Vikublaðið - 03.03.1950, Page 8
8
VIKUBLAÐIÐ
hafði verið spurð og spurð.
En hún kvaðst ekkert vita.
Charles fagri hefði sagt sér
að hann væri næturvörður.
„Hvernig hafði hann ráð á
því að gefa yður svo dýra
skartgripi?“ spurði leynilög-
reglumaðurinn og aðgætti
hina dýru hringa er Charlotta
bar.
„Hann var svo sparsamur “
svaraði hún sakleysisleg á
svip og leit niður fyrir sig.
„Hann sagði mér, að þetta
væri aðeins gler, þó að það
liti vel út.“ Hún brá vísi-
fingri, sem ekki var sérlega
hreinn, á bláan stein er var
í hálsfesti hennar, um leið
og hú*n sagði þetta. Henni
þótti auðsjáanlega vænt um
hálsfestina, þó að hún vildi
telja mönnum trú um að hún
væri ódýr. Steinninn, sem
Charlotta benti á var ekta
safír.
„Kærastinn minn sagði, að
steinninn væri frá Wool-
worth og þar er ekki dýrt.“
„Hm. Það virðist vera arð-
söm atvinna, að vera nætur-
vörður,“ sagði vörður lag-
anna þurrlega. „Hvað vinnið
þér sjálf?“
„Ég vinn hjá Brown &
Winslow,“ svaraði Charlotta.
„Jæja. Það lítur út fyrir að
þér hafið góðar tekjur.“
Charlotta svaraði ekki.
Hún fór að kjökra. Hún bar
sig eymdarlega. Það hafði
þau áhrif, að yfirheyrslunni
var hraðað, og Charlottu
sleppt fyrr en ella. Þetta
$
bragð hafði hún viðhaft í
hvert sinn er hún kom fyrir
rétt. Hún lét sem hún vissi
ekkert um glæpaverk Charles
fagra.
Charlotta skellti hurðinni
aftur og sagði: „Hefurðu séð
blaðið, tengdamamma?“
Sara stóð upp frá borðinu,
sem mórauður, blettóttur
umbúðapappír hafði verið
breiddur á. Hún tróð á blað-
inu eins og hún með því hygð-
ist að ógilda dóminn. Hún
svaraði: „Je-á. Þetta eru
vondir menn, sem dæma því-
lí-ka dóma.“
Charlotta fékk sér sæti, tók
kaffibolla, er áður hafði verið
drukkið úr, hellti kaffi í
hann og drakk. Hún bleytti
molasykurinn í kaffinu eins
og sumra er siður.
Hún mælti: „Annað kvöld
fæ ég leyfi til þess að sjá
hann. Það verður í síðasta
sinn.“ ,
l
Sara sagði: „Já.“
Charlotta tók aftur til máls:
„Þetta verður hörmulegt.
Hann lifir í mörg ár án þess
að ég fái að sjá hann. Ég verð
hér, en hann verður fluttur
eitthvað burt. Svo kemur
unginn til sögunnar. Ég er
líka viss um að „Hálfeyrað11
fer aftur að draga sig eftir
mér.“
„Já,“ sagði Sara.
„Að líkindum giftist ég
„Hálfeyranu.“ Hann er vel
eigandi. Ég er viss um að
hann verður góður við barn-
ið.“ Hún slokaði í sig kaffið,
og lá við gráti. „Ég vildi, að
Charles væri dáinn,“ sagði
Charlotta að lokum.
Sara mælti: „Já. Hann hef-
ur sagt, að hann vildi heldur
láta lífið en vera í fangelsi
ævilangt.“
Charlotta leit upp og sagði:
„Sagði hann þetta?“
„Já,“ svaraði Sara. „Þetta
hefur hann oft sagt.“
„Það væri ekki að haíis
skapi að vera alla ævi í fang-
elsi,“ sagði Charlotta. Hún
lagði hendurnar á borðið og
glennti út fingurnar. Negl-
urnar voru lakkaðar með
rauðu lakki og virtist sem
fingrunum hefði verið stung-
ið niður í blóð.
„Jæja,“ sagði Charlotta
hugsandi.
„Hvað varstu að segja?“
spurði Sara.
„Ekkert, tengdamamma,“