt spilið hefur ekki verið klárað. Vegna greiðsluörðugleika urð- um við að hætta við það áform sem við höfðum ætlað okkur, að framleiða og selja spil til útflutn- ings. Norðmenn frændur okkar hafa gert allt til að efla norskan iðnað, Jjar á meðal greitt með út- flutningsiðnaðinum til að styrkja hann og efla, en hér á landi virðist ekki vera nokknr skilningur á þörfum iðnaðarins nema síður sé. I fjölda mörg ár, á meðan prufuboranir fóru fram í jarðlögum á þeim stöðum á landinu sem stórvirkjanir lrafa verið reistar og koma til með að rísa, sá Þrymur um smíði á borum og ýmsum tækjum til jarðborana fyrir Jarðboranadeild Orkustofnunar. Plötusmíði er snar þáttur í starfsemi Þryms og hafa olt og tíðum verið framkvæmdar skrokkvið- gerðir á skipum og þ. h. ásamt fjölda annarra verkeína á jrví sviði. Þá hefur Þrymur tekið að sér að stækka nokkur listaverk eftir Ásmund Sveinsson, meðal annars „Andlit sólar“ á Menntaskólatúninu í Reykjavík, „Bókvitið verður ekki í askana látið“, í Aratungu, „Pýramítísk abstraction“, á Akranesi, „í Minn- ingu óþekkta höfundarins", í Dalasýslu og „Trú- arbrögðin“ sem sett verður upp á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Af öðrum stórum verkefnum má telja smíði á ýmsum tækjum í nýju fiskimjölsverksmiðjuna á Neskaupstað, sem reist var eftir snjóflóðið mikla, smíði á ýmsu fyrir júgóslafnesku verktakana sem voru við virkjunina í Sigöldu, inntaksristar við Irafossstöð, öldubrjóta og ísrista við Þingvalla- vatn. TÍMARIT IÐNAfiARMAN NA 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.