Vikublaðið - 03.03.1950, Síða 10
10
VIKUBL AÐIÐ
um að glenna út alla fingur
til þess að fullvissa sig um
það, að hann hefði ekkert í
höndunum.
En þegar Charles fagri var
lagztur niður á legubekkinn,
sleikti hann lófana vandlega.
Hann lét það ekki aftra sér
þó að bragðið væri beizkt.
Um nóttina veiktist hann.
Hann barðist við þrautirnar
og tókst að hafa hljótt um
sig. Ef þeir vissu, hvað hann
hefði gert myndu þeir dæla
upp úr honum. í hvert sinn,
er hann heyrði skóhljóð varð-
anna úti fyrir klefanum píndi
hann sig til þess að liggja
kyrr með aftur augun. En er
þeir voru farnir engdist hann
sundur og saman og beit í
ábreiðuna.
Charles fagri vissi að
Simms hafði fengið Char-
lottu smámulið stryknin.
Simms hafði borið eitrið í
lófa Charlottu. Hún hafði
haldið um járnstengurnar þar
til allt eitrið hafði festst við
þær. Charles var að hugsa
um það, hvort Charlotta hefði
þvegið hendur sínar nógu vel
er heim kom. En hann þóttist
viss um, að Simms hefði lagt
ríkt á við hana að gera það.
Simms og Charlotta mundu
bæði þegja um þetta. Ekkert
var hægt að sanna á þau.
Bæði Charles og Charlotta
höfðu verið rannsökuð er þau
hittust í síðasta sinn.
Kvalirnar voru miklar. En
Charles var harður. Hann
fann til ískulda í bakinu, en
BÖRNIN
í AFGHANISTAN
T Afghanistan vilja menn
heldur láta börnin vinna
en vera í skóla. Að minnsta
kosti er þessu þannig varið í
sveitinni. Sönnun fyrir því
fékkst nýlega í Hasarajad.
Stjórnin hafði ákveðið að
koma á skólaskyldu fyrir
börn í þessu héraði. Það var
byggt skólahús og tveir kenn-
arar ráðnir að skólanum. En
börnin komu ekki. Þau voru
löglega afsökuð. Þau þurftu
að gæta húsdýranna.
Bændurnir í Hasarajad
fundu ekkert betra ráð, til
þess að losna við þetta skóla-
fargan en það, að drepa kenn-
arana. Síðan tóku þeir hina
ráðnu kennara af lífi, og þar
sem enginn sótti um hinar
lasu kennarastöður, var allt
svo var eins og logaði í mag-
anum.
Honum kom til hugar, að
þvílíkar þrautir liðu konur,
sem væru að fæða börn. En
hér fæddist ekki nýtt líf.
Dauðinn var að koma.
Nú heyrðist skóhljóðið
aftur. Ljósi var brugðið upp.
Hann harkaði af sér.
En í næsta sinn er hann
heyrði fótatak, gat hann ekki
borið af sér. Hann æpti.
Það kom ekki að sök.
Charles fagri var dáinn, er
inn í klefann var komið
Hann losnaði við fangelsið.
skólahald þar með úr sög-
unni.
Sagt er, að börnin í Afghan-
istan séu mjög illa innrætt
og framkoma þeirra slæm.
Norðurlandabúi, sem var á
ferð í Afghanistan, segist
hvergi hafa fyrirhitt verri
börn en þar. Þó eru þau
skemmtileg á meðan þau eru
lítil, þá eru börnin borin á
bakinu, ýmist af mæðrum
sínum eða systkinum. Á því
reki hafast þau mikið við í
húsum inni. En er börnin
stækka eru þau látin gæta
búsmalans. Þau nota öll
tækifæri til þess að ergja
fólk og skemma ýmsa hluti.
Ekkert láta þau afskiptalaust,
er á vegi þeirra verður.
Börnin láta stóra steina á
göturnar, eða þjóðvegina, til
þess að tefja bifreiðarnar.
Þau fleygja smásteinum í
höfuð vegfarenda, og gera
þeim allt til ills, sem mögu-
legt er.
í þorpunum flækjast börn-
in um í tómstundum sínum,
og leita að tækifærum til þess
að fremja óknytti. Þau hleypa
úr bifhjólum, skamma hluti
og kvelja dýr. Það er algeng
„skemmtun“ þeirra að veiða
gráspörva, rífa af þeim væng-
fjaðrir og stél. Að því búnu
mála börnin vesalings fugl-
ana rauða eða gula.
í Afghanistan er margt
vandræðabarna. Áminningar
og refsingar fullorðna fólks-
ins virða þessi vondu börn
að vettugi.