Vikublaðið - 03.03.1950, Qupperneq 9

Vikublaðið - 03.03.1950, Qupperneq 9
VIKUBLAÐIÐ 9 svaraði Charlotta. „Hvenær mátt þú koma til Charles í síðasta sinn?“ Sara mælti: „Það er í dag. Ég fór ekki til hans, en skrif- aði honum nokkrar línur og bað póstinn fyrir miðann. Charles má lesa bréf.“ Charlotta sagði: „Bréf til fariga eru lesin áður en við- takandi fær þau í hendur.“ Sara mælti: „Það var ekk- ert leyndarmál í bréfin. Ég fullvissaði Charles aðeins um það, að mér þætti vænt um hann, og svo mundi ætíð verða.“ Neðri vör Söru titraði og varð í lögun eins og stútur á könnu. Tárin streymdu úr augum hennar og féllu á skít- uga umbúðapappírinn á borð- inu. Tárin voru sölt. Unga stúlkan ókyrrðist. Hún stóð á fætur og sagði: „Vertu ekki að gráta. Þetta er auma lífið.“ „Já, það er satt,“ sagði Sara. En það er verst, að þannig verður lífið alltaf, það sem eftir er af því.“ Sara þurrkaði augun og snýtti sér. „Alltaf,“ endurtók Char- lotta. Varir hennar voru rauðmálaðar eins og póst- kassi.“ „Alltaf. Það er óþolandi.“ Hún bjóst til að fara. Sara mælti: „Ertu að fara?“ henni leiddist að vera ein. Helzt kaus hún að Charlotta væri hjá sér. Við hana gat hún talað um Charles án af- láts. „Já,“ svaraði Charlotta. „En ég kem aftur þegar ég er búin að fara til — fara til hans.“ „Já, komdu strax, þegar því er lokið, Charlotta.“ Unga stúlkan þreif opnar dyrnar, skellti aftur hurðinni og flýtti sér út. Járnstengurnar aðskildu þau. Tveir verðir sátu á tréstól- um og létu sem þeir læsu, annar í dagblaði, en hinn í tímariti. En báðir verðirnir höfðu í raun og veru sífellt vakandi auga á Charles fagra og Charlottu. Þau héldu um kaldar járn- grindurnar. Hún hafði þrýst andlitinu inn á milli þeirra svo hún gæti kysst Charles Varir þeirra voru kaldar. „Það tekst,“ hvíslaði Char- lotta. Hún horfði á hann. Annar lögregluþjónninn leit á þau. En unga stúlkan brosti og virtist ekki hafa misst kjarkinn. Charlotta var vel vaxin, og ekki farið að sjá á henni. Charles horfði rannsakandi á Charlottu. Hvað var hún hugsa um? „Hvernig líður mömmu?“ spurði hann óþarflega hátt. „Vel,“ svaraði Charlotta og horfðist í augu við Charles. Hann mælti: „Þú getur gifzt Hálfeyranu. Hann er sæmilegur. Hann verður góð- ur við barnið. Hvað segir mamma um það?“ „Henni geðjast ágætlega að því,“ svaraði Charlotta glaðlega. Hún var létt í máli til þess að villa rögregluþjónunum sýn. Augnablik tók hún hend- urnar af járnstöngunum, en greip svo fast um þær aftur. Það var festa og örvænting í augnaráði hennar. Hið síðara skildl Charles. En því var hún svo ákveðin í fasi? Það var hringt. Lögregluþjónarnir stóðu á fætur. Annar þeirra sagði: „Jæja, unga stúlka. Þér skul- uð kveðja.“ Charlotta og Charles horfð- ust í augu. Svo leit hún á hendur sínar, er héldu um járnstengurnar. Hún talaði með augunum, ef svo má að orði komast. „Ég var beðin fyrir kveðju frá Simms,“ sagði hún í flýti. Að svo mæltu sleppti hún tökum á járnstöngunum og gekk hratt út. Það var auðséð á baksvip hennar, að hún grét. Charles fagri greip um stengurnar, þar sem Charlotta hafði haldið sveittum og slímugum höndum. Hann stóð kvrr þar til lögreglu- mennirnir komu aftur. Þeir rannsökuðu Charles gaum- gæfilega. Þeir athuguðu hár hans, skoðuðu upp í hann o. s. frv. En þeir fundu ekkert grunsamlegt. Á leiðinni til klefans hélt Charles höndun- um niður með hliðunum án þess að snerta þær. Lögreglu- þjónarnir höfðu skipað hon-

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.